Peningamál - 01.02.2000, Síða 8

Peningamál - 01.02.2000, Síða 8
Sé núverandi raungengi skoðað með hliðsjón af þróun raungengis undanfarin 20 ár er tæpast hægt að draga þá ályktun að hækkun raungengis að undan- förnu ógni alvarlega samkeppnisstöðu atvinnuveg- anna, sérstaklega þegar haft er í huga að eðlilegt er að gengi styrkist á tímum góðæris. Útflutningur iðn- aðarvöru, bæði stóriðjuafurða og annarrar vöru, óx ennfremur verulega á síðasta ári, sem bendir ekki heldur til þess að raungengi hafi þrengt verulega að útflutningsgreinum. Afkomutölur fyrirtækja á fyrri helmingi síðastliðins árs virðast einnig styðja þessa ályktun, því að hagnaður fyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands (VÞÍ) af reglulegri starfsemi fyrir skatta jókst úr 4,5 ma.kr. á fyrri helmingi ársins 1998 í 6,5 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Við þessa hagstæðu útkomu verður þó að gera nokkra fyrirvara. Í fyrsta lagi staf- ar aukinn hagnaður fyrirtækja á VÞÍ fyrst og fremst af góðri afkomu í fjármálastarfsemi. Þessa góðu af- komu má að nokkru leyti rekja til gengishagnaðar. Hagnaður í iðnaði og sjávarútvegi minnkaði hins vegar nokkuð. Í öðru lagi má telja líklegt að smá óskráð fyrirtæki sem eru háðari innlendum lánsfjár- markaði en stóru fyrirtækin verði fremur fyrir barð- inu á hækkun innlendra skammtímavaxta en stór fyrirtæki á VÞÍ. Í þriðja lagi verður að hafa í huga að raungengi hækkaði mest á síðustu tveimur fjórðung- um ársins. Verðþróun á hlutabréfamarkaði virðist að vísu ekki gefa til kynna að þeir sem eiga viðskipti með hlutabréf á VÞÍ telji að afkoma fyrirtækja sé að versna. Reynslan sýnir hins vegar að mat markaðar- ins getur breyst mjög skyndilega. Hvað sem því líður er tímabundin lækkun hagn- aðar fyrirtækja óhjákvæmilegur fylgifiskur aðhalds- samrar peningastefnu og raunar ein af miðlunarleið- um peningastefnunnar. Minni hagnaður hvetur fyrir- tækin til að gæta hófs í fjárfestingu, launahækkunum og nýráðningu starfsfólks. Þannig hamlar hátt gengi í góðæri gegn þeirri tekjuuppsveiflu sem er undirrót viðskiptahalla, jafnvel þótt halli aukist til skamms tíma litið. Slökun á peningalegu aðhaldi við þær að- stæður sem nú eru á vinnumarkaði og víðar myndi hins vegar ekki leiða til varanlegrar lækkunar raun- gengis, þar sem gera má ráð fyrir að slíkt myndi fljót- lega leiða til aukinnar verðbólgu og launaskriðs sem vægi á móti áhrifum gengislækkunar á raungengi.3 Greining á núverandi stöðu raungengis gefur ekki tilefni til að álykta að það hafi hækkað umtalsvert umfram það sem samræmist langtímastöðugleika. Afkoma atvinnuveganna er enn þokkaleg og útflutn- ingur í nokkrum vexti. Það ójafnvægi sem myndast hefur á ytri jöfnuði þjóðarbúsins stafar fyrst og fremst af óhóflegum vexti eftirspurnar. Aðgerðir til að draga úr viðskiptahallanum verða fyrst og fremst að hefta vöxt eftirspurnar, því að hinn kosturinn, að leyfa genginu að lækka með því að draga úr peninga- legu aðhaldi, myndi raska enn frekar innra jafnvægi þjóðarbúsins og kynda undir verðbólgu sem nú þegar er of mikil. Á meðan áhrif aukins aðhalds í peninga- málum og fjármálum ríkisins hafa ekki skilað sér að fullu er því óhjákvæmilegt að atvinnuvegirnir þurfi að sætta sig tímabundið við lakari samkeppnisstöðu og jafnvel enn hærra raungengi en nú er.4 Fjárlög ársins 2000 boða aukinn afgang eftir slökun í fyrra Fjárlög ársins 2000 voru afgreidd með 16,7 ma.kr. afgangi, sem er heldur meiri afgangur en áætlaður af- gangur ársins 1999. Batinn er þó meiri en sýnist þar sem afgangur án eignasöluhagnaðar vex úr 3,2 ma.kr. 1999 í 12,5 ma.kr. Ætla má að tekjur séu nokkuð varlega áætlaðar, en á móti kemur að heil- brigðisútgjöld kunna að vera vanáætluð. Tekjur ríkissjóðs árið 2000 eru áætlaðar 210 ma.kr. og hækka um 1% að nafnvirði frá fyrra ári, en tekjur án eignasöluhagnaðar um 4,5%. Gert er ráð fyrir að tekjur af beinum sköttum einstaklinga hækki um 3%. Það virðist lágt áætlað miðað við að gert er ráð fyrir að heildartekjur landsmanna hækki um 7% en skattbyrði haldist svo til óbreytt. Áætluð 2,3% hækkun óbeinna skatta annarra en virðisaukaskatts kann einnig að vera í varfærnara lagi, en er í sam- ræmi við spár um innflutning. þegar aðstæður krefjast. Gengislækkun kann því að verða óumflýjanleg. Sé gengi gjaldmiðils hins vegar leyft að hækka á þenslutímum verður verðbólga og launaþensla minni sem gerir mögulegt að láta gengið hverfa aftur til fyrri stöðu þegar um hægist og minni hætta er á að geng- islækkun leiði til verðbólgu. Innlent verðlag hækkar því síður varanlega umfram erlent. 4. Þess má geta að hlutfallslegur launakostnaður á Íslandi hefur síður en svo hækkað meira en í mörgum öðrum löndum sem búið hafa við öflug- an hagvöxt á undanförnum árum. Samkvæmt mælingum OECD hækk- aði hlutfallslegur launakostnaður í Bretlandi t.d. um 43½% á árunum 1995-1999 og tæp 20% í Bandaríkjunum. Sá munur er hins vegar á þró- un samkeppnisstöðu á Íslandi og í þessum tveimur löndum að í Banda- ríkjunum og Bretlandi stafar hækkunin að langmestu leyti (eingöngu hvað Bandaríkin áhrærir) af hækkun meðalgengis. Á Íslandi var ör hækkun launa hins vegar meginástæða raungengishækkunar. 3. Ókostur þess að raungengi hækki með hækkun verðlags og launa frem- ur en gengis er að nafnlaun lækka yfirleitt ekki. Því kann að vera erfitt að knýja fram raungengislækkun á ný í gegnum launa- og verðhjöðnun PENINGAMÁL 2000/1 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.