Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Fréttír DV SANDKORX ■ Einhverjir hnutu um orð Áma M. Mathiesen ijármálaráðherra þegar hann sagði að nefndin sem lagði matáum- sækjendur um embætti héraðs- dómara hefði skilað gölluðu matí. Fannst honum dómnefnd- armenn, lögspekingar sem þeir eru, ekki taka nægilegt tillit til reynslu Þor- steins Davíðssonar vegna starfa hans sem aðstoðarmaður ráðherra. Ámi býr sjálfur að nokkurri sér- fræðiþekkingu, enda dýralæknir og með próf í flskisjúkdómafræði. Hins vegar hefur fl'tíð farið fýrir sérþekldngu hans á dómsmálum í störfum hans á Alþingi þar til nú að hann var settur dómsmálaráðherra tíl að skipa einn dómara. ■ Núþegarkjarasamningarstanda fýrir dyrum þarf kannski ekki að koma á óvart að fólk beri sam- an launaþróun síðustu ára. Einn þeirra sem það gera er Sigurður T. Sigurðsson sem skrifar grein í nýjastatölublað Hjáfrns, frétta- blaðs verkalýðsfélagsins Hlífar, sem hélt í ár upp á einnar aldar afrnæfr sitt Sigurður sýnir hvemig taxtí fiskvinnslufóUcs hefúr hækkað um hundrað prósent á tí'u árum en á sama tíma hefúr þingfararkaup þingmanna hækkað um rúmlega 150 prósent. „Skyldu núverandi stjómvöld leiðrétta þetta óréttlætí eða láta eins og ekkert sé.“ ■ ForvimUegtverðuraðfylgjast með þriggja miUjóna króna auglýsingunni sem frumsýnd verðurímiðju Áramóta- skaupinu r ogsögur hermaaðsé frá Remax. Aðspurðir vUja talsmenn RUVekkert gefaupp og hið sama á við um LUju Björk Ketílsdóttur, framkvæmdastjóra Remax. Hún sagðist ekkert kannast við að auglýsa í Áramótaskaupinu. Ragnar Bragason, leikstjóri Skaups- ins, hefur aftur á mótí lýst yfir ánægju sinni með að áramóta- skaupinu sé skipt í tvennt og stað- festí í samtaU við DV að hann hafi lengstum hugsað vinnslu þess út frá auglýsingahléinu í miðjunni. ■ Talsmenn Hvíta hússins höfnuðu því á blaðamannafúndi nýverið að hrekkjalómurmn VífUl Atlason hafi náð í gegnum leyninúmer George W. Bush Bandarflcjaforseta, númerið 202-395-2020. Þess í stað fúUyrða þeir að hann hafi eingöngu hringt í gegnum aðalnúmer Hvíta hússins, númerið 202-456-1414. VífiU pantaði símafúnd með Bush er hann þóttist vera Ólafur Ragnar Grímsson. Skömmu síðar fékk VífiU heimsókn frá lögreglunni á Akra- nesi og var krafinn skýringa á at- hæfinu. Sjálfúr segir VífiU starfsfólk forsetans ljúga til um staðreyndir málsins og greinir Séð og heyrt frá því í nýjasta tölublaði sínu að hann hafi því ítrekað reynt að hringja aftur í leyninúmerið góða. Þá hafi ýmist komið símsvari eða stöðugur tónn og telur hrekkjalómurinn af Skaganum víst að leyninúmer- inu hafi verið lokað eftír hrekkinn heimsfræga. trausti@dv.is LEIÐRÉTTING I jólablaði DV var formaður Sið- menntar rangnefndur í greininni fs- lands þúsund ár. Formaðurinn heitír réttílega Hope Knútsson en ekki Hope Knútsdóttir. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT3.JANÚAR Blaðið sem þú hefur í höndunum nú er síðasta tölublað DV fyrir áramót. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 3. janúar. DV óskar landsmönnum nær og fjær velfamaðar á nýju ári. Söfnun í áramótabrennur í Reykjavík er þegar hafin og getur almenningur losaö sig við hreint timbur á brennurnar fram á hádegi á gamlársdag. Ellefu brennur verða í borginni á gamlárskvöld og verða tugir starfsmanna Reykjavíkurborgar á vakt við þær til að sjá til þess að allt fari vel fram. Fjórar stórar brennur verða líkt og síðustu ár en sjö minni brennur á víð og dreif um borgina. ELLEFU BRENNUR í REYKJAVÍK Um þessi áramót verða ellefu áramótabrennur í Reykjavík og eru starfsmenn framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar þegar farnir að vinna að því að safna saman hentugum eldiviði í brennur og stafla honum upp í bálkesti. I gær hófst vinna við að stafla upp í brennur og verða starfsmenn hverfastöða Reykja- víkur við móttöku á timbri fram að hádegi á gamlársdag eða þar til bálkestirnir teljast hæfilega stórir. Sjö af brennunum sem fara fram í borginni um áramótin eru alfarið á ábyrgð framkvæmda- sviðsins og eru svokallaðar borg- arbrennur, en auk þeirra verða starfsmenn borgarinnar á vakt við allar brennur í borginni. Hreint timbur best Almenningur getur sem fyrr segir komið með eldivið á brenn- Efniviðurinn í bálkest- ina er að miklu leyti vörubretti sem fyrir- tæki og heildsalar nota tækifærið til þess að losasigvið. urnar, en strangar reglur gilda um hvað má brenna og hvað má ekki brenna. Eingöngu má brenna timbur, en nokkuð hefur borið á því að fólk hafi freistast til þess að losa sig við fleira drasl en það sem þykir hentugt sem eldi- viður. Slíkt er með öllu bannað. ísak Möller, rekstarstjóri í hverfisstöð Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í Breiðholti, segir fjölmarga starfsmenn borg- arinnar koma að brennunum. „Það verða tveir til þrír starfs- menn við hverja brennu. Þeir sjá um að kveikja í þeim og munu einnig sinna gæslu á svæðinu, meðal annars að passa upp á það að fólk fari ekki of nálægt bálköstunum." BRENNUR í REYKJAVÍK Á GAMLÁRSKVÖLD ■ Æglsíða, borgarbrenna ■ Gelrsnef, borgarbrenna ■ Gufunes, borgarbrenna ■ Rauðavatn, Fylkisbrenna ■ Suðurhlíðar, borgarbrenna ■ Suðurfell, borgarbrenna ■ Leirubakki, borgarbrenna ■ Kléberg á Kjalarnesi, borgarbrenna ■ Skerjafjörður, Hverfafélagið Skjöldur ■ Laugarásvegur móts við Valbjarnarvöll ■ Ártúnsholt, fbúasamtök Ártúnsholts Efniviðurinn í bálkestina er að miklu leyti vörubretti sem fyrirtæki og heildsalar nota tækifærið til þess að losa sig við. „Það er líka besta efnið, hreint timbur brennur best. Það er ekki æskilegt að fólk sé að koma með lakkaðan við og parketafganga eða þess háttar. Það kemur eitr- aður reykur af þessum límefn- um og það má ekki brenna þessi efni." Brennur um alla borg Stóru brennurnar eru á fjór- um stöðum í borginni, en sjö litlar brennur verða einnig víðs vegar um borgina. Stóru brenn- urnar verða við Ægisíðu, við Geirsnef, í Gufunesi í Grafarvogi og við Rauðavatn, en sú brenna er í umsjón Fylkis. Litlu brenn- urnar eru við Suðurhlíðar neð- an við Fossvogskirkjugarð, við Suðurfell og Leirubakka í Breið- holti. Þá verður brenna við Klé- berg á Kjalarnesi, í Skerjafirði og vestan Laugarásvegar. íbúasam- tök Ártúnsholts standa svo fyrir brennu sunnan við Ártúnsskóla. „Almenningur og þá sérstak- lega krakkar koma alltaf minna og minna nálægt þessu, enda sjá starfsmenn borgarinnar að mestu um að safna saman efn- inu," segir ísak Möller. W Hin sanna gleði SKALDID SKRIFAR KRiStJÁN HREINSS0N SKÁLÐ SKRIFAR. „linn þann dag idagreyiti égadJara aö ráðumJdður mins. Égreyni að vinna verk mín vel og vandlega." Eg átti því láni að fagna að eiga föður sem var heiðarlegur og hann trúði á fegurð heimsins. Faðir minn hvatti mig til dáða og sagði mér að vinna verk mín vel og vandlega. Ég hefði ekki viljað fá betra veganesti og síst af öflu hefði ég óskað mér föður sem heföi haft það að markmiði að láta vini sína veita mér embætti. Ég hefði nefnUega aldrei getað hugsað mér að mæta starfi sem ég í hjarta mínu vissi að ég hefði fengið óverðskuld- að. Enn þann dag í dag reyni ég að fara að ráðum föður míns. Ég reyni að vinna verk mín vel og vandlega. En svo eru til menn sem vakna á degi hverj- um og horfist í augu við það, að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Þeir fengu embætti á kostn- að þeirra sem hæfari voru. Þeim var ýtt fremst í ræsiskákina og tyllt á staU. Við lifum í samfélagi sem er stjómað af klíku- skap og hótunum. Þeir sem ekki hlýða em látn- ir gjalda fyrir. Meira að segja Baugsveldið fékk að kenna á refsivendi blárrar handar hér í eina tíð. Og ég, réttlátt skáld í Skerjafirði, fæ upp- hringingar ef ég segi það sem gefið hefur verið í skyn að mér sé bannað að segja. Ég sagði frá því um daginn, að mér var bannað að gagnrýna sálm sem fyrrverandi ráðherra hnoðaði sam- an. Og svo gerðist það að ég talaði óvarlega um fyrrverandi landbúnaðarráðherra og sá maður hringdi og sagði: Kristján, gáfaður maður eins og þú segir ekki svona nokkuð um menn eins og mig. Eg á vini í öUum flokkum og sambönd sem teyga sig víða. Ég sagði Guðna það ekki þá, en ég segi honum það núna: Ég frétti það, að vegna þess að ég rit- aði vísnakver sem nefnist Aldrei kaus ég Fram- sókn, sé talað um mig sem einn af höfuðand- stæðingum hins fordæmda Framsóknarflokks. Heiðurinn er meiri en ég gat átt von á. Ummælum þeim sem ég vitna hér í, fyigja orð Valgerðar Sverrisdóttur. Hún á að hafa sagt það á fúndi með framsóknarmönnum að hún hafi persónuiega náð að bola mér út úr ágætu sam- starfsverkefni sem hún hafði þó enga beina tengingu við. Fegurð lífs míns felst í því að ég reyni að vera heiðarlegur og ég trúi því að sú viðleitni sé hin sanna gleði. / víti og rœsi vaxa blóm sem vekja skömm og hrylling þau herja nú á Héraðsdóm, þau heita Vald og Spilling.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.