Gerðir kirkjuþings - 1998, Blaðsíða 31
1998
30. KIRKJUÞING
2. mál
16. Um málsmeðferð fyrir úrskurðamefiid og áfrýjunamefhd.
Annað verkefni sem tók upp mikinn tíma kirkjuráðs varðaði íjármál biskupsstofu og
sjóða kirkjunnar og sá mikli rekstrarvandi sem við var að etja. Kirkjuráð samþykkti að
verða við þeirri ósk biskups að úttekt yrði gerð á fjármálum og stjómun biskupsstofu.
Nefnd á vegum ráðuneyta ijármála og kirkjumála og biskupsstofu vann slíka úttekt.
sem skilað var í maí 1997. En það þótti nauðsynlegt að fá hlutlausan aðila til að leggja
mat á starfsemina og gera tillögur um úrbætur. Var leitað til Guðmundar Hjaltasonar,
löggilts endurskoðanda, um verkið og skilaði hann skýrslu síðsumars. Má segja að fátt
nýtt hafi komið út úr þessari úttekt. Úttektin leiddi í ljós að rekstur biskupsstofu er
góður, hagsýni og ráðdeild í öllum rekstri, rekstrarkostnaði haldið í algjöm lágmarki
enda fjárhagslegur grundvöllur tæpur. Taldi hann eins og aðrir sem hafa fjallað um
þessi mál að einkum mætti hagræða í rekstrinum með sameiningu stóm sjóðanna,
kristnisjóðs, jöfnunarsjóðs sókna og kirkjumálasjóðs.
Hvað varðar ábendingar um sameiningu stóm sjóðanna vill kirkjuráð taka fram:
Jafnvel þótt bókhaldslegt hagræði og betri yfirsýn geti verið í því fólgin þá ættum við
að fara okkur hægt með að leita til Alþingis um lagabreytingar í þeim efnum. Við
skulum geyma slíkar meiriháttar kerfisbreytingar uns við höfum lært að fóta okkur í
hinu nýja fjármála- og lagaumhverfi.
Rekstrarvandinn snerti ekki aðeins rekstur biskupsstofu heldur og rekstur
prestsembættanna, þar sem fjárlagagrunnurinn var stórlega vanmetinn. Þessi mál vom
farsællega til lykta leidd með samningi þeim sem undirritaður var 4. september af
biskupi, kirkjumálaráðherra og fjámrálaráðherra um rekstrarkostnað vegna
prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, ffamlag til kristnisjóðs og
sérffamlög til þjóðkirkjunnar. Samningurinn er háður samþykki alþingis og
kirkjuþings. Hann er mikilvæg viðurkenning á sjálfstæði þjóðkirkjunnar og styrkir
stöðu hennar umtalsvert, svo hún geti enn betur sinnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu
þjóðarinnar. Samningurinn verður lagður fyrir kirkjuþing með ályktun. Væntir
kirkjuráð þess að kirkjuþing veiti samþykki sitt.
Fjölmörg erindi berast á borð kirkjuráðs, umsóknir um fjárstuðning úr sjóðum
kirkjunnar til ótal mikilvægra málefna. Oftast er svigrúm lítið en kirkjuráð leitaðist þó
við að veita góðum málum brautargengi.
Kirkjuráð er sjóðsstjóm kristnisjóðs, jöfnunarsjóðs sókna og kirkjumálasjóðs. Þetta
em aðgreindir sjóðir með mismunandi verksvið.
Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri biskupsstofu, hefur setið fundi ráðsins og
haldið vel og dyggilega utan um alla hluti, svo sem sjá má á ffamlögðum reikningum.
Hefur það verið kirkjuráði ómetanlegur styrkur.
Hvað varðar úthlutun úr sjóðum kirkjunnar hefur kirkjuráð ályktað að stefnt skuli að
því að úthlutun verði í framhaldi af kirkjuþingi hvers árs. Það er mat kirkjuráðs að það
væri mikið hagræði fólgið í því fyrir sóknir og stofnanir kirkjunnar að vita fyrir
áramót hvers vænta megi á komanda ári.
Til þess að þetta geti orðið þarf að breyta ákvæðum um skilaffest umsókna í reglugerð
um Jöfnunarsjóð sókna. Verður mál þar að lútandi lagt fyrir kirkjuþing.
Einnig þarf að marka leiðir til þess að unnt sé að gera langtímasamninga milli
jöfnunarsjóðs sókna og sókna sem eru í stórframkvæmdum Of oft hefur
jöfnunarsjóður verið í bj örgunaraðgerðum þar sem sóknir hafa verið í
26