Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 25
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
byggðahverfum. Kirkjan hefur ætíð staðið með fólkinu þar sem byggð á í vök að
veijast en verið sein til að mæta fólki í nýjum byggðahverfum. Skyldi það seinlæti
hafa átt sinn þátt í rótleysi borgarbúans?
Héraðskirkjur og prestamiðstöðvar.
Kirkjan þarf á því að halda að hafa íjölbreytni í samsetningu prestakallanna. Fámenn
prestaköll eiga líka rétt á sér. En til að styrkja þjónustuna fmnst mér að miða ætti að
því að í hverju prófastdæmi sé ein héraðskirkja sem byði upp á þá aðstöðu sem
nútíminn krefst hvað varðar móttöku fólks og þarfir safnaðanna til reglubundins
helgihalds, kærleiksþjónustu og fræðslu. Þar ætti að vera starfsaðstaða prófastsins og
reglubundnu helgihaldi og viðveruskyldu væri skipt á milli allra presta héraðsins.
Slík kirkjumiðstöð væri rekin í samvinnu allra sókna prófastsdæmisins.
Víða hagar svo til að fámenn prestaköll eru í næsta nágrenni við prestaköll þar sem
þjónustubyrði er þung, sjúkrahús, vistheimili. Þar ætti að fela ákveðnar
þjónustuskyldur í fjölmenninu, helgihald, þjónustu við stofnanir og afleysingar,
nágranna prestinum. Einnig kemur til greina að í
starfsskyldum eins af prestaköllum prófastsdæmis fælust verkefni í þágu
prófastsdæmisins alls, viðkomandi sóknarprestur væri þannig jafnframt
héraðsprestur. Ég vildi gjama að sá möguleiki væri íhugaður. Þetta eru allt
umhugsunarefhi þegar litið er til stöðu kirkjunnar í sviptingum samtímans. Mál, sem
við skulum skoða og ígrunda út frá markmiðum þjónustunnar, boðunar
fagnaðarerindisins, helgihaldsins, kærleiksþjónustunnar í biðjandi, boðandi og
þjónandi kirkju.
Til þess að þetta verði að veruleika þarf að meta hvert prestsembætti á ný og þær
þjónustuskyldur sem á því hvíla.
Jafnréttisáætlun kirkjunnar.
Verður lögð fyrir Kirkjuþing til úrvinnslu og samþykktar. Drög að jafnréttisáætlun
var kynnt á kirkjuþingi í fyrra og hefur verið til umræðu síðan í kirkjunni. S.l. sumar
var öllum prestum og sóknamefndum send hún til umsagnar, aðeins örfáir svömðu.
A sama tíma var kosið til kirkjuþings.
Aðeins ein kona náði kjöri, samt em konur helmingur kjörmanna. Kirkjuþing hlýtur
að leggja sig fram um að sýna og sanna að það er þess umkomið að gæta hagsmuna
allrar kirkjunnar, kvenna jafnt sem karla, dreifbýlis og þéttbýlis, presta og leikmanna,
með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Ég legg áherslu á að Jafnréttisáætlun hljóti brautargengi og marki stefnuna fýrir
þjóðkirkjuna að hún vinni gegn misrétti og efli þátt kvenna í lífi og stjómun
kirkjunnar.
Kristnihátíð - aldamót.
Aldamót nálgast óðfluga og ljóst að margvísleg verkefni bíða kirkjustjómarinnar í
tilefni þeirra stóratburða sem þá verða. Þar em samkirkjuleg samskipti innlend sem
erlend, athafnir og atburðir á vettvangi kirkjunnar sem krefjast samþættingar ýmissa
aðila kirkju og þjóðlífs og svo ekki síst kynning og eftirfýlgd. Við þurfum að huga að
tengslum og við kirkjulegar alþjóðastofnanir, væntum þess að fulltrúar erlendra
kirkna og stofnana sæki ísland heim á kristnitökuhátíð.
20