Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 24
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
prestakalla í hendur kirkjuþings og er það rökstutt út frá ábyrgð biskupanna á
þjónustu kirkjunnar og yfirsýn þeirra.
Þá er það verkefni vígslubiskupa sem ekki er síst mikilvægt og það er sú ábyrgð er
þeir bera á helgihaldi dómkirkna sinna og uppbyggingu stólanna fomu. Skálholt og
Hólar þurfa að verða andlegar aflstöðvar kirkjunni, sem með helgihaldi sínu,
fræðslustarfsemi og andrúmslofti helgrar iðkunar, laði fólk að til uppbyggingar í trú.
Vegna þeirrar ábyrgðar sem biskupsembættið ber sérstaklega á kenningu og boðun
kirkjunnar tel ég að Kenningarnefnd, sem gert er ráð fyrir í kirkjulögunum, 14.
grein, og er ráðgjafamefhd um kenningarleg málefhi, skipi biskup Islands og
vígslubiskupar, prófessor í trúfræði við Háskóla íslands og einn guðfræðingur sem
kenningamefnd kallar til hveiju sinni.
Ég vildi líka sjá að hugmynd starfsháttamefhdarinnar frá 1977 um Kirkjustefnu
verði að veruleika. Ég sé það fyrir mér sem samstarfsvettvang presta og leikmanna í
hvom vígslubiskupsumdæma fyrir sig til að ráðgast um sameiginleg mál.
Kirkjustefha væri til dæmis skipuð héraðsnefhdum viðkomandi prófastsdæma auk
varamönnum leikmanna, og væri undir forystu vígslubiskupa. Undan Skálholtsstifti
mætti að þessu leyti undanskilja Rvíkur og Kjalamessprófastdæmi og mynda þar
kirkjustefhu undir forystu prófastanna til skiptis í umboði vígslubiskups.
Sókna og prestakallaskipanin.
Samkvæmt nýgerðu samkomulagi um kirkjueignir hefur þjóðkirkjan 138 stöðugildi
presta til umráða. Þessi embætti skiptast svo: 34 prestaköll em með færri en 500 íbúa.
18 af þeim með um eða undir 300 íbúa. Sex prestaköll hafa færri en 200 íbúa. 23
prestaköll em með fleiri en 5000 íbúa og þjóna þeim 35 prestar. í einu prófastdæmi
em 6400 manns sem 8 prestar þjóna. í öðm búa tíu sinnum fleiri, 64000 sóknarböm,
og þeim þjóna 14 prestar. Samanburðurinn er ekki alls kostar sanngjam því mann -
fjöldi eða -fæð segir ekki alla sögu varðandi þjónustubyrði. Ýmsir aðrir þættir koma
þar inn í. Fámenn prestaköll em samansett af mörgum sóknum og víða em
vegalengdir miklar og samgöngur erfiðar, allt hefur þetta í för með sér margvíslegt
óhagræði, og í fámenninu er presturinn einyrki án þess stoðkerfis og samstarfsfólks
sem fjölmennari og öflugri sóknir bjóða upp á. Ekki má heldur vanmeta það að oft
liggja söguleg og menningarleg verðmæti til grundvallar því að prestsetrum er haldið
í fámennum byggðum.
Þessa þætti verður kirkjan að vega og meta þegar hún horfist í augu við hvemig hún
beitir kröftum sínum og mannauði í þjónustu orðs og sakramenta. Það má víða
lagfæra og hagræða. Við komumst ekki hjá því að taka á þessu misvægi í mannahaldi
og horfast í augu við stórfellda fólksflutninga í landinu og vöxt þéttbýlis.
Starfsaðstaða prestanna og kjör em víða bágborin og verður að ráða bót þar á, jafna
kjör og bæta aðstöðu presta og fjölskyldna þeirra. Sums staðar em prestaköll of
fámenn til að unnt sé að halda uppi reglubundnu helgihaldi og annarri fmmþjónustu í
sóknunum. Annars staðar em prestar
ofhlaðnir verkefnum í allt of stórum prestaköllum. Kirkjan þarfnast þar fleiri presta
og annarra starfsmanna, djákna og kennara. Nauðsynlegt er að marka stefnu og skipa
forgangsröð í hveiju prófastsdæmi varðandi þjónustuþörf og kröfur, og
starfsaðstæður og nauðsyn starfsfólks.
Sameining sókna er brýnt verkefni til að efla þjónustu kirkjunnar, og nauðsynlegt er
að ljúka brauðamati og styrkja prestsþjónustu jafnt í fámenninu sem og í ört vaxandi
19