Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 259
1998
30. KIRKJUÞING
21. mál
TILL AG A
til þingsályktunar
um jafnréttisáætlun kirkjunnar.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. Karl Sigurbjömsson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir eftirfarandi jafhréttisáætlun kirkjunnar.
Jafnréttisáætlun kirkjunnar.
Inngangur.
Jafhréttisáætlun kirkjunnar er ætlað að marka leiðir í átt til þess að þjóðkirkjan verði
stofnun og samfélag sem geti með sanni mælt af reynslu: "Guð fer ekki í
manngreinarálit." "Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né ftjáls maður, karl né
kona. Þér emð öll eitt í Kristi Jesú." Og þetta á ekki að vera orðin ein, heldur
raunvemleiki, viðurkenning manngildis og jafnréttis allra jarðar bama, og lifandi
viðmiðun sem áminni, ákæri, leiðbeini og leiðrétti kirkjuna þegar hún fer afvega.
Þjóðkirkjan harmar ranglæti og misrétti sem kirkjan hefur átt aðild að vitandi og
óafvitandi, og vanrækslu sinnar hvað varðar vitnisburð um þann Guð sem fer ekki í
manngreinarálit.
Þjóðkirkjan þakkar þeim konum og körlum sem fyrr og síðar hafa gengið ffam fyrir
skjöldu til að minna kirkju og samfélag á skyldur sínar, vakið athygli á neyðarópum
þeirra sem rangindum em beitt og leitað nýrra leiða í vitnisburðinum um kærleika
Guðs og náð.
Þjóðkirkjan vill biðja og vinna að komu þess dags þegar Kristur hefur í heilögum anda
sínum endumýjað ásjónu jarðar og leitt réttlæti, frið og frelsi til sigurs og vill með
guðsþjónustu sinni, fræðslu og kærleiksþjónustu vera tákn, verkfæri og farvegur
þeirrar ffamtíðarsýnar.
Jafnréttisáætlun kirkjunnar tekur mið af gildandi jafnréttislögum á íslandi, og
stefhumörkun stofnana og stjómvalda landsins og kirkjulegra alþjóðasamtaka sem
þjóðkirkjan á aðild að , Heimsráðs kirkna og Lútherska heimssambandsins. Þessar
stofnanir hafa hvatt aðildarkirkjur sínar að vinna að jafhrétti og því að styrkja hlut
kvenna í starfi og stjómun kirkjunnar.
Samkvæmt stefhumörkun Lútherska heimssambandsins ber kirkjunni og að leitast við
að styrkja sjálfsmynd kvenna og vinna gegn hvers konar misrétti og ofbeldi gegn
konum. Þessu þarf að fylgja eftir á hverju því sviði sem kirkjunni er tiltækt, innan
stjómsýslu kirkjunnar en ekki síst innan sókna og safnaða.
Þjóðkirkjan telur það í senn sjálfsagða skyldu sína og hlutverk að ganga
fram með góðu fordæmi í jafhréttismálum sem og öðrum þeim efnum sem snerta
réttlæti, mannúð og mannhelgi. Að því á jafnréttisáætlun kirkjunnar meðal annars að
stuðla. Hún kveður á um það hvemig þjóðkirkjan, yfirstjóm hennar og stofnanir geta
unnið að jafnrétti, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla og þar með að bættum
samskiptum og líðan allra sem starfa á kirkjulegum vettvangi.
Jafnréttisáætlun kirkjunnar tekur annars vegar til stjómkerfis kirkjunnar og
starfsmanna hennar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem kirkjan veitir.
254