Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Side 33
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 33 Garðar Thór Cortes var nýkominn heim frá London þar sem hann söng fyrir Karl Breta- prins og Kamillu þegar Berglind Hasler hitti hann á Hótel 101 í vikunni. Hvernig var og hvert var tilefnið? „Það var mjög fínt. Þau voru að nefna nýtt skip. Við þekkjum ekki svona stórar athafnir af sambærilegu tilefni hér á landi en þetta er mjög algengt erlendis." Tókstu í spaðann á þeim? „Nei, nei, nei. Þau voru auðvitað bara í konunglega básnum og ég á sviðinu sem var í töluverðri fjarlægð frá honum." Þú hefur sungið svolítið mikið fyr- ir mektarfólkið. Varstu ekki í Austur-Asíu um daginn? „Það var bara fyrir Tony Blair." Bara? „Aha, mér heyrðist þú segja konungsfólkið. Ég syng fyrir alls konar fólk. Það skiptir mig engu máli fýrir hvern, ef fólk er hrifið af músíkinni er ég ánægður." Hlæja heilmikið Það kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir að strákurinn með silkiröddina sem birtist fólki sem prúður piltur skuli vinna með Idol-dómaranum Einari Bárðarsyni, umboðsmanni fslands. Þeir virka í fljótu bragði sem sérlega ólíkir karakterar sem eiga ekkert sameiginlegt. „Já, en við erum í rauninni dálítið líkir. Svona vinnulega séð erum við auðvitað sterkir á ólíkum sviðum. Einar er ofsalega fær í því sem hann er að gera eins og allir eflaust vita. En sem persónur erum við mjög líkir. Við erum báðir miklar tilfinningaverur og miklir fjölskyldumenn." Garðar þagnar en segir svo brosandi: „Við hlæjum heilmikið." Platan Cortes Samstarf Einars og Garðars hófst fýrir þremur árum þegar þeir réðust í gerð plötunn- ar Cortes en það var að frumkvæði Einars. Tók ferillinn stökk við þetta samstarf? „Ja, helstu breytingarnar voru fýrst og ffemst þær að ég gaf út plötu. Ég hafði auðvitað unnið að músík í mörg, mörg ár áður en platan leit dagsins ljós. En með því að gefa út plötu heyrir fleira fólk sönginn en ef ég væri að syngja á tónleilcum fýrir fimm hundruð manns og svo ekld aftur fýrr en eftir þrjá mánuði. Þegar gefin er út plata þarf að fylgja henni eftir með alls kyns kynn- ingum og fjölmörgum tónleikum og við það nær maður til fleira fólks. Þetta er mikil vinna auðvitað, en mjög skemmtileg." Poppuð klassík Garðar Thór situr ekki 'auðum höndum. Strax eftir áramót ætíar hann að ráðast í upptökur á nýrri plötu. „Við eriun svona að leggja línurnar fýrir hana. Erum að velta fýrir okkur lagavali og ýmsu öðru." Verður þetta koverlagaplata eða verður ráðist í tónsmíðar? „Platan verður í svipuðum dúr og fýrri platan - klassík og poppi blandað saman til þess að gera þetta aðgengilegt fýrir marga. Svipað en klassískara sem er auðvitað sú átt sem ég kem úr. Þegar Einar viðraði við mig hugmyndina um poppaða óperuplötu leist mér strax mjög vel á þá hugmynd enda er ég algjör alæta á músík. Mér finnst gaman að syngja óperur, óratoríur, ljóð, djass og létta músík. En ég vil auðvitað halda áfrarn í klassfldnni. Það er eitt í þessu sem er líka mjög jákvætt og það er að þetta beinir fólki inn á þá klassísku braut sem mér þykir skemmtilegust. Þess vegna finnst mér mjög gott að blanda þessu saman. Þetta er eins með poppið og óperur - ef melódían er góð, þá virkar það." Dálítið eirðarlaus Síðastliðið sumar gekk svo Garðar í heilagt hjónaband með Tinnu Lind Gunnarsdóttur. „Þetta var yndisleg stund. Við giftum oklcur hérna í bænum í viðurvist fjölskyldu og vina - alveg eins og við vildum hafa þetta." Ég reyni að fá frekari útlistun á brúðkaupi þeirra hjóna en hlýt ekki árangur sem erfiði í þetta skiptið. „Mig langar ekki mikið að tala um brúðkaupið. Þetta var bara svona okkar stund." Starfi Garðars fýlgir mikið af ferðalögum og því forvitnilegt að vita hvernig nýgiftum manninum vegnar að tvinna þetta saman. „Auðvitað er erfitt að vera alltaf í burtu. Tinna útskrifaðist reyndar úr leiklistarskólanum í vor og er bara nýbyrjuð að vinna á Akureyri. Við nýttum því tímann vel saman þessa mánuði. Við erum svona aðeins að venjast þessu. Hún kemur út að heimsækja mig og ég kem auðvitað alltaf heim inn á milli." Aðspurður segir Garðar það ekki vera á dagskrá - í bráð að minnsta kosti - að flytja til London þó svo að honum finnist hann að hluta til eiga heima þar. „Þegar ég er hérna heima fer mig fljótt að langa aftur út. Þegar ég er úti fæ ég heimþrá," segir Garðar hlæjandi. Verður þú þá kannski svolítið eirðarlaus á þessu brölti þínu? „Já, dálítið - en heima er alltaf best." Langt frá því að vera fullkominn Það verður ekld af Garðari tekið að hann er fjallmyndarlegur maðurinn og hæfileikaríkur. Hann er síbrosandi og kemur almennt mjög vel fýrir. Áttu þér einhverjar dökkar hliðar? „Nei, það held ég ekki." Ertu fullkominn? „Nei! Það er munur þarna á. Það er auðvitað enginn fullkominn og ég er mjög langt frá því. Það er endalaust hægt að bæta sig; í söng, í vinnu og bara í lífinu almennt. Það væri auðvitað hund- leiðinlegt ef ég væri á þeim stað þar sem ég gæti ekki bætt mig." Slekkur á sér í bíó Það eru því miður ekki allir þeirrar gæfu að- njótandi að fá greitt fýrir það sem þeim þykir skemmtilegast að gera. Garðar er meðvitaður um þetta og er því mjög þakklátur fýrir þetta tækifæri. Tónlistin er það sem drífur hann áfram og fátt annað kemst að. Garðar hefur þó áhuga á fleiru, áhugamálum sem hann reynir eftir fremsta megni að sinna þegar hann má vera að. „Við fjölskyldan vorum mikið í hesta- mennsku hér á árum áður. Það hefur hins veg- ar, því miður, ekki gefist mikill tími fyrir það vegna anna hjá oklcur öllum. Ég prófaði svo köf- un um daginn og heillaðist alveg af því sporti. Ég hef alltaf haldið að þetta væri ekkert fýrir mig. Ég virði sjóinn það mikið. En þetta er ein- hvern veginn allt annað þegar maður er kom- inn ofan í. Ég er líka mikill bíókall. Þegar ég er í útlöndum er það einna helst í bíóhúsum sem ég get algjörlega slökkt á mér. Mér finnst líka voða gott að vera heima og slaka á fýrir framan sjónvarpið." Ekkert sukk Hann er að verða ansi veraldlegur hann Garðar enda hefur hann ferðast mikið og hitt mikið af fólki síðan ferill hans fór að taka kipp. Garðar hefur sungið fýrir alls konar fólk, kon- ungborið, pólitflcusa og auðmenn. Það væri eflaust freistandi fýrir marga í hans stöðu að stunda kokldeilboðin með tilheyrandi nafna- togi. Er ekkert sukk á stráJcnum? „Nei, engan veginn. Það getur auðvitað verið gaman að mingla og hitta skemmtilegt fólk en þetta er ekkert sem ég eltist við. Ég fer til dæmis aldrei í boð eftir tónleika því það er hreinlega slæmt fyrir röddina og í rauninni það versta sem hægt er að gera. Það er oft reyld í svona boðum og maður þarf að tala hátt. Það þreytir röddina hvað mest og því fer ég bara strax upp á hótel- herbergi að tónleikum loknum." Þú lætur sem sagt Einar alveg um bransahliðina á þessu? „Einar gerir sitt en annars erum við voða lít- ið í því. Einar er líka svo duglegur að hann þarf enga hjálp. Auk þess er ég mjög lélegur í því að koma sjálfum mér áfram. Mitt fag er að syngja." Er ekki frægur Einar Bárðarson er duglegur að senda frá sér fréttatilkynningar um það hvernig hans fólki vegnar í Lundúnaborg. Það eru eflaust margir hér heima sem telja þig heimsfrægan mann. Ertu jafnfrægur í útíöndum og við höld- um? „Nei, ég er ekki frægur. En þær fréttir sem berast hingað heim af ferðalögum mínum og annarra eru sannar og réttar," segir Garðar. Það er engin ástæða til að efast um þau orð enda er svo sem eðlilegt að slíkar fréttir séu áberandi í íslenskum fjölmiðlum enda alltaf gaman að fylgjast með sínu fólki. „Ef við tökum til dæm- is London sem er milljóna, milljónaborg þar sem þúsundir berjast um sama bitann. Fólk áttar sig stundum ekki á því en það er meira en að segja það að koma sér á framfæri erlend- is. Þetta ár hefur hins vegar reynst olckur vel. í okkar klassfska umhverfi er fólk farið að taka eftir því sem ég er að gera." Við veltum þessu aðeins fýrir okkur og komumst að sameigin- legri niðurstöðu um að hér á landi telji fólk einhvern veginn ailtaf að ef tónlistarfólk kem- ur fram erlendis verði það heimsfrægt. Ef það gerist ekki hafi viðkomandi misteldst. „Þetta er bara svona ævintýri. Það er ekkert endilega markmiðið að verða heimsfrægur. Mitt mark- mið er einfaldlega það að geta fengist við það sem ég hef mestan áhuga á og geta borgað relkningana mánaðarlega. Þá er ég sáttur. Per- sónulega þarf ég ekld meira." Listhneigð fjölskylda Garðar Thór Cortes kemur frá fjölskyldu þar sem öllum er eitthvað til lista lagt. „Amma mín og afi í báðar ættir voru mjög listhneigð. Þetta hlýtur bara að vera í blóðinu. Okkur var aldrei ýtt út í þetta en það var auðvitað alltaf mfldð um músflc á heimilinu og það hlýtur að hafa haft mildl áhrif á okkur." Þau eru fjögur systkinin. „Sigrún systir lærði söng en er kennari. Nanna systir mín er óperusöngkona og yngsti bróðir minn er að læra söng, kórstjóm, tónsmíðar og á píanó. Hann er svona fjölhæfur eins og pabbi." Garðar Cortes óperusöngvari stofnaði á sínum tíma íslensku óperuna, Söngskólann í Reykjavflc og Sinfóníuhljómsveitina í Reykjavflc. Mamma Garðars, Krystyna Cortes, er píanóleikari. Kornettleikari Það var ekld fýrr enn Garðar var átján ára að hann ákvað að leggja fyrir sig sönginn. „Ég byrjaði að læra á kornett sem er hljóðfæri svip- að og trompet, bara minna. Einu sinni heyrði ég einhvern spila á kornett í sjónvarpinu. Ég sneri mér við og sagði: ég vil læra á þetta. Og það gerði ég í mörg ár en áhuginn dalaði nokk- uð á unglingsárunum. Ég var ekld nógu dug- legur að æfa mig og svo hætti ég endanlega fljótlega eftir að ég byrjaði að læra söng. Ég á hljóðfærið ennþá og hef einsett mér það að rifja upp gamla takta þegar tími gefst einhvern daginn. Það þarf að halda vörunum vel við, ef maður æfir sig eldd á hverjum degi missir mað- ur þetta allt niður. Og það á við um allt tónlist- arnám." Nauðsynlegt að taka frí „Maður þarf að æfa sig daglega til þess að missa ekld dampinn. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hvað það liggur gríðarlega mikil vinna að baki hjá tónlistarfólki hvort sem þú ert söngvari eða hljóðfæraleikari. Það þarf að æfa sig marga klukkutíma á dag - þó ekld alveg eins mikið í söngnum, raddbandanna vegna. Sumir sjá þetta þannig fýrir sér að um leið og mað- ur útskrifast úr skólanum sé þetta bara kom- ið en svo er ekld . Mamma æfir sig til dæmis allt upp í átta ldukkutíma á dag þegar hún er að æfa sig fýrir tónleika. Það er þó aðeins öðru- vísi í hjá söngvurum en það er mjög mikilvægt að æfa sig daglega. Eins og Pavarotti sagði: Ef ég syng ekki í einn dag finn ég það, ef ég syng ekki í þrjá daga finna áhorfendur fýrir því. En svo tek ég mér stundum frí í eina viku en þá verð ég líka að talca það með í reikninginn að bóka mig ekki á tónleika í vikunni eftir frí, því hún verður að fara algjörlega í æfingar. En svo þarf auðvitað að passa vel upp á röddina og of miklar æfingar eru ekki góðar fýrir hana. Það þarf að hugsa vel um hana - vera góður við hana." Langar þig aldrei bara að öskra og gera eitthvað allt annað? „Nei, aldrei, en það er al- veg nauðsynlegt að gera eitthvað annað inn á milli og taka sér frí." Sló í gegn þrettán ára Það voru örugglega margir sem bjuggust við því að Garðar Thór mundi leggja fýrir sig leiklistina eftir vinsældir þáttanna Nonna og Manna. Garðar var þrettán ára þegar þættirnir voru telcnir upp en þeir nutu mikilla vinsælda. Þá - eins og nú - heillaði sjarmi Garðars ófáa upp úr skónum. Frægðin hefur ekkert stigið þér til höfuðs á þessum tíma? „Nei. Foreldrar okkar Einars Arnar, sem lék með mér í þáttunum, hafa sagt við okkur svona eftir á að við hefðum verið alveg á jörðinni. Oklcur fannst þetta svo gaman. Þetta var auðvitað rosalega mikil vinna. Við unnum kannski tólf tíma á dag - stundum meira. Eftirþað hittum við svo einkakennarann okkar og svo þurftum við að læra línurnar fyrir næsta dag heima eftir það. Einar var tíu ára þegar þættirnir voru teknir upp og ég þrettán ára. Þetta var bara svo gaman." Það blundar ennþá mikil leiklistarbaktería í' Garðari og segir hann ekki lolcu fýrir það skotið að hann eigi eftir að sjást aftur á skjánum. Brynjar sig fyrir gagnrýni Síðan plata Garðars kom út fýrir tveimur árum hefur hann fengið mikla athygli hérlendis. Það er ekki bara söngurinn sem virðist heilla fólk heldur hefur Garðar verið kosinn kynþokkafyllsti maður landsins. „Ég segi bara „no comment"" segir Garðar þegar talið berst að kynþokka hans. Kitlar þetta ekkert hégómagirndina? „Nei," segir Garðar ákveðinn. Aftur á mótí þyldr honum gaman að fá viðurkenningu fýrir það sem hann er að gera, sem er þó óskylt einhverjum kynþokkakosningum. „En á sama tfma hefur fólk auðvitað misjafnar skoðanir og það eru margir sem gagnrýna. Ég hef lært að taka þetta allt ekki of mikið inn á mig. Fyrsti kennarinn minn, hún Ólöf Kolbrún, sagði mér að ég þyrfti að búa mér til ákveðinn skjöld til þess að verjast gagnrýni svona inn á við. Það hefur gagnast mér vel. Mér er auðvitað ekkert alveg sama hvað er sagt um mig en ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu. Það er bara tónlistin sem drífur mig áfram." Ýmislegtfram undan Garðar Thór Cortes er ánægður með árið sem nú er að líða. Það hefur svo sannarlega verið viðburðarflct. Eitt af fjölmörgu sem stend- ur upp úr er samstarf hans við óperusöngkon- una Kiri Te Kanawa. „Það eru ekld allir sem átta sig á því hvað hún er stór. Hún er ein af þeim bestu í heimi og að syngja með henni um dag- inn var ótrúleg upplifun og gaf mér mikið," seg- ir Garðar og ljómar allur. Hann bætir því við að líkur séu á því að framhald verði á samstarf- inu á næsta ári. Það er annars nóg fram undan hjá Garðari, upptökur að hefjast á nýrri plötu og áframhaldandi tónleikaútrás, meðal ann- ars í Dublin og Sviss. En fýrst eru það tvennir tónleikar hér heima milli jóla og nýárs. Aðrir eru hefðbundnir tónleikar hér heima en hinir eru góðgerðartónleikar Einars Bárðarsonar 30. desember næstkomandi í Háskólabíói. Þegar er orðið uppselt á þá tónleika. En fyrst eru það hátíðirnar sem Garðar ætíar að njóta í faðmi fjölskyldunnar. berglind@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.