Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 111
1998
30. KIRKJUÞING
4. mál
22. gr.
Forseti ákveður fyrir lok hvers fimdar dagskrá fyrir næsta fund og lætur dreifa henni
til kirkjuþingsmanna eftir því sem við verður komið og ef með þarf, í samráði við
þingið, enda skal þar tilgreint hvenær næsti fundur verður, nema seinna boðist með
dagskrá. Dagskrár, umræður og úrslit mála má birta jafnóðum í íjölmiðlum eftir því
sem um semst og forseti leyfir. Annast forsetar og þingritarar ffamkv'æmd þessa.
23. gr.
Málfrelsi og tillögurétt á fundum kirkjuþings hafa auk kirkjuþingsmanna, biskup,
vígslubiskupar, kirkjuráðsmenn, sem eigi eru þingfulltrúar, kirkjumálaráðherra eða
fulltrúi hans og fulltrúi guðfræðideildar Háskóla íslands.
24. gr.
Flutningsmaður máls en ekki nema einn þótt fleiri flytji og ffamsögumenn nefiida
mega við hveija umræðu um mál, tala þrisvar. I fyrsta sinn í allt að þijátíu mínútur, í
annað sinn í allt að tíu mínútur og í þriðja sinn í allt að fimm mínútur. Aðrir mega
ekki tala oftar en tvisvar, tíu mínútur í fyrsta sinn og fimm mínútur í annað sinn.
Fyrirspyijandi, sbr. 6. mgr. 19. gr., en ekki nema einn þótt fleiri standi að fyrirspum -
og sá sem svarar fyrirspum -, mega ekki tala oftar en tvisvar. I fyrra skiptið má tala í
allt að þijár mínútur og í seinna skiptið í allt að tvær mínútur.
Forseti getur heimilað lengri ræðutíma en greinir í 1. og 2. mgr., ef hann telur þess
þörf.
Ræðumenn skulu halda sér við málefni það, er fyrir liggur.
Rétt er að leyfi forseta komi til, ef lesa skal prentað mál, aðfengið.
Forseti getur lagt til að umræðu sé slitið og má bera það undir atkvæði.
Ef tillaga er borin ffam sérstaklega um ffávísun máls, skal hún rædd áður en til
atkvæða kemur.
I umræðum má bera ffam ritaða, rökstudda dagskrá um að taka skuli fyrir næsta mál,
og skulu atkvæði um hana greidd án ffekari umræðna.
Flutningsmaður máls má draga mál til baka, allt til þess að það er komið til
endanlegrar atkvæðagreiðslu. Dragi flutningsmaður máls þáð til baka, innan greindra
tímamarka, getur annar kirkjuþingsmaður tekið málið upp á því stigi sem það þá er og
gerst flutningsmaður þess.
Úrslit mála. Atkvæðaereiðsla.
25. gr.
Atkvæðisrétt hafa kirkjuþingsmenn einir. Afl atkvæða ræður úrslitum mála.
106