Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 16
1998
30. KIRKJUÞING
og þá oftast til þess að hnjóða í kirkjuna, að hún byggi á gömlum hefðum. Sumir segja
jafnvel að hún sé lítið annað en gamlar hefðir.
Ég geri ekki lítið úr gömlum hefðum. En öllu vitum við að hefðimar einar og sér duga
skammt. Lifandi kirkjuhefð felst meðal annars í því að geta mætt nýjum tíðaranda. En
umfJam allt þarf lifandi kirkjuhefð að geta mótað tíðarandann í ljósi þeirra trúarlegu,
siðferðilegu og menningarlegu gilda, sem felast í kristnum boðskap.
Þyki mönnum hefðir kirkjunnar leiða til stöðnunar, er hætt á því að hún slitni úr
tengslum við framþróun þess lifandi samfélags, sem hún er hluti af. Við lifum nú
mikla breytingatíma. Flest, sem áður var í föstum skorðum, er nú á hverfandi hveli.
I þessu ölduróti viljum við ekki að samfélagið reki eins og rótlaust þangið. En við
viljum heldur ekki standa utan og ofanvið hið nýja straumfall tímans. Við viljum njóta
ávaxtanna af tækniþróuninni, opnara og frjálsara samfélagi á öllum sviðum, svo ekki
sé talað um nýjar víddir í samfélagi þjóðanna.
En í allri þeirri auðlegð, sem nýr tími, ný tækni og ný hugsun hefur skapað, eru líka
fólgnar aðrar myndir. Við sjáum fjölskyldur í meiri upplausn en áður. Við sjáum
foreldra skeyta minna um þá ábyrgð, sem því fylgir að eiga og ala upp böm. Við
sjáum unglingana ánetjast helvíti eiturlyfjanna, svo dæmi séu tekin.
Hér hefur kirkjan hlutverki að gegna. En til þess að það hlutverk verði virkt þarf hún
að vera lifandi stofnun, trú þeim boðskap, sem hún var stofnuð til að flytja, trú þeim
siðferðilegu gildum, sem hann er reistur á og trú þeim hefðum, sem greina kjölfestu
frá rótlausu þangi.
En á sama tíma þarf kirkjan að vera opin fyrir nýjum straumum og reiðubúin til þess
að takast á við verkefni, sem em ólík því sem áður var. Hún þarf að vera nægjanlega
opin til þess að geta leitt andlega hugsun við nýjar og krefjandi aðstæður.
Því er ég að minnast á þetta að það er von mín að sú nýja skipan á málum kirkjunnar,
sem til um fjöllunar er á þessu kirkjuþingi og reist er á nýjum kirkjurétti, geti nú og í
framtíðinni orðið sú skipulagslega umgjörð er auðveldi kirkjunni að takast á við
verkefni nýs tíma og nýrrar aldar.
Með öðrum orðum er það von mín að nýr kirkjuréttur marki ekki þau ein tímamót að
menn geti bent á nýtt form og nýtt skipulag. Hitt er miklu mikilvægara að það
sjálfstæði, sem kirkjan fær um innri málefhi sín opni gáttir nýrrar hugsunar og leysi úr
læðingi nýja krafta til þess að takast á við verkefni nýs tíma. Það er hið raunverulega
markmið breytinganna og vonandi vígist kirkjuþingið þeirri hugsjón.
Þó að ég hafi sjálfur aðeins lært til þess að leysa úr lagaþrætum veit ég að í lífi
hversdagsins er það sálin í regluverkinu, sem gildir. Nú er það í ykkar höndum
kirkjuþingsfulltrúa, leikra sem lærðra, að hafa forystu um að gæða leikreglur nýs
kirkjuréttar þeirri sál í starfi kirkjunnar, sem kallar til sín hér eftir sem hingað til þorra
fólks í landinu.
Rétt eins og nýi kirkjurétturinn er rammalöggjöf, sem skapar kirkjunni olnbogarými,
þurfa nýjar starfsreglur kirkjunnar að fela í sér að gott olnbogarými sé fyrir alla þá,
11