Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Side 49
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 49 SPÁDOMAR ARSINS 2007 Fyrst skulum viö líta á nokkra mola úr spá völvunnar síðasta ár og láta lesendum eftir að meta hversu nákvœmlega spárnar hafa gengið eftir. „Vandræði sem íslenskt fjármálafyrirtæki eða banki lendir í munu hafa mikil áhrif innan lands og utan. Fyrirtækið er órjúfanlega tengt útrás íslendinga á erlendan markað og vandræði þess sem tengjast stjórnendum þess og stórum viðskiptavinum munu kosta þá traust viðskiptalífsins í íhaldssömu landi." Iiér á völvan augljóslega við skipbrot FL-group sem hófst með því að amerískt viðskiptalíf missti trúna á gengi American Airlines. „Blaðið verður afgangsstærð í vaxandi umsvifum Arvakurs og mun líklega veslast upp og deyja." Blaðið dó vissulega í þeim skilningi að það skipti um nafn. „Miklar deilur koma upp í borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykja- vík og einhverjar breytíngar blasa þar við." Hér þarfekki útskýringa við og hér sýndi völvan mikla skarps- kyggni því ekkert um síðustu áramót benti til þess að borgarstjómar- meirihlutinn í Reykjavík stœði völtumfótum. „Eitt þreyttasta sakamál seinni tíma, Baugsmálið mun andast í gjörgæslu dómkertísins. Því lýkur ekki með hvelli heldur kjökri þegar málflumingurinn koðnar niður og verður nánast að engu." Þetta hefurgengið nákvœmlega eftir. „Á sviði bókaútgáfu verða nokkur tíðindi. Stórt útgáfufyrirtæki lendir í vandræðum og bjargar sér með því að ganga tíl samstarfs við keppinaut sinn, litríkan útgefanda sem hefur marga fjöruna sopið." Edda útgáfa og JPV sameinuðust undir merkjum Forlagsins. Þetta hefur völvan séð mjögskýrt. „Á nýju ári verða sérstæðar náttúruhamfarir á austurhluta lands- ins sem valda þó ekki tjóni." Jarðskjálftar við Upptyppinga hafa verið vísindamönnum undr- unarefni allan seinni hluta ársins. „Ragnar Bragason verður sigurvegari ársins." Enginnfékk fleiri Eddur en Ragnar fyrir kvikmyndirnar Börn ogForeldra ogsjón- varpsþœttina um Nœturvaktina sem slógu algerlega ígegn á árinu. „Ungur og þekktur tónlistarmaður verður mikið í sviðsljósinu snemma árs vegna fíkniefna- neyslu." Kalli Bjami hefur verið ífréttum allt árið vegnafíkniefnamála. Það var með hálfum huga sem blaðamenn gengu á fund einnar umtöluðustu völvu fslands og báðu hana að skyggnast inn í ftamtíð- ina. Þessi tíltekna völva lagði línur þessa árs í völvuspá fyrir tímaritíð fsafold fýrir réttu ári og þótti sannspá. Völvan býr semfyrr íglcesilegu húsnœði í vinscelu hverfi í 101 þarsem séryfir Faxaflóann ogEsjuna. Hún bauð upp á rót- sterkt kaffi á koldimmum desembermorgni þegar regnið barði rúð- urnar og vindurinn ýlfraði ámátlega í steinklceddum veggjum. Aðeins var lýst með kertaljósum og völvan virtist líða í hálfgert ómegin uns hranalegtkrunkhrafnakvað við. Þeirkomu tveirsaman utan úrsort- anum og settust á svalahandriðið, úfnir og hraktir og störðu inn um glerið í augu völvunnar. Hún tók til máls og rakti hiklítið textann sem hérfer á eftir. Magnús Geir Þóroarson Leikhússtjór inn mun hætta hjá Leikfélagi Akureyrar og hefja störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur eftir því sem völvan sagði. SPJALLAÐ ÆN ■ Völvan sér íslenska bænd- ur afar áberandi á nýju ári. Hugsjónamenn í bænda- stétt munu koma fram með rekstur stórbúa í verksmiðjustíf og mæta hugmyndir þeirra tafs- verðri andstöðu en menn fá ekki að gert. Natíi Andra Hrólfssonar, bónda og fjár- málamanns í Víðidal í Húnaþingi, er tengt þessu og ekki síður Guðmundar Birgissonar á Núpum í Olfusi, eins hluthafa í Lífsvaii sem hefur safnað jörðum víða um land undanfarin misseri. i Mjög alvarlegt sakamál kemur upp á fomfrægu höfuðbóli og ábúendur þar dragast inn í málið að ósekju. Þetta sér völvan gerast á Vestfjörðum. ■ Magnús Geir Þórðarson verður ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og mun taka til hendinni af sama kraftí og einkennt hefur störf hans á þeim vettvangi hingað til. Á haustmánuðum nýs árs mun samkeppni stóru leikhúsanna um starfskrafta leikara aukast mjög og verða í kastljósi fjölmiðla. Síðari hluta ársins verður Þjóðleikhúsið vettvangur mikilla átaka og gagnrýni sem leiða tíl breytínga á yfirstjóm þess. ■ íslensldr kvikmyndagerðarmenn munu halda áffam að vinna nýja sigra og sérstak- lega mun frægðarsól Baltasars Kormáks og Ragnars Bragasonar skína skært á nýju ári þegar ný verkefni þeirra líta dagsins ljós eða verða kynnt og reynast vera stærri í sniðum en menn hafa áður séð. ■ íslenskir rithöfundar eiga gott ár fr am undan eftír gjöfula jólavertíð sem er að líða. Völvan sér Einar Má Guðmundsson mikið í kastljósinu á nýju ári þegar verk hans fá aukna viðurkenningu. ■ Arnaldur Indriðason verður sífellt þekktari sakamálahöf- undur á alþjóðavísu og vekur athygli á öðmm höfundum á sama sviði. Ævar Öm lós- epsson mun njóta meiri hylli erlendis og fær einhver verðlaun fyrir bók sína. ■ Ómar Ragnarsson verður mikið í fféttum á árinu vegna heimildarmyndar hans um fyllingu Hálslóns sem færir honum alþjóð- lega athygli og viðurkenningu. Myndin vekur meiri athygli erlendis en innanlands. ■ fslensk leikkona fær tílboð stórt hlutverk í norrænni kvikmynd sem hún þiggur og vekur mikla athygli. Völvan sér ekki betur en það sé Elva Osk Ólafsdóttir. ■ fsland verður ennffemur vettvangur kvikmyndatöku í stórriamerískri kvik- mynd en einhver leiðindamál munu tengj- ast því verkefni sem varpa skugga á það og þá sem því tengjast. ■ Seint á árinu kemur út ævisaga látíns listamanns sem á eftír að vekja gríðarlega athygli vegna persónulegra uppljóstrana sem þar verða í fyrsta sinn gerðar opinber- ar. Yfirlýsingar hans um kynlíf og kynhegð- un margra þjóðþekktra manna á miðri tuttugustu öldinni munu vekja gríðarlega athygh. ■ Menntaskólinn í Reykjavík tapar loka- viðureign Gettu betur mjög naumlega fýrir liði Menntaskólans í Kópavogi. Völvan sér harðar deilur sem tengjast Gettu betur á þessu ári og munu dómari keppninnar, PállÁsgeirÁsgeirsson, ogspyrill, Sigmar Guðmundsson, elda grátt silfur opinber- lega um tíma, en sættir nást líklega bak við tjöldin. ■ Vestfirski snillingurinn Mugison sigrar heiminn á nýju ári þegar tónlist hans slær í gegn á mjög stórum markaði og hann fer á kostum í erlendum sjónvarps- þætti svo lengi verður í minnum haft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.