Gerðir kirkjuþings - 1998, Blaðsíða 241
1998
30. KIRKJUÞING
18. mál
Endanleg gerð.
Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar.
1. gr.
Með hugtakinu kynferðisbrot í reglum þessum er átt við kynferðislegt ofbeldi annars
vegar og kynferðislega áreitni hins vegar.
Kynferðislegt ofbeldi er misnotkun á annarri manneskju þar sem gerandinn beitir eða
hótar að beita ofbeldi eða þvingar þolanda á annan hátt kynferðislega. Þessi
misnotkun getur verið allt frá káfi, þukli og klúru orðbragði upp í fullframið
nauðgxmarbrot í skilningi refsilaga.
Kynferðisleg áreitni er óvelkomin kynferðisleg hegðun sem skapar auðmýkjandi eða
fjandsamlegar aðstæður til vinnu, náms eða félagslegrar samvinnu hvort sem áreitnin
er líkamleg, orðbundin eða myndræn. Kynferðisleg áreitni felur í sér samskipti sem
einkennast af misnotkun á valdi, styrkleika eða stöðu þar sem kynferði þolandans er í
brennidepli. Það sem greinir slíka framkomu frá daðri, vinahótum og vinsamlegri
stríðni er að hún er í óþökk þess sem fyrir henni verður, hún er ekki gagnkvæm og
ekki á jafhréttisgrundvelli.
2. gr.
Kirkjuráð útnefhir fagráð á sviði kynferðisbrotamála. Fagráð er skipað þremur
mönnum og þremur til vara er hafa sérþekkingu á kynferðisbrotum. Formaður skal
vera lögfræðingur, einn ráðsmaður skal vera læknir eða sálfræðingur eða hafa
sambærilega menntun og einn ráðsmanna skal vera guðfræðingur. Varamenn hvers
ráðsmanns skulu uppfylla sömu skilyrði.
3. gr.
Hlutverk fagráðs er eftirfarandi:
—að tilnefna talsmenn, sbr. 4. gr. og veita þeim faglegan stuðning
—að fjalla um einstök mál sem vísað er til þess af úrskurðamefnd eða áffýjunamefnd
og veita henni ráðgjöf um meðferð þeirra
—að meta árangur starfsreglna og koma með tillögur til úrbóta ef með þarf
—að hafa umsjón með fræðslu um kynferðisbrot innan kirkjunnar í samvinnu við
fræðsludeild kirkjunnar, sbr. 9. gr.
—að sinna forvömum á sviði kynferðisbrota, sbr. 9. gr.
4. gr.
Kirkjuráð útnefnir til íjögurra ára í senn, á grundvelli tillagna fagráðs, sbr. 3. gr.,
talsmann/talsmenn þeirra sem telja sig þolendur kynferðisbrota innan kirkjunnar
Kirkjuráð ákveður fjölda talsmanna og þjónustusvæði hvers þeirra.
Hlutverk talsmanns er að vera þeim sem telur sig þolanda kynferðisbrots til ráðgjafar
og stuðnings.
5. gr.
Talsmaður, að jafnaði kona, skal uppfýlla eftirtalin skilyrði:
—hann skal hafa reynslu af því að vinna með þolendum kynferðisbrota
—hann skal hafa háskólamenntun sem getur nýst við verkefnið, s.s. djáknanám,
félagsráðgjöf, guðfræði, hjúkmnarfræði, læknisfræði, lögfræði eða sálfræði
236