Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 133
1998
30. KIRKJUÞING
5. mál
prestssetursjörð skal uppdráttur og skipulag lóðar unnið í samráði við stjóm
prestssetrasjóðs, skipulagsnefnd kirkjugarða ef því er að skipta og að jafnaði í
tengslum við gerð deiliskipulags jarðarinnar. Bygginga- og listanefnd þjóðkirkjunnar
skal veita sóknum leiðbeiningar um gerð kirkjulýsingar ef óskað er.
31. gr.
Breytingar á kirkjulýsingu skulu unnar með sama hætti og greinir í 30. gr. eftir því
sem við getur átt. Rökstyðja skal breytingar.
32. gr.
Kirkjulýsing skal jafnan vera til samræmis við upphaflegt horf kirkju ef því er að
skipta og taka ber að öðm leyti mið af þeim tíma sem kirkja er byggð á, svo sem
kostur er.
33. gr.
Sóknamefnd skal bera kirkjulýsingu og breytingar á henni undir bygginga- og
listanefnd þjóðkirkjunnar til staðfestingar, til að hún öðlist gildi.
34. gr.
Heimilt er, ef aðstæður leyfa, að vinna kirkjulýsingu í áfongum og haga
framkvæmdum til samræmis við áfangaskiptingu samkvæmt því.
35. gr.
Ákvæði starfsreglna þessara um kirkjubyggingar, endurbyggingu kirkju, breytingar á
kirkju og almennt viðhald kirkna, gilda um sóknarkirkjur, útfararkirkjur, kapellur og
bænhús.
Ákvæðin gilda hvorki um greftrunarkirkjur, sbr. lög um kirkjugarða, greftrun og
líkbrennslu nr. 36 4. maí 1993, né um kirkjubyggingar sem friðaðar em skv. ákvæðum
þjóðminjalaga nr. 88 29. maí 1989.
Safnaðarheimili.
36. gr.
Um nýbyggingu safnaðarheimilis gilda sömu reglur og um kirkjur, eins og við getur
átt. Sama á við ef húsnæði er keypt til að nýta sem safnaðarheimili. Oskylt er að gera
lýsingu á byggingunni nema hún sé áföst eða hluti af byggingu sbr. 1. mgr. 35. gr.
Um endurbyggingu safnaðarheimilis gilda sömu reglur og um endurbyggingu kirkju.
V. Um stöðu og störf starfsmanna kirkjusókna.
Ráðningar starfsmanna.
37. gr.
Sóknamefnd, í samráði við sóknarprest og prest ef því er að skipta, ræður organista,
meðhjálpara, hringjara og umsjónarmann kirkju (kirkjuvörð) og semur um kaup þeirra
og kjör. Sóknamefnd má með sama hætti ráða starfsmenn til að annast ákveðin
safnaðarstörf, enda hafi safnaðarfundur heimilað það. Starfsmenn skulu ekki ráðnir til
lengri tíma en fimm ára í senn. Starfslok skulu miðast við sama aldur og hjá
opinberum starfsmönnum. Ráðningarsamningur starfsmanna skal vera skriflegur og
með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarffesti, en mánaðar uppsagnarfresti á
128