Fréttablaðið - 03.03.2016, Síða 38

Fréttablaðið - 03.03.2016, Síða 38
Landsbankinn og Samtök iðnaðar­ ins taka höndum saman og standa sameiginlega að ráðstefnunni Mannvirkjagerð á Íslandi á opnun­ ardegi sýningarinnar Verk og vit þar sem fjallað verður ítarlega um fasteignamarkaðinn, um stöðuna nú og hvers er að vænta. Meðal er­ inda verður þar á dagskrá erindið Nýjustu breytingar á bygg ingar­ reglugerð sem Friðrik Á. Ólafs­ son, forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins, flytur. „Þar fjalla ég um byggingarreglugerð­ ina eins hún blasir við okkur frá 2012 og þær breytingar sem fyrir­ hugaðar eru á næstu dögum eða vikum.“ Hann segir að breytingar á byggingarreglugerðinni muni aðallega koma þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð til góða. „Breytingarnar ættu að leiða til þess að það verður auðveldara að framleiða ódýrara húsnæði sem myndi sérstaklega hugnast fyrstu­ íbúðarkaupendum. Þeir sem eru ekki að kaupa sína fyrstu íbúð myndu í fæstum tilfellum kaupa eign sem uppfyllir lágmarks­ ákvæði byggingarreglugerðar því í þeim er minna rými og „minni gæði“. Þegar byggingarreglugerð­ in verður orðin eins og markaður­ inn vill, eða því sem næst, þá þarf framkvæmdaaðili, að átta sig á hver markhópurinn er áður en hann fer að hanna og byggja mann­ virkið,“ lýsir Friðrik. Ekki er hægt að segja nákvæm­ lega fyrir hvaða breytingar á byggingarreglugerðinni ná í gegn. Friðrik segir að breytingarnar hafi verið sendar til kynningar og umsögnum skilað þann 10. febrúar, verulega sé verið að koma til móts við ábendingar Samtaka iðnaðar­ ins sem ættu að leiða til lækkun­ ar framleiðslukostnaðar húsnæð­ is. „Ef það gengur eftir sem aug­ lýst var þá hugnast okkur flest af því sem lagt er til afskaplega vel enda höfum við lengi sagt að það sé nauðsynlegt að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik. „Það er og var allt of mikil forskrift í byggingarreglugerð­ inni, sumir vilja meira að segja ganga svo langt að segja að með henni þurfi engan arkitektúr, allt sé niður njörvað. En núna er verið að liðka til og gera þetta sveigjan­ legra og hafa reglugerðina nær því að vera markmiðssetta. Þá gerir hönnuður greinargerð um hvern­ ig hann ætlar að uppfylla hin og þessi atriði en ekki nákvæmlega hvað hvert rými á að vera marg­ ir fermetrar.“ Friðrik segir segir enga ná­ kvæma tímasetningu vera á því hvenær breytingarnar ganga í gegn. „Í kjölfar síðustu kjara­ samninga kom ríkisstjórnin með það útspil að gera endurskoðun á byggingarreglugerð og mann­ virkjalögum með það að leiðar­ ljósi að minnka framleiðslukostn­ að íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan var að gera það í þremur áföng­ um, að gera þær breytingar á byggingarreglugerð sem hægt var að gera strax. Síðan þarf væntan­ lega að gera einhverjar breyting­ ar á lögum og svo þegar lögun­ um hefur verið breytt hjá Alþingi kemur enn ein breytingin á bygg­ ingarreglugerð.“ Segja má að allur markaður­ inn sé að bíða eftir þessum breyt­ ingum sem eru að sögn Frið­ riks miklar og góðar. „Með þeim verður auðveldara að okkar mati að byggja fjölbreyttara og ódýr­ ara húsnæði. Það má samt ekki gleyma því að byggingarreglugerð er lágmarksákvæði. Það eru allt­ af byggð mannvirki sem eru um­ fram lágmarksákvæði en við verð­ um að hafa þennan sveigjanleika, að geta byggt verulega ódýr mann­ virki. Um það snýst málið, að hafa sveigjanleika í regluverkinu,“ út­ skýrir Friðrik. Fasteignamarkaðurinn þarf meiri sveigjanleika Beðið er eftir að fjórða breytingin á byggingarreglugerð gangi í gegn á næstu dögum eða vikum. Með þeim er, að sögn Friðriks Á. Ólafssonar hjá Samtökum iðnaðarins, komið til móts við það sem markaðurinn þarfnast en hann þurfi að hafa sveigjanleika og fleiri möguleika á lausnum fyrir fjölbreytta kaupendur. Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins. Væntanlegar breytingar á byggingarreglugerð munu aðallega koma þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð til góða. MYND/VILHELM Við verðum að hafa þennan sveigjanleika, að geta byggt verulega ódýr mannvirki. Friðrik Á. Ólafsson Innan Samtaka iðnaðarins starfar öflugur starfsgreinahópur sem kall- ast Samtök sprotafyrirtækja, SSP. Tilgangur hans er að vinna að hagsmun- um og stefnumál- um sprotafyrirtækja ásamt því að stuðla að vexti og við- gangi greinarinn- ar. Sprotafyrirtæki eru venjulega sprott- in upp úr rannsókna- eða þróunarverkefnum einstaklinga, þróunarhópa, háskóla, rannsóknastofnana eða annarra fyrir tækja. Gengið er út frá að árlegur þróunarkostnað- ur sprotafyrirtækja sé að jafnaði yfir 10% af veltu. Fyrirtæki hættir að teljast sprotafyrir- tæki þegar það hefur verið skráð í kauphöll sem öflugt tæknifyr- irtæki eða náð árlegri veltu sem nemur einum milljarði íslenskra króna. Sprotafyrirtæki Saman í hópi Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is Við erum á Verk og vit í Laugardalshöll 3.-6. mars. Kynnum nýju vörumerkin okkar, Grove bílkrana og Potain byggingarkrana í bás A3. Bás A3 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! ÍSLENSkur IðNaður kynningarblað 3. mars 20164 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 7 -1 B D 0 1 8 A 7 -1 A 9 4 1 8 A 7 -1 9 5 8 1 8 A 7 -1 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.