Gerðir kirkjuþings - 1998, Blaðsíða 19
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
þyrpist að til að heyra fagnaðarerindið, þyrst í meiri ffæðslu, vill taka skím og bera
böm sín til skímar, vera kristið.
Og þetta er vandamál, vegna þess að kirkjumar anna ekki eftirspum. Það vantar fólk,
menntað fólk, kristniboða, presta, guðfræðinga. Hrópað er á okkar hjálp að stuðla að
því að unnt sé að mennta leiðtoga og efla fræðsluna. Lútherska kirkjan í Eþíópíu, sem
stofnsett var fyrir 40 árum með 20.000 meðlimum, er nú tíu sinnum fjölmennari en
okkar kirkja. Og 8 af hveijum 10 sóknarbömum kirkjunnar sækja guðsþjónustu á
hveijum sunnudegi. Þessi vakning er mótuð af lifandi bænalífi, vilja til
kærleiksþjónustu og vitnisburðar. Lífsþróttur safiiaðanna laðar fólk að, og umhyggja
fólks fyrir hvert öðm, og hin sterka áhersla á bæn og trúarlíf.
Og við, sem tilheyrum þjóðkirkju sem eins og kirkjan í okkar heimshluta yfirleitt,
upplifir sig æ meir á undanhaldi, að hopa undan skeytingarlausum tíðaranda,
kaldhæðni og makræði, já og ásækinni heiðni, við skiljum þetta ekki, að einhvers
staðar úti í heimi skuli þetta sem við erum hér að reyna veikum burðum að
markaðssetja, tala fyrir, þoka áfram, eða umfram allt að halda í horfmu með, að það
skuli vera eftirsótt dýrmæti, dýrmætara en gull. Já, og nokkuð sem fólk metur svo
mikils að það er reiðubúið að leggja ýmislegt í sölumar fyrir, þola margvíslegt
harðræði, ofsóknir og jafnvel dauða. Kirkjumar í Afiiku lifa ævintýralega vakningu,
vegna þess að þar gera menn sér grein fyrir hvað um er að ræða. Það er ekki að halda
í horfinu og una glaður við sinn litla reit. Það er að sækja fram með fagnaðarerindið,
sem er kraftur Guðs til hjálpræðis, eða eigum við að segja afl Guðs til bjargar. I
Eþíópíu kynntist ég biðjandi, boðandi, þjónandi kirkju. Ég þrái að kirkjan okkar
hér á íslandi verði með sanni slík kirkja.
Hvað þarf til? Og - svo hvarflar að manni spumingin: hvemig myndum við bregðast
við ef slík vakning yrði hér í okkar kirkju?
Börnin sem hér bám inn ljós og kross og Biblíu áðan minna okkur á hvers vegna og
til hvers við emm hér að starfi. Þau em framtíðin, fyrirheitin, litríkt, fjölþætt mannlíf
á íslandi 21. aldar kallar á krafta kirkjunnar, lífsþrótturinn, lífsgleðin, vonin. Þeirra
vegna er kirkjan, þeirra vegna er kirkjuþing.
Við höfum fengið dýrmætan arf til ávöxtunar á íslandi. Og við berum mikla ábyrgð.
Kirkjan hefur aldrei haft betri forsendur á íslandi til kristniboðs meðal þjóðarinnar,
aldrei eins vel menntað starfsfólk, aldrei eins góða starfsaðstöðu, aldrei eins almennar
væntingar, aldrei jafn góð skilyrði. Við megum ekki bregðast! Kærleikur Krists knýr
oss til verka.
Okkur er nauðsyn á að marka stefiiu til framtíðar, setja okkur fyrir sjónir hvemig
kirkjan geti sem best rækt hlutverk sitt í iðuköstum samtíma síns.
Þjóðkirkjan.
Fyrsta grein kirkjulaganna segir: “íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á
evangelísk-lútherskum grunni." Þar er vísað til stjómarskrárákvæðis um að hin
evangelisk- lútherska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi. Orðið þjóðkirkja er
ekki heiti heldur verklýsing, ákvörðun meginhlutverks.
Hin evangelisk- lútherska kirkja er grein á meiði hinnar heilögu, almennu, postullegu
kirkju sem í þúsund ár hefur mætt íslenskri þjóð með boðun fagnaðarerindisins, skím
og bæn í Jesú nafni. Hún er lýður Guðs, skírð til samfélags við Krist og lífs í
14