Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 132
1998
30. KIRKJUÞING
5. mál
umsagnar. Nefndin skal láta í ljós álit sitt á því hvort forsendur og upplýsingar séu
traustar og hvort áætlanir séu raunhæfar. Nefndin getur mælt með framkvæmdinni,
lagt til breytingar á áætlunum sóknamefiidar eða mælt gegn því að heija
framkvæmdir. Bygginga- og listanefnd skal rökstyðja umsögn sína. Ef ekki er mælt
gegn framkvæmd leggur sóknamefhd umsögn nefndarinnar fyrir safnaðarfund til
kynningar og ákvörðunar um ffekara framhald málsins. Gögn skv. 2. mgr. 25. gr.,
breytingar á þeim ef því er að skipta og umsögn bygginga- og listanefndar skulu liggja
frammi til kynningar a.m.k. viku áður en safhaðarfundur er haldinn.
Ef bygginga- og listanefhd mælir gegn framkvæmd má leggja málið fyrir
úrskurðamefnd til úrlausnar, eftir að safnaðarfundur skv. ofanskráðu hefur verið
haldinn, nema safnaðarfundur ákveði að falla frá áformum um
byggingarfi-amkvæmdir.
Endurbygging og breyting á kirkju.
27. gr.
Með endurbyggingu og breytingu á kirkju er átt við meiri háttar framkvæmdir við
kirkjubyggingu, þ.m.t. viðbyggingu, er kosta meira í heild skv. áætlun en 50.000,- kr.
á hvem fermetra kirkjubyggingarinnar, eins og hún er við upphaf framkvæmda.
Upphæð þessi tekur breytingum í samræmi við vísitölu byggingarkostnaðar, og
miðast við vísitöluna eins og hún er í janúarmánuði 1999.
28. gr.
Aðalsafhaðarfundur tekur ákvörðun um hvort kannað skuli hvort gerlegt sé að ráðast í
endurbyggingu og breytingu kirkju. Sóknamefnd annast þá könnun. Sóknamefhd
útbýr í því skyni eftirfarandi:
1. Aætlun um heildarkostnað.
2. Skiptingu í verkþætti ef unnt er og kostnað við hvem einstakan verkþátt.
3. Drög að ffamkvæmdaáætlun.
4. Greinargerð um hvemig kosta eigi framkvæmdina.
Við endurbyggingu kirkju skal haga ffamkvæmdum þannig að kirkja verði til
samræmis við staðfesta kirkjulýsingu.
Viðhald kirkjubyggingar.
29. gr.
Haga skal öllum viðhaldsffamkvæmdum við kirkjubyggingu til samræmis við
staðfesta kirkjulýsingu.
Kirkjulýsing.
30. gr.
Gera skal kirkjulýsingu fýrir hveija þá kirkju sem er í umsjá sókna. Kirkjulýsing er
teikning af byggingu, sbr. 32. gr. og næsta umhverfi hennar ásamt skriflegri lýsingu á
byggingunni, stærð hennar, gerð og útliti, öllu efnisvali í byggingunni, innan dyra sem
utan, búnaði, innréttingum, litum, fýrirkomulagi og skipulagi innan dyra og helstu
munum svo sem húsgögnum. Einnig skal gerð grein fýrir lýsingu og hljóðburði.
Gerður skal uppdráttur af kirkjulóð og skipulagi hennar, með greinargerð um helstu
þætti skipulagsins, efnisval, tegund gróðurs og næturlýsingu. Ef kirkja stendur á
127