Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 7
október, sem stafar af því að reiknað er með að fram- leiðsla sjávarafurða aukist minna en í fyrra. Saman- lagt leiða þessar breytingar til þess að Þjóðhags- stofnun spáir nú 38½ ma.kr. viðskiptahalla árið 2000, tæplega 10 ma.kr. meiri halla en spáð var í október. Þetta er u.þ.b. sami halli og áætlað er að hafi verið á síðasta ári og nemur 5,6% af áætlaðri landsfram- leiðslu ársins. Þær breytingar sem að framan greinir breyta litlu um hagvöxt þar sem meiri viðskiptahalli vegur á móti meiri vexti þjóðarútgjalda. Samkvæmt ofangreindu verður árið 2000 hið þriðja í röð sem viðskiptahalli er meiri en 5%. Fara þarf allt aftur til áranna 1974-1976 til að finna dæmi um jafnhátt þriggja ára meðaltal. Einstakt er hins vegar að orsakir hallans nú eru ekki alvarlegur brest- ur í útflutningstekjum. Hann stafar nær eingöngu af mikilli innlendri eftirspurn. Að því leyti er staðan viðkvæmari nú en oft áður. Er raungengi orðið hærra en staðist fær til lengdar? Undanfarið ár hefur innlent verðlag og launakostn- aður hækkað umtalsvert meira en verðlag og laun í helstu viðskiptalöndum. Jafnframt hefur aðhaldssöm peningastefna leitt til þess að nafngengi krónunnar hefur að meðaltali hækkað gagnvart gjaldmiðlum viðskiptalandanna. Hvort tveggja felur, að öðru óbreyttu, í sér hækkun á raungengi krónunnar, sem gerir samkeppnisstöðu innlends atvinnurekstrar erf- iðari. Hagnaður innlendra fyrirtækja í samkeppni við innflutning eða á erlendum mörkuðum minnkar. Til lengdar getur það leitt til þess að markaðshlutdeild innfluttrar vöru á innlendum markaði eykst og vöxtur útflutnings stöðvast eða dregst saman. Af því leiðir að halli á utanríkisviðskiptum eykst. Þegar svo hátt- ar að stjórnvöld þurfa að auka verulega aðhald í pen- ingamálum á sama tíma og viðskiptahalli er mikill getur það sett hagstjórn í nokkurn vanda, þar sem aukið peningalegt aðhald leiðir að öðru óbreyttu til gengishækkunar og þar með aukins viðskiptahalla áður en það skilar sér í minni innlendri eftirspurn. Gagnvart þessum vanda standa íslensk stjórnvöld einmitt nú, en um það verður nánar fjallað hér á eftir. Eitt þeirra álitamála sem kvikna við slíkar aðstæður er hvort hækkun gengis og innlends kostnaðar hafi þrengt svo að samkeppnisstöðu atvinnuveganna að frekari hækkun raungengis leiði til meiri röskunar á ytra og að endingu innra jafnvægi í þjóðarbúskapn- um en markaðsaðilar telja að geti staðist til lengdar. Telji þeir að áframhaldandi aðhald í peningamálum krefjist meiri fórna en líklegt sé að stjórnvöld séu reiðubúin að færa kann traust þeirra á peningastefn- unni að þverra með tilheyrandi fjárflótta. Ýmsum kvörðum er hægt að beita til að meta stöðu innlendra atvinnuvega gagnvart erlendum keppinautum. Algengast er að líta til þróunar vísitölu raungengis yfir ákveðinn tíma. Sá galli er á gjöf Njarðar að slíkar vísitölur veita ekki beinar upplýs- ingar um stöðu fyrirtækja, heldur einungis grófa vís- bendingu um hvernig staða þeirra hefur breyst miðað við tiltekna upphafsstöðu eða meðaltal. Niðurstöður slíks mats eru augljóslega háðar vali á upphafsstöðu eða meðaltalstímabili. Sums staðar hefur verið reynt að leggja mat á svokallað jafnvægisraungengi, þ.e.a.s. raungengi sem samrýmist ytra og innra jafn- vægi í þjóðarbúskapnum. Slíkt mat hefur ekki verið gert fyrir Ísland og er að auki ævinlega bundið mik- illi óvissu. Þótt styðjast verði við ófullkomnar vísbendingar verður samt ekki vikist undan þeirri spurningu hvort núverandi eða jafnvel enn hærra raungengi fái staðist til lengdar, enda hækkaði raungengi krónunnar um- talsvert á síðasta ári. Frá fjórða ársfjórðungi 1998 til sama tímabils 1999 hækkaði raungengi á mælikvarða hlutfallslegs verðlags um 6,5% og um 3,6% á mæli- kvarða hlutfallslegs launakostnaðar á einingu. Frá því að raungengi náði sögulegu lágmarki árið 1994 hefur það hækkað um 10% og 14% mælt á sömu kvarða. Þrátt fyrir þessa hækkun var raungengi á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs þó aðeins lítið eitt yfir meðaltali síðastliðinna 20 ára á mælikvarða verðlags og lítið eitt undir á mælikvarða launa. Á þessu ári mun raungengi væntanlega hækka nokkuð umfram meðaltal síðustu 20 ára. 6 PENINGAMÁL 2000/1 Raungengi krónunnar 1985-2000 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 75 80 85 90 95 100 105 110 115 120 125 % Raungengi m.v. verðlag Raungengi m.v. laun Mynd 3 Ársfjórðungslegar tölur Áætlun 1999. Spá 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.