Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Qupperneq 86

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Qupperneq 86
86 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Slðast en ekki slst DV VIKUNNAR Sjúkraflutningamenn f Arnes- sýslu fá fullt hús stiga fyrir gjafmildi og góðan hug á jólum. Þeir ákváðu að afþakka jólagjafir og færa ungum veikum dreng andvirði gjafanna. Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla sem orsakar seinkun á tauga- og hreyfiþroska hans. Hann á tvíbura- systur sem er alheilbrigð. Sjúkraflutn- ingsmennirnirfærðu fjölskyldu hans 50 þúsund krónur. ★ *** JUKRABILL Kolbrún Lff, unga stúlkan sem missti fingur (Laugardagslauginni skömmu fyrir jól,fær þrjár stjörnurfyrir . ómælda yfirvegun og jákvæðni á erfiðum tímum. Aðeins átta ára þarf hún að standa frammi fyrir því að læra að beita hendinni upp á nýtt, meöal annars að læra skrifa aftur. ( viðtali við fjölmiðla sýnir hún gott skap og jákvæðni þrátt fyrir að þurfa að gefa draum sinn um fimleika upp á bátinn (bili. Verslunarfólk fær tvær stjörnur fyrir að vinna allt að 16 tíma vaktir fyrir jólin. Met var slegið (kortanotkun og peningaeyðslu fyrir þessi jólin svo það er enginn vafi á því að mjög mikið hefur verið að gera (verslunum landsins. Hörkuduglegt fólk á ferð sem leggur það á sig að vinna svona mikið svo landsmenn geti glatt sfna nánustu með vörum oq munaði. SigurSur Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi stormur, fær eina stjörnu fyrir að spá rétt til um jólaveðrið. Siggi spáði því fyrir að kólna myndi (veðri á Þorláksmessu með möguleika á snjó og að það yrði afar jólalegt á jóladag. Sú varð raunin en (slendingar vöknuðu þá við að snjó kyngdi niður með tilheyrandi hömlum á samgöng- um. Langþráð og skemmtileg stemmning sem eflaust hefur komið mögum I almennilegt jólaskap. STÆRSTU TOPIN VORU ÍSKÁKINNI Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra er ánægður með þann árangur sem hann hefur náð í starfi sínu en hann hefur starfað sem forsætisráðherra í rúmt eitt og hálft ár. Hann segir þó enn margt ógert. Hver er maðurinn? „Geir Hilmar Haarde, 56 ára Reykvík- ingur, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra." Hver eru þín áhugamál? „Þau eru stjórnmál, tónlist og flestallt þar á milli." Hefur þú búið erlendis? „Já, ég var sex ár í háskólanámi í Bandaríkjunum." Uppáhaldsstaður? „Bologna á ftah'u." Besti matur? „Það mun vera íslenskt lambakjöt." Á hvernig tónlist hlustar þú? „Ég er alæta á tónlist." Hefur þú lengi ræktað söngvar- ann í þér? „Nei, því miður hef ég lítið sem ekkert ræktað hann." Er draumurinn að gefa út plötu? „Nei." Ertu glaðlyndur? „Já, það er ég." Hvað dreymdi þig um að verða sem barn? „Mig dreymdi um að verða símamað- ur eins og faðir minn." Tekur starf forsætisráðherra mikinn tíma frá fjölskyldunni? „Já, það gerir það." Ert þú mikill fjölskyldumaður? „Já." Ef ekki forsætisráðherra hvað þá? „Utannkisráðherra." Hefur þú náð þeim árangri sem þú vildir sem forsætisráðherra? „Já, það er þó margt enn ógert." Hvað vilt þú sjá á nýju ári? „Ég vil sjá áframhaldandi farsæld þjóðarinnar." Hver er þinn stærsti sigur á ferlinum? „Síðustu alþingiskosningar." En stærsti ósigur? „Allar skákirnar sem ég hef tapað fyrir Halldóri Blöndal." Hver er þín fyrirmynd? „Það er enginn tiltekinn einstakling- ur." Hver er draumurinn? „Draumurinn er að skila góðum ár- angri í starfi." Hvaða þrjú lýsingarorð lýsa þér best? „Ég hef leitast við að vera réttsýnn, heiðvirður og vinnusamur." Strengir þú áramótaheit? „Nei, það geri ég ekki." Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári? „Ég mun fagna því heima hjá mér með hefðbundnum hætti." SANDKORN ■ Á gamlárslcvöld ætlar part- íteymið Klki Ow og Curver að halda sitt síðasta 90's partí. Það eru eflaust sorgarfregnir fyrir marga að ekki verði fleiri slík partí haldin en Curver er nú búsettur í Banda- ríkjunum. Hingað til hefur verið troðið út úr dyrum í partíunum og keppast gest- ir við að mæta í sem skraut- legustum neon-fatnaði sem einkenndi tíunda áratuginn. Nú er hins vegar enn meiri ástæða til að vera sem slcraut- legastur þar sem tískulöggan alræmda, Yvan Rodic, mætir í partíið en hann hyggst taka myndir fyrir heimasíðuna fac- ehunter.blogspot.com. ■ Óskar Magnússon, fyrrver- andi forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, kom mörgum á óvart í fyrra þegar hann gaf út smásagnasafnið, Borð- aði ég kvöldmat í gær? Óskar, sem áður hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður og for- stjóri bæði Hagkaupa og Og Vod- afone, fékk afbragðs- dóma fyrir fyrstu bók sína, en var eklci með í jólabóka- flóðinu í ár. Óskar er þó hvergi af baki dottinn og er víst að skrifa nýja bók um þessar mundir sem er væntanleg árið 2008. ■ Plötusnúðurinn Danni Deluxxx hefur myndað óvænt vinabönd. Þannig er mál með vexti að fyrir einhverja tilviljun endaði Daníel með símanúmerið hjá bandaríska rapparanum J.R. Writer úr Diplomats-hópnum, sem er hrikalega vinsæll þar í landi. Eitt kvöldið þegar Daníel var við skál ákvað hann að hringja í kappann, sem er talinn einn af efnilegustum röppurum New York-borgar. Æxluðust mál þannig að Danni og Writ- er heyrast í næstum hverri viku og jafnvel er það í píp- unum að fá kappann til landsins til þess að spila fyrir rappþyrsta Islendinga. dori@dv.is Tvísýnt áramótaveður „Fönnin sem verið hefur að safnast fyrir á landinu allt frá því á aðfangadag virðist ekki ætla að staldra lengi við að þessu sinni, reyndar alveg fram á sunnudag!" segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.„Þá verður kominn 30. desember og þann daginn er allt útlit fyrir enn einn veðurlivellinn á landinu, með SA-stormi, hláku og reikna má með umtalsverðu vatnsveðri sunnan- og suðvestanlands. í kjölfarið alveg fram á gamlársmorgun verður hvöss SV-átt með éljagangi vestan til á landinu, en rofar til eystra. Eftir það koma tveir möguleikar til greina, annars vegar að það verði minnkandi SV-átt með éljaveðri og vægu frosti. Hins vegar, og það er möguleiki sem ég tel líklegri, að það komi ný lægð eða lægðabylgja upp að Suðurlandi með hvössum vindi og rigningu eða slyddu einmitt um það leyti sem nýja árið gengur í garð. Hjálparsveitirnar munu vafalítið vera í miklum 'v, önnum næstu daga, líka vegna veðurs. Það er brýnt að styöja vel við bakið á þessum mikilvægu „illviðrasjálfboðaliðum" okkar." ! . Einar Sveinbjörnsson, veðurfrædingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.