Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 234
1998
30. KIRKJUÞING
18. mál
Drög
að starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. Helgi K. Hjálmsson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir eftirfarandi drög að starfsreglum um meðferð
kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Greinargerð.
Nefnd sem kirkjuráð skipaði í desembermánuði 1997, samdi eftirfarandi greinargerð.
Nefndina skipuðu dr. Amfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur, Kolbrún Linda
Isleifsdóttir lögfræðingur, Benedikt Jóhannsson sálfræðingur. Drög að starfsreglum
eru samin að tilhlutan kirkjuráðs.
Kristinn mannskilningur byggir á þeirri fullvissu að maðurinn, konan og karlinn, beri
mynd Guðs. Þessi fullvissa á rætur að rekja til sköpunarfrásögu Biblíunnar þar sem
sagt er frá því þegar “Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir
Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu" (1M 1:27). Kjami kristins mannskilnings
er því sá að allir séu jafnir ffammi fyrir Guði og hvers konar skipting fólks eftir kyni,
kynþætti og stétt sé andstæð vilja Guðs (G1 3:28). Kristur áréttaði jafna stöðu og
mikilvægi alha bama Guðs í boðskap sínum og starfi.
Guðspjöllin segja frá því hvemig Kristur tók afstöðu gegn öllu ranglæti í samfélaginu
og var ætíð málsvari þeirra sem brotið hafði verið gegn.
Viðhorf kirkjunnar til kynferðisbrota verður að grundvallast á þessum höfuðatriðum
kristins mannskilnings og fyrirmynd Krists.
Þar sem kynferðisbrot felur í sér bæði lítilsvirðingu á mennsku þolanda og misnotkun
valds, ber kárkjunni að taka mjög alvarlega ásakanir á hendur starfsmönnum sínum og
bregðast við þeim á ábyrgan hátt. Forsenda ábyrgrar afstöðu kirkjunnar er
viðurkenning hennar á því að kynferðisbrot geti átt sér stað innan veggja hennar. Allir
geta gerst sekir um slík brot, bæði vígðir og óvígðir þjónar kirkjunnar. Allar ásakanir
og öll brot skal taka alvarlega, en eðli málsins samkvæmt ber að taka brot vígðra
þjóna kirkjunnar sérstaklega alvarlega.
Abyrg meðferð khkjunnar á kynferðisbrotamálum sendir skýr skilaboð um umhyggju
hennar fyrir einstaklingnum, sem og trúfesti við fagnaðarerindið.
I þessu sambandi er mikilvægt að kirkjan hugi vel að inntaki og notkun hugtaka sem
gegnt hafa lykilhlutverki í kristnum boðskap. Hér er um að ræða hugtök eins og synd,
fyrirgefhingu, réttlæti, náð, vald og endurlausn. Varfærin og vel ígrunduð notkun
þeirra getur skipt sköpum í
umfjöllun og meðhöndlun mála. Við endurskoðun þessara hugtaka, sem og alla
meðferð kynferðisbrotamála, er nauðsynlegt að taka mið af tvöfalda
kærleiksboðorðinu er kveður á um þjónustuna við Guð og þjónustu við náungann. I
baráttu kirkjunnar fyrir framgangi réttlætisins og umhyggju hennar fyrir þeim sem líða
229