Gerðir kirkjuþings - 1998, Blaðsíða 275
4. gr.
Ur ríkissjóði skal árlega greitt framlag að ijárhæð 52,7 m.kr. til greiðslu launa starfsmanna
biskupsstofu. Biskupsembættið ákveður J§ölda starfsmanna hverju sinni og ráðningarkjör þeirra.
Fjölgi eða fækki störfum á biskupsstofu samkvæmt 3. tl. 3. gr. kirkjujarðasamkomulagsins
skal framlag samkvæmt 1. mgr. breytast um 2,9 m. kr. fyrir hvert starf.
Samningsfjárhæðir samkvæmt grein þessari skulu hækka í samræmi við meðalhækkun
launa ríkisstarfsmanna samkvæmt mati Hagstofu Islands. Verði breyting, á þeim sem ekki er í
samræmi við forsendur íjárlaga skal framlagið leiðrétt.
5-gr-
Árlega skal greitt úr ríkissjóði framlag að íjárhæð 30 m.kr. til annars kostnaðar biskups-
stofu, vígslubiskupa og biskups Islands, en að framan greinir. Fjárhæðin tekur til alls rekstrar-
kostnaðar annars en laima og launatengdra gjalda samkvæmt 2. og 4. gr., m.a. endumýjunar á
tækjum og búnaði, húsnæðiskostnaðar, ferðakostnaðar, risnu og kostnaðar vegna biskupskosn-
inga.
Fjölgi eða fækki störfum á biskupsstofú samkvæmt 3. tl. 3. gr. kirkjujarðasamkomulagsins
skal framlag vegna reksturs breytast um 1,4 m.kr. fyrir hvert starf.
Samningsfjárhæðir samkvæmt grein þessari skulu verðbættar í íjárlögum ár hvert í sam-
ræmi við forsendur íjárlaga um hækkun annarra rekstrargjalda en launa.
6. gr.
Árlegt framlag í fjárlögum til kristnisjóðs skal svara til 15 fastra árslauna presta í famenn-
ustu prestaköllum samkvæmt úrskurði kjaranefndar. Auk þess skal árlega greiða úr ríkissjóði til
ársloka 2005 sem nemur einum árslaunum samkvæmt 1. mgr.
7- gr-
Ríkissjóður greiðir samkvæmt fjárlögum ár hvert sérffamlög til þjóðkirkjunnar, sem samið
er um sérstaklega, lög kveða á um eða Alþingi ákveður. Með sérframlögum er átt \dð styrki sem
ekki falla innan 2.-6. gr. samnings þessa.
8‘ gr’
Þjóðkirkjan ber fulla ábyrgð á fjármálum sínum og hagar rekstri eins og þykir best hveiju
sinni. í því felst m.a. að þjóðkirkjan fjármagnar án aðstoðar úr ríkissjóði útgjöld sem reynast um-
fram greiðsluskyldu ríkissjóðs. Framlag úr ríkissjóði er óháð öðrum tekjum sem þjóðkirkjan kann
að afla, hlutdeild Tryggingastofnunar ríkisins vegna presta er þjóna erlendis, þjónustugjöldum
sjóða til biskupsstofu o.fl.
Ef kirkjan fjölgar eða fækkar prestum umffam það sem tilgreint er í 1. tl. 3. gr. kirkjujarða-
samkomulagsins hefur það ekki áhrif á greiðsluskyldu ríkissjóðs samkvæmt samningi þessum.
Eins getur kirkjan fjölgað eða fækkað öðru starfsliði, breytt launakostnaði og öðrum rekstrar-
kostnaði án þess að það hafi áhrif á framlag úr ríkissjóði.
9- gr-
Hækka skal framlag í ijáraukalögum 1998 til fjárlagaliðar þjóðkirkju Islands alls um 70,3
m. kr. Af þeirri ijárhæð eru 27,3 m. kr. vegna uppsafnaðs halla fýrri ára. Hækka skal ffamlag til
kristnisjóðs í fjáraukalögum 1998 um 5,2 m.kr.
Heildarffamlag til ijárlagaliðar þjóðkirkju íslands árið 1999 skal vera 655,2 m. kr. Á árinu
2000 lækkar framlag um 8,1 m.kr. Framlag til ijárlagaliðar kristnisjóðs árið 1999 skal vera 36,4
m.kr. í ljárlögum ársins 2006 lækkar framlag um sem nemur ernum árslaunum prests, sbr. 6. gr.
Framlag samkvæmt 1. mgr. er á verðlagi ijárlaga 1998. Aðrar ijárhæðir samnings þessa eru
á verðlagi ffumvarps til ijárlaga fyrir árið 1999.
2