Gerðir kirkjuþings - 1998, Qupperneq 20
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
kærleika til Guðs og náungans og send til að gera allar þjóðir að lærisveinum. Hún er
evangelísk - lúthersk, byggir boðun sína á játningarritum hinnar evangelisk-lúthersku
siðbótar og vill vera þeim arfi trú. Hvað er mikilvægast í þeim arfi? Það er áherslan á
náðina. Með öðrum orðum, réttlæting af trú. Og áherslan á almannaþátttöku,
söfnuðinn, með öðrum orðum, almennan prestsdóm.
Hin evangelisk- lútherska kirkja er þjóðkirkja, kirkja í þágu þjóðarinnar. Þéttriðið net
sókna um land allt tryggir að boðun hennar og þjónusta nái til landsmanna allra, óháð
búsetu, aldri, efhahag, skoðunum. Sóknarkirkjumar hafa í þúsund ár vitnað um Krist
og markað eyktir mannlífsins og signt krossgötur ævinnar. Þjóðkirkjan á að standa
vörð um það, um leið og hún vill mæta trúarþörf samtíma síns með næringu hins
heilnæma orðs fagnaðarerindisins. Hún vill greiða veg kærleika í verki, stuðla að
uppeldi í trú og bæn, veita leiðsögn kristninnar trúar og siðar á daglegri for, huggun í
sorg og mótlæti, og látnum legstað sem tjáir virðingu fyrir einstaklingnum og sögu
hans.
Sóknin.
Kirkjulögin segja að grunneining kirkjunnar sé sóknin. Hvað er sókn? Það er
sjálfstætt félag undir lýðræðislegri stjóm safhaðarfundar og sóknamefhdar. Sóknin er
grunneining kirkjunnar vegna þess að þar býr fólk, söfhuður, þar sem fagnaðarerindið
er boðað og sakramentin um hönd höfð og fólk leitast við að lifa samkvæmt boði
Krists að elska Guð og náunganm Sókn og prófastsdæmi er sá starfsvettvangur þar
sem fagnaðarerindið er boðað í orði og verki, að kirkjan er send til að þjóna fólkinu,
þjóðinni, öllum mönnum um landið allt og enginn er undanskilinn. Þetta er
sameiginleg ábyrgð allra skírðra sem kirkjunni tilheyra.
í hverri sókn er sóknarprestur sem skal leiða, samhæfa og hafa tilsjón með þjónustu
kirkjunnar í sókninni og ber sérstaka ábyrgð á helgihaldi safhaðarins, fræðslu og
kærleiksþjónustu. Presturinn er kallaður af Guði til að þjóna söfnuðinum og jafnframt
kallaður af söfnuðinum til að þjóna
Guði. Sóknamefhd ber að styðja prestinn í þjónustunni, efla safnaðarlífið og sjá til
þess að frumskyldum sóknarinnar sé sinnt og kalla konur og karla, unga og aldna til
þátttöku og ábyrgðar á starfi kirkjunnar.
Kirkjuþing, biskup íslands og kirkjuráð og önnur stjómvöld þjóðkirkjunnar sjái það
sem meginhlutverk sitt að styðja, uppörva og efla söfnuði og presta kirkjunnar í
boðun, fræðslu og kærleiksþjónustu.
Um 150 prestar em að störfum í þjóðkirkjunni, stór fjöldi annars starfsfólks, djáknar,
meðhjálparar, organistar, starfsfólk í kærleiksþjónustu, bamastarfi, æskulýðsstarfi. Sá
fjöldi sem starfar í kirkjukórunum, bamakórum og öðm tónlistalífi í kirkjunni er
gríðarstór. Og á þrettánda hundrað manns starfar í sóknamefndum um land allt. Það
er mikil auðlind kirkjunni, fólk sem vinnur af heilindum og kærleika að því að hlúa
að lífi og þjónustu kirkjunnar. Guð blessi það allt og styrki það til hins góða verksins,
launi og blessi alla þjónustu þess í kirkju sinni.
Sókn og söfnuður.
Sókn og söfhuður þurfa ekki að fara saman. Sókn er landfræðilegt hugtak. Söfnuður
er það fólk sem kemur saman til að rækja og rækta trúna, safnast um náðarmeðöl
Drottins, Guðs orð, bæn og sakramenti. Söfnuður getur verið fólk á sama vinnustað,
15