Gerðir kirkjuþings - 1998, Blaðsíða 18
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
Stefnuræða biskups.
Flutt af Karli Sigurbjömssyni.
Kirkjumálaráðherra, biskupar, kirkjuþingsfulltrúar, góðir gestir.
Verið velkomin til kirkjuþings 1998.
Kirkjuþing kemur nú saman í þrítugasta sinn og minnist fjörutíu ára afmælis. Það
kom fyrst saman að Fríkirkjuvegi 11, 18. október 1958. Það var haldið annað hvert ár
til ársins 1982 er það varð að árlegum vettvangi.
Þau tímamót em nú orðin að kirkjuþing er að lögum æðsta vald í málefnum
kirkjunnar innan lögmæltra marka. Það er myndug stofnun, sjálfráða kirkju. Því er
ætlað að setja þjóðkirkjunni starfsreglur á grundvelli laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar og hafa ákvörðunarvald um fjölmörg mál sem áður heyrðu
undir alþingi íslendinga. Leikmenn skipa meirihluta á kirkjuþingi og forseti þingsins
er kjörinn úr hópi leikmanna.
Þetta em söguleg tímamót, sem við fognum.
Þjóðkirkjan starfar nú í nýju Iagaumhverfi. Og fjárhagslegt sjálfstæði hennar hefur
verið viðurkennt með nýgerðum samningi við ríkisvaldið. Sá samningur verður
lagður fyrir kirkjuþing til staðfestingar. Ég vænti þess að kirkjuþing fagni þeirri
samningsgjörð og staðfesti fyrir sitt leyti. Hún er niðurstaða langs samningaþófs og
deilna um kirkjueignir og fjármálasamskipti og réttarstöðu þjóðkirkjunnar. Ég þakka
þeim sem lögðu hönd að verki við gerð þessa samnings. Sérstaklega vil ég þakka
framgöngu ráðherra kirkjumála, Þorsteins Pálssonar og Geirs Haarde
íjármálaráðherra og ötula vinnu starfsfólks Biskupsstofu og viðkomandi ráðuneyta,
sem og kirkjueignanefndar. Þjóðkirkjan ber nú ábyrgð á eigin málum, meiri en um
langan aldur á Islandi. Mikill vandi fylgir vissulega þeirri vegsemd. Við skulum ekki
bregðast því trausti sem okkur er falið.
Um stöðu kirkjueignamála almennt vísa ég í skýrslu kirkjueignanefndar. Nú er eftir
að ræða eignarréttarstöðu prestssetranna. Hef ég afráðið að skipa nýja viðræðunefnd
við ríkisvaldið um þau mál og vænti góðra lykta.
A prestastefnu sl. sumar var rætt um nýsett lög um stöðu, stjóm og starfshætti
kirkjunnar og leitast við að skilgreina þau annars vegar ffá forsendum lögfræði og
hins vegar guðfræðinnar. Þá kom fram í ágætu framsöguerindi dr. Sigurðar Ama
Þórðarsonar að lögin vantaði markmiðsgreinar og stefnumörkun. Það er rétt,
kirkjulögin marka hinn ytri ramma um starfsemi sem kirkjan sjálf mótar og markar
stefnuna.
Við leitum í kirkjulögunum án árangurs svara við spumingunum: Hver er sú
starfsemi, fýrir hvað stendur, hver er þessi kirkja, íslenska þjóðkirkjan? Sumir hafa
reyndar á orði að hún sé vart nema rammi, þessi kirkja, fýrirferðarmikill rammi, en
myndin sé óljós og dauf. Er það svo?
A ferð minni í Eþíópíu og Kenýu s.l. vor kynntist ég dóttursöfnuðum íslensku
kirkjunnar, ávexti íslenska kristniboðsins. Þar sá ég kirkju í rífandi vexti. Fólkið
13