Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 HelgarblaO PV ITÓKU 600KÍLÓ AFKJÓTIf 4 ÍFLfJAEINELTWA iVEÐUMTOFUNNI kevptuferjuI OG BREVTfl FYRIR 250 miujónir í DÝRTSPAUG DV opnaði umræðuna um kaup Vegagerðarinnar á nýrri Grímseyjarferju. 1 janúar greindi DV frá hundruða milljóna króna endurbótum sem blöstu við og töfum við framkvæmdina. ÞURFANDI FJOLSKYLDUR DV sagði frá páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar (slands þar sem 40 fjölskyldur þurftu frá að hverfa og fengu engu úthlutað i páskamatinn þar sem allt kláraðist. SAMEINUÐÁ NÝ DV sagði frá Gunnari Jónssyni, vistmanni á hjúkrunarheimili Kirkjubæjarklausturs, en hann fékk ekki inni í sínum heimabæ, Selfossi. Fyrir vikið þurfti eiginkona hans að ferðast 400 kílómetra til að hitta mann sinn. Eftir umfjöllun DV fengu hjónin urlausn á málum sínum og voru sameinuð. DROTIL BAKA DV greindi fyrst frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hygðist ráða Jón H.B. Snorrason í embætti ríkissaksóknara. Umsækjendur drógu umsóknir til baka og Björn frestaði útnefningunni í kjölfar umfjöllunar. GRIPNIR I LANDHELGINNI Varðskipsmenn Landhelgisgæslunnar voru gripnir með 600 kíló af kjöti um borð. Sýslumað- ur lagði hald á kjötið en skipverjar sögðu kjötið vera til eigin neyslu um borð. DV greindi fyrst frá kjötfundinum. EINELTI Á VEÐURSTOFUNNI DV opnaði eineltisumræðu á vinnustöðum þegar greint var frá einelti á Veðurstofu íslands. Millistjórn andi var kærður fyrir einelti og hlaut á endanum áminningu í starfi. AGUST BÆJARSTJÓRIÍVANDA DV sagði frá þvi að Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, nyti ekki trausts flokksfélaga sinna sem ræddu um að segja honum upp störfum. (stað uppsagnar varð niðurstaðan sú að slá um bæjarstjórann skjaldborg og láta eins og ekkert hafi í skorist. SEPTEMBER WATHNE EFTIRLYSTUR DV greindi fyrst frá þvi að bandariska eiturlyfjalög- reglan og Interpol lýstu eftir einni af vonarstjörnum islendinga, Gunnari Stefáni Wathne. Hann var handtekinn á Indira Gandhi-alþjóðaflugvellinum og biður dóms á Indlandi. SYRGJA SON SINN Fyrst fjölmiðla greindi DV frá láti Guðjóns Guðmundssonar í dönsku ríkisfangelsi. Hann svipti sig þar lífi eftir að hafa setið marga mánuði í einangrunarvist. Foreldrar hans voru í átakanlegu viðtali við DV i október. SVIPTI SIG LÍFI mnrwm Iríkið sakað IsVEIGJAlflG SVEIGJA LOGIN DV opnaði umræðu um sölu ríkiseigna á Keflavík urflugvelli þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sakaðir um að hygla vinum og vandamönn- um. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á sölunni. GREITT FYRIR HJONABÖND DV greindi frá fjölda málamyndahjónabanda þar sem markmiðið er að fá landvistarleyfi hér á landi fyrir maka og börn. Viðmælendur DV segjast hafa fengið greiddar milljónir fyrir að ganga í slík hjónabönd. boðnar MIIUÖN'R hjónaband DV varð aftur dagblað á árinu og lítur stolt yfir farinn veg. Mörg mál hafa verið í þjóðfélagsumræðunni eftir að DV vakti fyrst á þeim athygli. DV er blað sem þorir á meðan flest önnur þegja. Hér eru stærstu málin rifjuð upp. ARIÐMEÐ AUGUM DV l-Æiium TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamadur skrifar: trau: FEBRÚAR Uppeldisheimilið í Breiða- vík á Vestfjörðum vekur enn þann dag í dag ugg á meðal þeirra sem þar voru vistaðir. DV opnaði umræðuna um ómanneskjulega vist nærri hundrað barna á Breiðavík þar sem misþyrm- ingar voru daglegt brauð. Helgi Davíðsson, sem var vist- maður á Breiðavík, steig fyrstur fram og sagði átakanlega sögu sína í DV. Hugrekki Helga varð til þess að einn ógeðfelldasti blettur fslandssögunn- ar var dreginn fram í sviðsljósið. Eft- ir frásögn hans stigu fjölmargir vist- menn fram, þeir brutu þrjátíu ára þagnarmúr og sögðu keimlíkar sög- ur og Helgi. Nokkrir segj- ast hafa sætt kynferðislegu ofbeldi auk þess að þola ýmsa niðurlægingu, dvöl í svartholi í kjallaranum og gegndarlausar barsmíð- ar. Þá er það staðreynd að kennslu var ábótavant. Margir þessara manna upplifðu sömu vítisvist- ina og bera enn þann dag í dag þungan kross. Marg- ir hafa hugsað um hefnd, aðrir vilja réttlæti af hálfu stjórnvalda. Menn- irnir voru sviptir réttinum til þess að lifa mannsæmandi lífi og sviptir sak- leysi sínu á barnsaldri. Þeir hafa tap- að æskunni og jafnvel ellinni líka. „Þetta var hryllileg lífsreynsla," sagði Sigurdór Halldórsson með brostinni rödd í viðtali við DV. Sig- urdór segist hafa orðið fyrir miklum sálrænum skaða á heimilinu en þar mátti hann sæta ofbeldi og kynferð- islegri misnotkun er hann var 10 ára gamall. Hann var fíkill og glæpamað- ur næstu tuttugu árin. Hann segir að það sé ekki fyrr en í dag, eftir að DV opnaði málið um hryllinginn í Breiðavík, sem hann getur tekist á við tilfinningar sínar. OKTÓBER - Meirihlutinn sprakk Borgarstjórn Reykjavíkur logaði stafna á milli í október þegar mik- il reiði greip um sig í samfélaginu vegna fyrirhugaðrar sameiningar dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykja- víkur, Reykjavík Energy Invest, REI, við Geysi Green Energy. Nýr meirihluti DV greindi fyrst frá viðræðum gömlu R-listaflokkanna um myndun nýs meirihluta (borginni. 12. október var formlega tilkynnt um sögulegt fall borgarstjórnarmeirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Miklar deilur spruttu upp inn- an borgarstjórnar vegna ákvörð- unar um sameininguna og reiðin kraumaði ekki síst innan raða borg- arstjómarflokks sjálfstæðismanna eftir að kaupréttarákvæði lykilstarfs- manna urðu ljós. Borgarfulltrú- amir sex, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Jórunn Frí- mannsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magn- ússon og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttír, snemst gegn borgarstjóra sínum þegar í ljós komu áform um sam- eininguna. Þau voru ósátt við Vilhjálm yfir að hafa ekki haft við þau samráð og töldu hann hafa brotið gegn grundvallarhug- myndum Sjálfstæðisflokksins með því að leiða saman opinbert fyrirtæki og einkafyrirtæki til samstarfs. Tennurnar voru dregnar úr borg- arstjóra þar sem hann var ítrek- að sakaður um lygar og hatramm- ar deilur innan Sjálfstæðisflokksins urðu til þess að flokkurinn sat einn eftir í minnihluta borgarstjórnar. Tvö lið börðust um völdin, annars vegar lið Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og hins vegar lið Geirs. H. Haarde núverandi forsæt- isráðherra. Niðurstaðan varð sú að flokkurinn missti völdin í borginni og sá sögulégi atburður átti sér stað í fyrsta sinn að borgarstjórnarmeiri- hluti féll. Saga Reykjavik Energy Invest er stutt en afar átakamikil. I mold- viðrinu í október greindi DV fyrst allra fjölmiðla frá því að meiri- hlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks væri að bresta og viðræður hafnar um nýjan borgar- stjórnarmeirihluta. Stjórnendur og starfsmenn fyr- irtækisins bíða spenntír eftir fram- tíðarstefnu frá eigendum sínum og var gantast með REI-málið á jóla- skemmtun Orkuveitu Reykjavíkur á dögunum. Þá var sungið: „REI, REI, ekki um jólin." DJÖFLASÝRA ISJÖNVARP! 2 I SVEITARSTJÓRI STAL ÞRETTÁN T0NNUMAF0LÍU DV 28. nóvember 2007 NÓVEMBER - Sveitarstjórinn brást DV greindi fyrst frá því að Brynj- ólfur Árnason, sveitarstjóri í Gríms- ey, væri grunaður um fjársvik og skjalafals. Hann var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stuld á 12.900 lítrum af olíu er hann gegndi starfi umboðsmanns Olíu- dreifmgar í Grímsey. Upp komst um olíustuld Brynjólfs þegar lögregla rannsakaði húsbruna á eyjunni. I kjölfar umfjöllunar DV um mál- ið hófst rannsóloi á bókhaldi hrepps- ins en Brynjólfur er grunaður um stórfellt fjármálamisferli og skjala- fals, að sögn Alfreðs Garðarsson- ar, hreppsnefndarmanns í Grímsey. Meðal þess sem Brynjólfur keypti er átta milljóna króna íandmælingatæki og sex milljóna króna skotbómulyft- ari. Þá er hann einnig grunaður um að hafa veitt verslun sinni Grímskjör- um styrki. Samkvæmt heimildum DV er Brynjólfur einnig grunaður um að hafa falsað afsökunarbréf frá endur- skoðanda hreppsins. Beðist var vel- virðingar á mistökum endurskoð- anda og tekið fram að ekkert óeðlilegt hefði verið við kaup Brynjólfs á lyft- aranum. Eftir að hann hafði sýnt öðr- um sveitarstjórnarmönnum bréfið var málið látið niður falla. Brynjólfur naut almennra vin- sælda í Grímsey og eru íbúarnir margir hverjir í öngum sínum vegna málsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.