Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 23

Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 23
um árum, urðu þeir stjórnvöldum tilefni til sérstakrar fyrirgreiðslu frá 1985 til 1991. Enda þótt gögn um verð á atvinnuhúsnæði séu lakari en gögn um íbúða- verð er óvarlegt að ætla að það sé lægra en íbúðaverð í sögulegu samhengi, og ljóst er að verðfall á veð- settu atvinnuhúsnæði átti þátt í útlánatöpum innláns- stofnana og fjárfestingarlánasjóða eftir hagsveiflu- toppinn 1987. Í ljósi reynslunnar og vaxandi skuldsetningar virðist nokkur hætta á að afturkippur í tekjum heim- ilanna og lækkandi íbúðaverð gæti leitt til erfiðleika í lánakerfinu. Þar sem verð á atvinnuhúsnæði virðist sveiflast enn meira en íbúðaverð og þar sem sveigj- anleiki í fjárhag fyrirtækja er minni en sveigjanleiki heimila er ekki síður ástæða til varúðar í mati á greiðslugetu fyrirtækja og veðhæfi atvinnuhúsnæðis. Rétt er að hafa í huga að kaup á atvinnuhúsnæði eru að mestu fjármögnuð af almennum lánastofnunum en kaup á íbúðarhúsnæði af Íbúðalánasjóði. Einnig ber að hafa í huga að almennt gilda lægri veðsetningar- mörk í íslenskum lánastofnunum en algengt er í ýmsum nágrannalöndum. Markaðsverðmæti skráðra hlutafélaga hækkaði mjög á liðnu ári, eða um liðlega 67% frá ársbyrjun 1999 til loka janúar sl. Markaðsvirði skráðra hluta- félaga nam um 53% af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs en 36,4% árið áður. Hlutabréfaverð (heild- arvísitala aðallista) hefur einnig hækkað mikið eða um 53% frá upphafi árs 1999 til loka janúar 2000. Ljóst er að góð afkoma fyrirtækja á hlutabréfa- markaði skýrist mjög af góðu árferði og rekstrarum- hverfi. Einnig hafði gengishækkun krónunnar á liðnu ári jákvæð áhrif á fjármagnsliði þeirra fyrirtækja sem mikið skulda í erlendum gjaldmiðlum. Ekki er við því að búast að slíkur ábati verði varanlegur eða endurtaki sig. Þess er einnig að geta að nokkur hluti þeirra fyrirtækja sem eru á hlutabréfamarkaði, sér- staklega fjármálafyrirtækin, nutu verulegs gengis- hagnaðar á síðasta ári á hluta- og skuldabréfum. Slíkur hagnaður er tímabundinn, en óreglulegur í eðli sínu og er ekki hluti af viðvarandi tekjumöguleikum þeirra. Niðurstaðan er því sú að góða afkomu fyrir- tækja 1999 megi skýra að verulegu leyti með óvenju jákvæðu efnahagsumhverfi og uppsveiflu og tíma- bundnum ábata vegna gengishækkunar krónunnar og gengishagnaðar af verðbréfaviðskiptum. Mjög erfitt er að meta hvort verðlagning hluta- bréfa á verðbréfamarkaði feli í sér verulega áhættu, enda byggist verðlagning þeirra á væntingum um framtíðarhagnað fyrirtækja sem enginn veit hver verður. Hlutfallið á milli verðs hlutabréfa og síðustu mælinga á hagnaði, svokallað V/H-hlutfall, er um þessar mundir víða hærra en hér á landi, en það á að hluta til skýringu í því að hér eru vextir hærri en ann- ars staðar og að hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum er mjög hátt um þessar mund- ir. Auk þess er V/H-hlutfall skráðra fyrirtækja hér á landi, að fjármálafyrirtækjum slepptum, nokkru hærra en að þeim meðtöldum, en hagnaður þeirra hefur verið óvenju mikill að undanförnu. Mikil eftir- spurn hefur verið eftir hlutabréfum og markaðsaðilar virðast búast við verðhækkun þeirra. Í þessari bjart- sýni markaðsaðila er hins vegar fólgin langtíma- áhætta, sérstaklega í ljósi þess hve jafnvægi í þjóðar- búskapnum er viðkvæmt um þessar mundir. Lánastofnunum kann að vera sérstök hætta búin af útlánum til sjávarútvegsins þegar sveiflukennt kvótaverðmæti myndar tryggingu fyrir lánum. Hing- að til hefur verð aflaheimilda að jafnaði ekki lækkað. Þó eru þess dæmi að verð aflaheimilda í einstökum fisktegundum hafi lækkað verulega, svo sem í rækju á undanförnum misserum. Ein helsta áhætta tengd einstökum atvinnugreinum eða geirum felst í því að lánastofnanir láni út á útblásið kvótaverð. Ástæða er til að fylgjast með þróun markaðsverðs aflaheimilda og áhrifum þess á útlánaákvarðanir. Leiði hátt verð á aflaheimildum til aukinna útlána eykst hætta á að veruleg verðlækkun á aflaheimildum rýri verðmæti veða og leiði til útlánatapa. Lánastofnanir virðast gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólgin er í verð- mati aflaheimilda. Samkvæmt athugunum Seðla- bankans hefur gætt vaxandi varkárni lánastofnana í 22 PENINGAMÁL 2000/1 Hlutabréfaverð 1993 - 1999 Mynd 3 1993 1994 1995 1996 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2.400 31/12 '97=1000 1997 1998 1999 2000 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2.400 Daglegar hlutabréfavísitölur VÞÍ Heildarvísitala aðallista Fjármál og tryggingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.