Gerðir kirkjuþings - 1998, Qupperneq 261
1998
30. KIRKJUÞING
21. mál
6. Að skera úr ef ágreiningur er um túlkun eða framkvæmd jafnréttisáætlunar,
eða vísa slíkum ágreinings málum til úrskurðamefndar eða Jafhréttisráðs.
7. Ef einstaklingur eða hópur telur sér mismunað með tilliti til jafhréttis skal
jafnréttisnefhd veita viðkomandi aðstoð og ráðgjöf við að leita réttar síns. Það
á meðal annars við um kærur til Kærunefndar jafhréttismála.
III. Jafnréttisfræðsla og málfar.
Þjóðkirkjunni ber í allri boðun, helgihaldi, fræðslu, útgáfu og þjálfun starfsfólks
kirkjunnar að gæta þess að á hvorugt kynið sé hallað og höfðað sé til beggja kynja svo
sem kostur er. Þess sé gætt að fólki sé hvergi mismunað eftir kynferði í kennslu,
kennsluháttum eða umgengni. Utbúið sé kennsluefhi um jafnrétti til notkunar í
söfnuðum kirkjunnar og haldin séu námskeið og málþing um jafnréttismál og stuðlað
sé að sjálfsstyrkingu starfsmanna kirkjunnar.
Unnið verð að endurskoðun málfars í kirkjulegri boðun og starfi.
Fræðsla um jafnréttismál og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna skal vera
virkur þáttur í starfi jafnréttisnefndar. Við starfsþjálfun djákna, presta og annarra
starfsmanna kirkjunnar verði Jafnréttisáætlun kirkjunnar kynnt. Efnt verði til
námskeiða fyrir starfsfólk kirkjunnar um jafnréttismál.
Jafnréttisnefnd skal veita starfsfólki liðveislu í jafnréttismálum sé eftir því leitað.
Einstaklingum, starfsmönnum og stjómendum kirkjunnar skal standa til boða ráðgjöf í
jafnréttismálum. Þetta á bæði við um störf þeirra og starfsaðstæður, svo sem kjör og
samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni og önnur þau mál er snúa að jafnrétti og
samskiptum kynjanna á vinnustað.
IV. Jöfn laun og aðstaða starfsfólks kirkjunnar og jöfn aðild kynjanna að
sóknarnefndum, héraðsnefndum, kirkjuþingi og að yfirstjórn hennar, nefndum
og ráðum.
Þjóðkirkjan er kirkja allra og vill að reynsla beggja kynja njóti sín við ákvarðanir og
stefnumörkun. I því skyni vill þjóðkirkjan vinna að því að konur komist til aukinna
áhrifa í yfirstjóm kirkjunnar sem annars staðar á vettvangi hennar, í söfnuðum,
sóknamefndum og héraðsnefndum og stofnunum kirkjunnar.
Þjóðkirkjan vill tryggja jafna möguleika og vinna gegn allri mismunun í menntun,
launum og starfsaðstöðu karla og kvenna sem vinna á vettvangi hennar, Við skipan í
nefndir og ráð á vegum kirkjunnar skal leitast við að hlutfoll kynja séu sem jöfnust.
I samræmi við það vill kirkjan vinna að framgangi eftirtalinna verkefna:
1. Starfsfólk kirkjunnar njóti sömu tækifæra, réttinda, starfskjara og aðstöðu
innan starfsgreina óháð kynferði.
2. I nefndum og ráðum sem afstöðu taka til ráðningar starfsfólks kirkjunnar
skal þess gætt að fulltrúar hvors kyns fyrir sig séu eigi færri en einn af þremur
eða tveir af hverjum fimm.
3. Gæta skal jafnréttis þegar ráðið er í störf innan kirkjunnar. Það kynið sem
er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðm jöfnu ganga fyrir við
ráðningar í störf þegar umsækjendur em taldir jafnhæfir.
4. Við ákvarðanir um starfsaðstæður hvers konar, námsleyfi, þátttöku í
námskeiðum og ráðstefnum, og hvað eina sem varðar ívilnun, hlunnindi eða
réttindi, skal hvorugu kyninu mismunað.
256