Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Side 37
PV Helgarblað
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 37
Fleiri tækifæri Leiklistargagnrýnandi DV von-
ast eftir því að fá fleiri tækifæri til að fylgjast
með Kristjáni Ingimarssyni (fyrir miðju) í
framtíðinni en hann sýndi nokkrar sýningar af
Frelsara s(num hér á landi í vetur.
og leti: það getur nefnilega verið svo
einstaklega þægilegra að ganga með
tilbúið flokkunarkerfi upp á vasann
en að þurfa að skoða hvert verk á
eigin forsendum og meta það út frá
því hvernig tekst að skapa heilsteypt
listaverk á þeim grunni.
Listamaður, sem kýs að vinna
meðvitað út frá tilteknum hefð-
bundnum forsendum, eins og höf-
undur og leikstjóri Dags vonar, hann
getur að sjálfsögðu verið nákvæm-
lega jafntrúr sjálfum sér og sá sem
kýs að leita uppi fyrirmyndir sem
hann hefur til dæmis séð og hrifist af
í vestur-evrópsku framúrstefnuleik-
husi. Hvort tveggja getur hins vegar
orðið að trúaratriðum og um þess-
ar mundir er hér greinilega til orð-
inn söfnuður meðal íslensks leik-
húsfólks sem hefur talið sér trú um
að allt sem kemur ur smiðju manna
eins og Frank Castorfs, sem var boð-
ið hingað í haust af leikhússtjóra LR,
hljóti að vera alveg maklaust merki-
legt: Það var til dæmis fróðlegt að
fylgjast með samræðum eins þess-
ara safnaðarmeðlima, ungs leikrita-
skálds sem sumir binda miklar von-
ir við en enn hefur þó ekki sýnt nein
meiri háttar tilþrif á ritvellinum, við
Jórunni Sigurðardóttur í útvarps-
þætti á dögunum, þar sem Jórúnn
reyndi af veikum mætti að skoða
sýninguna krítískt, en komst ekki
upp með moðreyk fýrir orðavaðli
hins heittrúaða. Svona rétttrúnaðar-
hreyfingar koma alltaf af og til upp í
leikhúsinu, og geta jafnvel orðið að
einhvers konar massapsykos, og
trúlega lítið við því að gera annað
en að vona að heilbrigð skynsemi
og þroskaður smekkur nái yfirhönd-
inni að lokum - sem ég hygg raunar
að hafi býsna oft orðið raunin.
Of nærgöngul sýning?
Af hverju hlupu framúrstefnu-
vinirnir ekki upp til handa og fóta
þegar Hafnarfjarðarleikhúsið frum-
sýndi Draumalandið síðastliðið
vor? Þar var þó sannarlega ekld ver-
ið að þjóna einhverjum háheilögum
texta eða búa til natúralískar veru-
leikamyndir, öðru nær, þar réð fant-
asía og leikgleði ríkjum - og það sem
aldrei má vanta í leikhúsinu, einlæg
sannfæring um að verið sé að miðla
einhverju sem okkur varðar öll. Ég
var ekkert endilega heillaður af boð-
skap verksins, sem eins og við vit-
um er byggt á Draumalandi Andra
Snæs, en sýningin hreif mig engu
að síður mjög, og ég er enn sömu
skoðunar og þegar ég skrifaði um
hana í ísafold: mér finnst hún eitt
best heppnaða dæmið um pólitískt
leikhús sem ég man eftir á íslensku
sviði. Var það kannski það sem dró
úr áhuga manna, að hún var of nær-
göngul, kom við of viðkvæma hluti?
Ég fór með miklum efasemdum að
sjá hana, en sjá: þarna sat maður
í einn og hálfan klukkutíma sam-
fleytt, var mataður á alls kyns þurr-
um fróðleik og statistík - og leiddist
ekki eitt andartak. Maður fann svo
glöggt hversu mikið öllum aðstand-
endum lá á hjarta, hvað þau voru
heiðarleg og heil í viðleitni sinni til
að koma vitinu fyrir okkur hin - og
hvað þau gerðu það í raun á fágaðan
og kurteislegan hátt.
Þessi sýning var. eitt besta verk
Hilmars Jónssonar fyrr og síðar, og
það hlýtur að segja eitthvað um ís-
lenska áhorfendur að hún var ekki
tilnefnd til einna einustu Eddu-
verðlauna. Ég vil ógjarnan taka mér
orðið „hneyksli" í munn, en þéssi
afgreiðsla dómnefndanna jaðraði
sannarlega við að vera það. Það var
ekld ætlun mín að gera þessa „upp-
skeruhátíð" leikhúsfólks að um-
ræðuefni hér, en sú hugsun hefur
vissulega stundum læðst að manni
að tískusveiflur ráði fullt eins miklu
um niðurstöðu dómnefnda og
ígrundað listrænt mat. Það er bara
þannig í leikhúsinu að sumir eru
„in" á meðan aðrir eru „out" - án
þess að þar þurfi nokkuð að vera að
baki annað en ósjálfstæði í hugsun,
fylgispekt við þá sem hæst hafa og
mest blása.
Óljós stefnaTinnu
Ég endurtek það sem ég sagði
áðan: ég hef ekki séð Ivanov, en ann-
að hef ég að sjálfsögðu séð af nýjum
verkum Þjóðleikhússins. Þjóðleik-
húsið á vissulega að vera flaggskip
leiklistarinnar, yfirburðir þess eru
slíkir að það Á að geta gert flestu
sem best og fullkomnust skil. En
þetta hefur ekki verið sérlega gott ár
hjá leikhúsinu. Verkefnavalið hefur
verið upp og ofan og leikstjórnar-
valið sömuleiðis. Tinna Gunnlaugs-
dóttir á enn eftir að sýna að hún hafi
átt erindi í stól þjóðleikhússtjóra, að
hún hafi burði til að stýra þessari
stofnun á farsælan hátt. Éftir fimmt-
án ára stjórnartíð Stefáns Baldurs-
sonar var leikhúsið farið að staðna
mjög á ýmsum sviðum, bæði hvað
varðaði val á verkefnum og listræn-
um kröftum, en eitt má Stefán eiga:
hann leitaðist alltaf við að halda
leikhópnum í hæsta gæðaflokld.
Hann var stundum gagnrýndur fyr-
ir stjörnupólitik, og það var talsvert
til í því, en Stefán vissi samt alltaf að
heildin verður að haldast sterk og
að góður leikhópur hefur alltaf ver-
ið einn höfuðstyrkur leikhússins -
einnig á þeim tímum þegar dofnað
hefur yfir og stöðnun og stefnuleysi
haldið innreið sina.
Ég vona að Tinna átti sig á þessu
líka, að minnsta kosti ef hún ætlar
að sitja þarna lengur en þau fimm
ár sem hún er ráðin til, en stefna
hennar hefur til þessa virst svo óljós
og reikul að það væri óheiðarlegt
af mér, ef ég lýsti ekki alvarlegum
áhyggjum af því á hvaða ferð leik-
húsið er undir hennar stjórn. Tinna
hefur til dæmis reynt að endurnýja
leikstjórastabbann, ogstundum tek-
ist það vel, en stundum hefur hún
verið gjörsamlega úti að aka í leik-
stjóravali - með afleiðingum sem ég
hef lýst í einstökum leikdómum og
skal ekki endurtaka hér.
Dagar LR taldir?
Og hvað um önnur leikhús? í
Borgarleikhúsinu eru löngu tíma-
bær leikhússtjóraskipti fram undan
og við verðum að trúa að eitthvað
rætist úr fyrir LR undir nýjum stjórn-
arherra. Ef það gerist ekki eru allar
líkur á að dagar LR verði senn taldir
og að Borgarleikhúsið breytist end-
anlega í það sem sumir hafa kallað
í nokkrum vanþóknunartóni „fé-
lagsmiðstöð leikhópanna". Myndu
það nauðsynlega verða slæm ör-
lög fyrir leikJiúsið - og íslenska leik-
list? Hugsanlega, þó ekki endilega.
Hóparnir eru mikilvægir, þá þarf að
efla og umfram allt að skapa hin-
um bestu stöðugri og lífvænlegri
rekstrargrundvöll - þar er Hafnar-
fjarðarleikhúsið gott módel.
En íslensk stjórnvöld hafa enn
ekki borið gæfu til að veita leikhús-
lífinu inn á slíkar brautir; hik og
hálfvelgja setja enn mestan svip á
opinbera pólitik á þessu sviði. Og
allt of litlar fjárveitingar auðvitað.
Veldur hver á heldur, segir mál-
tækið; Leikfélag Reykjavíkur hefur
ekki verið í sérlega góðum höndum
undanfarið og praktísk viðleitni til
að samræma rekstur þess og tilfall-
andi leikhópa, sem detta nú þarna
út og inn, hefur - að því er sagnir
herma - ekki gengið allt of vel. En
erfið rekstrarskilyrði eru ekki nokk-
ur minnsta afsökun fyrir listrænu
hruni LR síðustu misseri. Þar hef-
ur sérkennilegt og of oft misráðið
verkefnaval ráðið úrslitum, að ekki
sé minnst á leikstjóravalið sem hef-
ur á köflum verið stórundarlegt. Ég
bendi á að á síðasta ári voru þrír
lítt reyndir leikstjórar, sem enginn
hafði áður afrekað neitt sérstakt
sem slíkur, kallaðir til að setja upp
stórar sýningar i leikhúsinu. Hvað
Guðjón Pedersen var þar að hugsa
er mér gersamlega hulin ráðgáta -
raunar væri gaman ef hann kæmi
fraiii sjálfur og skýrði það fyrir okk-
ur. íslenskir leikhússtjórar hafa of
lengi komist upp með að flýja inn
í upphafna þögn, hvort sem það
stafar af valdhroka þeirra eða ótta
við að tapa í rökræðum (gagnrýn-
endur og fjölmiðlar bera líka sinn
hluta af sökinni).
Óperan á tímamótum
Af öðrum leikhúsum ætla ég að
láta nægja rétt að drepa á LA og
íslensku óperuna. LA hefur feng-
ið verskuldað lof að undanförnu
og verður ekki aukið við það hér.
Verkefnaval Magnúsar Geirs hefur
vissulega ekki alltaf verið hafið yfir
gagnrýni, en það er vitanlega auð-
veldara að fyrirgefa einstök mistök
ef leikhúsreksturinn í heild stefnir
í rétta átt. Magnús hefur kosið að
Ieggja áherslu á „kröftug nútíma-
verk" eins og hann orðar það, en
sama og ekkert hirt um klassísk
verkefni; og við þær aðstæður sem
LA er rekið má vissulega verja þá
afstöðu, þó að hún sé alls ekki hafin
yfir spurningar og umræðu. Magn-
ús er klár leikhúsmaður sem við
getum vænst mikils af, en hann má
ekki láta popúlistann ná of sterkum
tökum á sér - ekki síst ef hann á eftir
að takast á við stærri og vandasam-
ari leikhússtjóraverkefni en starfið
við LA er - án þess að lítið sé gert úr
því á nokkurn hátt.
íslenska óperan - rétt í lokin,
hún stendur einnig á tímamótum
með nýjum stjórnanda sem þarf
að takast á við erfið úrlausnarefni
sem geta ráðið úrslitum um fram-
tíð íslenskrar óperulistar. Fyrir mitt
leyti treysti ég Stefáni Baldurssyni
fullkomíega til þess. Hann tekur að
ýmsu leyti við góðu búi frá Bjarna
Daníelssyni, Islenska óperan þarf
að finna meðalveg á milli hefð-
bundinna og alþýðuvænna óperu-
sýninga og viðleitni til nýsköpunar
og Bjarna tókst það stundum vel,
oft þó betur en á síðasta ári. Okk-
ur vantar auðvitað góða óperu-
leikstjóra, og á núverandi þroska-
stigi óperunnar þurfum við trúlega
enn um sinn að byggja á útlend-
um kröftum, jafnframt því sem við
eignumst okkar eigin menn. Það
er hins vegar alltaf leiðinlegt þegar
hingað eru kallaðir útlendir miðl-
ungsmenn eins og gerðist í Ariadne
auf Naxos í haust.
Stóra leikritahöfundarins
beðið
Hvaða nýársóskir maður á helst-
ar fyrir hönd íslensks leikhúss? Þær
gætu nú orðið ýmsar, en tvær eru
mér á þessari stundu efstar í huga:
að leikhúsið varðveiti jarðsam-
band sitt, án þess þó að láta hverf-
ula tísku, snobb eða andlega letj of
stórs hluta áhorfenda stjórna sér
- og að stóri leikritahöfundurinn,
sem við erum öll að bíða eftir, fari
loks að láta á sér kræla.