Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 155
1998
30. KIRKJUÞING
6. mál
3. gr.
Biskupi er heimilt að fela sóknarpresti að annast bæði tiltekin verkeíni og þjónustu
utan prestakalls síns í samráði við prófast gegn þóknun og greiðslu kostnaðar.
4. gr.
Sóknarpresti er skylt að taka að sér aukaþjónustu sókna innan prófastsdæmis, ef þörf
krefur, samkvæmt boði biskups gegn launum samkvæmt ákvæðum laga um
starfsmenn ríkisins.
5. gr.
Sóknarprestur skal vera í fyrirsvari um kirkjulegt starf (safnaðarstarf) í sóknum
prestakalls síns og hafa forystu um mótim þess og skipulag.
6. gr.
Sóknarprestur skal í samráði við sóknamefnd taka ákvörðun um hvemig afnotum af
kirkju er háttað, sbr. starfsreglur um afnot af kirkjum og safhaðarheimilum, enda ber
hann ábyrgð á því sem þar fer fram.
7. gr.
Sóknarprestur skal að jafnaði sitja sóknamefndarfundi, starfsmannafundi, héraðsfundi
og fundi er biskup og prófastur boða hann til, nema forföll hamli eða nauðsyn banni.
Sérstakar starfsskyldur presta.
8. gr.
Biskup, í samráði við hlutaðeigandi prest, prófast og sóknamefnd eða sóknamefndir
eða héraðsnefnd ef um héraðsprest er að ræða, gefur út erindisbréf fyrir hvem prest
þjóðkirkjunnar, er lýsir almennum og sérstökum starfsskyldum prestsins. Erindisbréf
skal vera í fullu samræmi við vígslubréf prests og ráðningarsamning, ef því er að
skipta. Við gerð erindisbréfs ber að gæta samræmis við ákvörðun um skiptingu starfa
ef um slíkt er að ræða.
Ef því er að skipta, skal við gerð erindisbréfs, hafa samráð við stofnun eða annan þann
aðila sem prestur kann að vera ráðinn hjá eða starfa fyrir og aðra þá sem kunna að
hafa hagsmuna að gæta eða tengjast starfi prests með þeim hætti að eðlilegt eða
heppilegt sé að samráð sé haft.
9. gr.
Breyta má erindisbréfi prests ef nauðsynlegt þykir, þegar svo stendur á sem hér segir:
a) breyting hefur verið gerð á skipan sókna, prestakalla eða prófastsdæma
b) þegar endurskoðuð er skipting starfa í prestaköllum þar sem fleiri en einn prestur er
c) tekin er upp ný prestsþjónusta héraðsprests eða sérþjónustuprests
d) forsendur erindisbréfs hafa breyst eða em ekki til staðar
e) nýjar forsendur koma til, nýjar aðstæður skapast eða sérstök tilvik ber að höndum
g)presti er falið verkefni á grundvelli 37. gr. starfsreglna þessara.
10. gr.
Prófastur skal ótilkvaddur hafa gætur á því hvort breyta þurfi erindisbréfi prests.
Beiðni um breytingu getur komið frá hlutaðeigandi presti og sóknamefnd eða
sóknamefndum, eða stofnun sem prestur vinnur hjá, ef því er að skipta. Einnig getur
prestur, sem vinnur að einhverju leyti með hlutaðeigandi presti, óskað breytingar.
150