Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 66
6« FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Helgarblað DV Þaö var ekki margt sem benti til þess að Unterweger væri sá morðingi sem raun bar vitni. Mörgum konum fannst sem þar færi lítill drengur, en það var ekki lítill drengur sem lagði fæð á vændiskon- ur beggja vegna Atlantsála. Félláeigín bragði Craig Wilcox hugsaði sér gott til glóðarinnar. Hann sárvantaði reiðufé og tók því þá ákvörðun að svindia á tryggingarfélagi sínu. Hann ók bifreið sinni frá New York til Jacksonville í Florída og sldldi hann þar eftir á bílastæði við fjölbýlishús. Að því loknu tilkynnti hann að bílnum hefði verið stolið og vonaðist eftir að fá sínar 600.000 krónur út úr tryggingunum. Áætlunin var ekki slæm og hefði átt að ganga upp, en þegar lögreglan fann bifreiðina lá í farþegasæti hennar nákvæm leiðarlýsing frá heimili Craigs að bílastæðinu í Jacksonville. Hann var handtekinn. Johan „Jack" Unterweger fædd- ist 1950 í Judenburg í Austurríki. Hann var sonur vændiskonu og óþekkts bandarísks hermanns. Móðir hans, Theresia Unterweg- er, komst endrum og sinnum í kast við lögin og þegar hún var dæmd til fangelsisvistar var Jack sendur til afa síns og ólst þar upp í fátækt og undir oki afa síns, sem var of- beldisfullur ofdrykkjumaður, í kofa sem var ekld nema eitt herbergi. Jack Unterweger dó árið 1994. Á yngri árum var Jack tíður gestur í fangelsum. Honum virtist vera sérstaklega uppsigað við vændiskonur og var oft settur á bak við lás og slá vegna árása á þær. En árið 1974 gekk Jackoflangt og myrti hina átján ára Margaret Scháfer með því að kyrkja hana með hennar eigin brjóstahaldara. Jackvardæmdurtillífstíðarfangels- isvistar. f fangelsinu varð hann hugfanginn af skrifum og notaði tímann til náms. Hann sendi frá sér smásögur, ljóð og leikrit og sjálfsævisöguna „Hreinsunareld- urinn" sem hlaut mikið lof bæði almennings og gagnrýnenda. Eftir sextán ár í fangelsi var talið að Jack væri „endurhæfður" og reiðubúinn til að taka þátt í lífi utan múranna. Annað átti eftir að koma á daginn. Kyrkjarinn í Vínarborg Árið 1991 var Jack Unterweg- er ráðinn af austurríslcu tímariti til að skrifa um glæpi í Los Angel- es í Bandaríkjunum. Á meðan dvöl hans þar stóð fjallaði hann um vændi og glæpi og ók um borgina með lögreglumönnum svo hann kæmist sem næst viðfangsefninu. Það var á þessum tíma sem vænd- iskonurnar Shannon Exley, Irene Rodriguez, og Sherri Ann Long féllu fyrir hendi Jacks Unterweger. Þeim hafði verið misþyrmt og þær Honum virtist vera sér- staklega uppsigað við vændiskonur og var oft settur á bak við lás og slá vegna árása áþær. síðan kyrktar í eigin brjóstahöldur- um. Eftir misheppnaðar tilraunir til að komast inn í kvikmyndaiðn- aðinn sneri Unterweger heim til Austurríkis. Lögreglan í Vínarborg í Austur- ríki var önnum kafin við að púsla saman vitneskju vegna fjölda morða sem öll báru einkenni verka Unterwegers og eftir ábendingu frá lögreglumanni sem hafði áður rannsakað hann fór svo að lögregl- an setti hann á lista yfir grunaða. Eftir að vændiskona sem sloppið hafði frá Unterweger bar kennsl á hann af ljósmynd taldi lögregl- an sig hafa nægar sannanir til að handtaka hann. En Unterweger hafði fengið veður af yfirvofandi handtöku og ákveðið að láta sig hverfa. Lögreglunni tókst þó að rekja slóð hans gegnum Evrópu, Kanada og loks til Bandaríkjanna og Unter- weger var handtekinn af alríkislög- reglunni, FBI, á Miami í Flórída 27. febrúar 1992. Meðan Unterweger var á flótta undan réttvísinni hafði hann ítrekað haft samband við austurríska fjölmiðla og reynt að sannfæra þá um sakleysi sitt. Ellefu morð, níu sakfellingar Austurríki fór fram á framsal og þótt yfirvöld í Bandaríkjunum vildu sjálf rétta yfir honum vegna morðanna á vændiskonunum var ekki tími til að bíða eftir niður- stöðum DNA-rannsóknar áður en frestur til framsals rann út. Það var réttað yfir Jack Unterweger í Austurrfld og var hann ákærður fýrir ellefu morð. Þar sem ekki var hægt að úrskurða um dánarorsök í tveimur tilvikum, því ekkert var eftir af líkunum nema skinin bein, var hann eingöngu fundinn sekur um níu morð. í lok júnímánaðar var Jack Unterweger dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun. Sama kvöld framdi hann sjálfsmorð með því að hengja sig í klefa sínum. Til verksins notaði hann skóreimar og reim úr hlaupagalla. Hnúturinn sem hann notaði var sá sami og hann hafði notað við morðin á vændiskonunum. Vegna austurrískra laga, eins og þau voru þá, dó Jack Unterweg- er saklaus maður. Vegna þess að hann dó áður en hann hafði áfrýj- að dómnum taldist dómurinn ekki staðfestur með tilliti til laga. Kosslnn langi Tvær ástfangnar turtildúfur neyddust til að kalla á lögregl- una eftir að hafa læst inni í and- dyri húss í Greve í Danmörku. Svo niðursokkin voru þau í kossaflensi sínu að þau vissu ekki fyrr en tímastillt læsingin small á. Og þau komust hvorki lönd né strönd. Drengurinn brá á það ráð að hringja í lögregluna og útskýrði málið og einum og hálfum klukkutíma síðar voru þau með aðstoð lásasmiðs leyst úr prísundinni. Væntanlega not- uðu þau biðtímann til að lcyss- ast. Stúlkan var keyrð heim til foreldra sinna í kjölfarið. Skottulækn arsektaðlr Stjómvöld í Tadsjikistan sjá ekki annað úrræði í baráttunni gegn nornum og töfralæknum en að beita háum fjársektum. Tadsjikistan er eitt fátækasta fýrrverandi Sovédýðveldið og að sögn yfirvalda er uppgang- ur skotttilækna svo mikill að þeir hirða svo gott sem síðustu aurana af grunlausum almenn- ingi. Imomali Rakhmon, for- seti landsins, hefur innleitt háar sektir við íburðarmiklum brúðkaupum og jarðarfömm og reglur um fjölda gesta við slflc tækifæri og lista yfir það sem má bjóða gestum upp á. Rétti jólaandinn Michael Austin frá Montan i Bandaríkjunum ákvað að komast ódýrt frá að skreyta garðinn sinn fyrir jólin. Hann tók einfaldlega jólatré og skraut ófrjálsri hendi á jólamarkaði og setti upp í garðinum hjá sérog setti einnig jólakransa við innkeyrsluna, flott skyldi það vera. Hann gleymdi bara einu mikilvægu atriði; að fjarlægja rauð og gul sölumerki sem héngu á trénu. Eigandi markaðarins ók fyrir tilviljun framhjá húsi nískupúkans og þekkti þar það sem hafði horfið frá honum. Michael var kærður fyrir þjófnað. Sum mistök eru skemmtilegri en önnur eins og dómsmál á ítaiiu sannar Stundum er sannleikurinn meira i a*tl við Disney-fyrirtækisins á Italíu. skáldskap en skáldskapurinn sjálfur hftiifarandi gæti átt ser stað i Andabæ Waits Disney, en |n> Akærði er alvörupersona aðalsdguhetjurnar sett Andres ()nd, Mikki Vlns, Sakbornmgur i malintt er Kínverji sem nelta Andrésína og Rip, Kap og Kup er sögusviðið ekki framleítt og selt eftirlíkingnr af þessum asisælu Andabær,helilur\apolíáítaliu. Idesemberbyr|un perstmum sem tVTir liingu eru orðnar heimsira'gai voru þau asamt lleiri teiknimyndapersónum Fnþaðgerðihannantilskilinnaley'faogánþessað nefnilega kiilluð ttl að hera vitni i máli vegna reiðatrumþoknuntilDisnev-lyrirtækisins.l ioten/.;i lölsunar á þeim sjálfum. „Ákæruvaldið kallar Somtto giskaði a að etnhverri skrifsiolublokinni Andrés ()nd lil vitnis." gæti maðui ímyndað sér hetði orð ð hrapallega a , ittessunni ogsett Andres að heyrðtst sagt í dúmsalnum. t )nd og lélaga a vitnalistann 1 raun nefði nægt að Fulltrúi Disnev lynrtækisins ,i Italíu sagði netna þau lyrirtæki seir. Iiiut eiga að málinu og að þarna hefði verið um að ræða mistiik ai fulltrnajH*iira. Fögliíeðtngui Disney-týrirtækisins, andabæskri stærðargráðu, þti ekki vantaði Ciistina Kavelli. sagðjst jto vuna uð Andres Onti kitnnina imálið. „Égvonaað rétturinn fyrirgefi að og iélagar yrðu ekki akærðii lyrir vam irðingu við hvorki Andrés né Mikki sjái sérfært að mæta fyrir réttinn fyrir að mæta ekki til vitnaleiðslunnar og réttinn. Skuldbindingar þeirra í Andabæ standa bætti við að málið myndi tefjast eitthvað vegna í vegi fyrir því," sagði Fiorenza Sorotto, forstjóri þessara mistaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.