Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 257
1998
30. KIRKJUÞING
20. mál
í viðræðum biskups íslands annars vegar og fjármála- og dóms- og
kirkjumálaráðuneyta var talið æskilegt í ljósi aukins sjálfstæðis og ábyrgðar er
þjóðkirkjan fékk með lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar, að gerður yrði samningur við embætti biskups Islands um yfrrtöku á
rekstrarkostnaði vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnaði biskupsstofu,
framlagi til kristnisjóðs og sérframlögum til þjóðkirkjunnar. Hafist var handa á
biskupsstofu um gerð launalíkans, er mælir launaútgjöld, og hafa fjármála- og dóms-
og kirkjumálaráðuneyti staðfest það fyrir sitt leyti. Viðræður um önnur atriði hafa
staðið yfir á þessu ári. Lauk viðræðunum síðan með samningi sem undirritaður var
4. september 1998.
Samningurinn fylgir frumvarpi þessu sem fylgiskjal, þannig að ekki er ástæða til að
rekja efiii hans nema að því leyti sem snýr að þeim breytingum sem lúta að greiðslu
embættiskostnaðar presta og prófasta.
Skipting prestsembættanna 138 er nú sem hér greinir: 16 prófastar, 112 sóknarprestar
og prestar (hétu áður aðstoðarprestar), 4 héraðsprestar og 6 sérþjónustuprestar.
I 3. gr. samningsins er kveðið á um að ríkið greiði árlega fjárframlag til að standa
straum af reksturskostnaði prestsembætta og prófasta og annars kostnaðar en launa og
launatengdra gjalda sem tilgreind er í úrskurðum kjaranefndar. Kirkjuþingi er ætlað
að setja reglur um greiðslu rekstrarkostnaðar prestsembætta og prófasta, er taki gildi 1.
janúar 1999. Fyrir sama tíma skal vera búið að gera nauðsynlegar breytingar á
lögunum um embættiskostnað presta, og enirfremur að reglur ráðuneytisins ffá 15.
júní 1989, með síðari breytingum, verði felldar niður um næstu áramót.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Hér er lagt til að brott verði felld núgildandi 1. mgr. 1. gr., en þar segir að
sóknarprestar fái greiddan ferða- og skrifstofukostnað embættis síns með 500 eða 700
kr. hver, og fer upphæðin eftir stærð prestakallsins.
Þá er lagt til að brott verði felld núgildandi 2. mgr., þar sem segir að ráðherra ákveði,
að fengnum tillögum biskups, fyrirffam til 5 ára í senn, embættiskostnað hvers
prestakalls. Upphæðin greiðist prestinum mánaðarlega á sama hátt og embættislaun.
I stað þessara tveggja málsgreina í 1 gr. er lagt til að komi ein málsgrein þar sem segir
að biskupsstofa annist greiðslu embættiskostnaðarins og að kirkjuþing setji reglur um
þessar greiðslur. Hér er því axmars vegar um það að ræða að biskupsstofa fái árlega
tiltekna fjárhæð, sem samningur kveður á um hver skuli vera. í annan stað mun
kirkjuþing framvegis ákveða embættiskostnaðinn, en ekki kirkjumálaráðuneytið í
samráði við biskup íslands og Prestafélag íslands, eins og hingað til hefur gilt.
Um 2. gr.
Þarfnast ekki skýringa.
252