Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 252
1998
30. KIRKJUÞING
19. mál
12. gr.
Nefndin skal í upphafi málsmeðferðarinnar og einnig síðar, ef ástæða þykir til, rita
stjómvöldum, einkaaðilum, rannsóknaraðilum eða öðrum bréf og óska eftir því að fá
send tilgreind eða ótilgreind gögn, sem kunna að vera til upplýsingar um málsatvik.
Strax og slík gögn berast nefndinni skulu afrit þeirra afhent málsaðilum. Nefndin
getur einnig ákveðið, ef þörf krefur, að kveðja sér til fultingis, sérfróða aðila um
úrlausnarefni það sem til meðferðar er, innan þjóðkirkjunnar eða utan.
13. gr.
Hafi aðili neytt réttar síns til þess að óska eftir að fram fari opinber rannsókn af sama
tilefni og mál það sem til úrlausnar er, skal úrskurðamefnd leitast við að fá öll þau
gögn, sem aflað hefur verið við þá rannsókn, þ.m.t. skýrslur sem gefnar hafa verið
fýrir rannsóknaraðilum.
14. gr.
Nefndin getur óskað eftir því að tilteknir menn komi til viðtals við hana til þess að tjá
sig um málefni, sem tengjast úrlausnarefninu, en gefa skal málsaðilum kost á að vera
viðstadda á slíkum fundum.
Slíkar skýrslur má bóka eða hljóðrita eftir því sem henta þykir og skal gera þeim sem
skýrslu gefur grein fýrir því hvemig upplýsingar, sem hann gefur, em skráðar.
15. gr.
Nú neitar maður að koma til viðtals hjá nefndinni eða neitar að afhenda eða láta uppi
efni skjals og nefndin telur útilokað að útkljá málefni það, sem til meðferðar er, án
þess að skýrsla þeirra eða upplýsingar um efni skjals liggi fyrir, er nefndinni heimilt,
ef hún telur nauðsyn bera til, að afla sönnunargagna eftir því sem heimilt er
samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.
Sé grunur um refsiverða háttsemi getur nefhdin hlutast til um að fram fari opinber
rannsókn á þeirri háttsemi.
16. gr.
Þegar aðilar hafa skilað þeim greinargerðum og gögnum, sem þeir eiga kost á, og tjáð
sig munnlega um málið, hafi það verið ákveðið, skal nefndin fjalla um málið á
fundum eins og þurfa þykir og komast að niðurstöðu.
Nefndin skal semja skriflegan og rökstuddan úrskurð um úrlausnarefnið.
Séu nefndarmenn ekki allir á einu máli um niðurstöðu úrlausnarefnisins, skal sá sem
er í minnihluta skila séráliti um hana.
Úrrœði nefhdar.
17. gr.
í úrskurði vegna siðferðis- eða agabrota getur nefndin gripið til eftirfarandi úrræða:
a. Lagt til að starfsmanni verði veitt áminning, eftir atvikum með skilyrðum eða
leiðbeiningum eða nánari fyrirmælum um rétta starfshegðun.
b. Lagt til að starfsmaður skuli fluttur til í starfi.
c. Lagt til að starfsmaður skuli ekki gegna núverandi starfi eða sambærilegu starfi eða
köllun á kirkjulegum vettvangi um ákveðið tímabil eða til frambúðar.
d. Lagt til endanlega brottvikningu hans úr hvaða starfi sem er á kirkjulegum
vettvangi sem valdsvið nefndarinnar nær til.
247