Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 244
1998
30. KIRKJUÞING
19. mál
6. gr.
Þegar fram hefur komið beiðni um úrlausn máls sem úrskurðamefnd ákveður að taka
til meðferðar, sbr. 5. gr., skal formaður hennar eða varamaður hans, ef hann fer með
málið, tilkynna hlutaðeigandi aðila eða aðilum þegar í stað um beiðnina. Ef um
einstakling er að ræða skal upplýsa hann um stöðu nefndarinnar og hlutverk.
Varði mál siðferðis- eða agabrot starfsmanna þjóðkirkjunnar eða embættisfærslu
prests skal nefndin í upphafi meta hvort rétt sé að leggja til að hlutaðeigandi verði
vikið úr starfi meðan um málið er fjallað hjá nefndinni.
Jafnframt skal nefndin kanna á þessu stigi hvort grundvöllur er til sátta. Telji nefndin
sættir koma til greina eða að nauðsynlegt sé að reyna sættir, kveður hún málsaðila,
saman eða hvom í sínu lagi, á sinn fund. Færa skal í gerðabók, sbr. 26. gr., það sem
aðilar eða umboðsmenn þeirra hafa um málið að segja við það tækifæri.
7. gr.
Formaður stjómar fundi úrskurðamefndar. Að ósk aðila getur nefndin heimilað öðmm
en aðilum að sitja fund.
Nefndin getur, að undangenginni áminningu, vikið þeim af fundi sem raskar
fundarfriði og góðri reglu á fundinum.
8. gr.
Aðilar skulu að jafnaði bera ffam kröfur sínar og rökstuðning fyrir þeim skriflega og
með skýrum hætti.
9. gr.
Takist ekki að sætta mál og úrskurðamefnd telur gögn þau sem henni bámst með
beiðni um úrlausn máls ekki fullnægjandi skal hún gefa málshefjanda kost á að senda
frekari gögn og greinargerð um málið. Málshefjanda skal veittur frestur til að skila
þessum gögnum og greinargerð, og skal sá frestur að jafnaði ekki vera lengri en tvær
vikur. Veita má þó lengri frest, þegar sérstaklega stendur á. Gefa skal gagnaðila kost á
að skila gögnum að liðnum sama fresti.
Sinni málshefjandi ekki tilmælum nefndarinnar samkvæmt 1. málsgr. innan tilgreinds
fJests skulu þau ítrekuð með nýjum fJesti sem skal að jafhaði ekki vera lengri en ein
vika. Ef málshefjandi sinnir enn ekki tilmælum nefndarinnar er henni heimilt að synja
um úrlausn máls.
Synjun um úrlausn máls, sbr. 2. málsgr. skal vera skrifleg og afJit sent gagnaðila.
Synjunin er kæranleg til áfrýjunamefndar.
10. gr.
I lok fJest samkvæmt 9. gr. skal haldinn fundur í nefndinni með málshefjanda og
gagnaðila þar sem málshefjandi leggur fram gögn og greinargerð sína ef við á og
gagnaðili þau gögn, sem hann kýs þá að leggja fram.
Gagnaðila skal veittur frestur til þess að tjá sig skriflega um gögn þau sem
málshefjandi hefur lagt fram og greinargerð hans. Frestur gagnaðila skal að jafnaði
ekki vera lengri en tvær vikur, en veita má þó lengri fJest, þegar sérstaklega stendur á.
Sinni gagnaðili ekki tilmælum nefndarinnar samkvæmt 2. málsgr. innan tilgreinds
frests skulu þau ítrekuð með nýjum fresti sem skal að jafnaði ekki vera lengri en ein
vika. Ef gagnaðili sinnir enn ekki tilmælum nefndarinnar byggir hún úrlausn máls á
framlögðum gögnum og öðrum þeim upplýsingum er hún aflar sjálf um málið.
239