Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 34
aðar.3 Í öðru lagi getur fast gengi þjónað sem akkeri peningastefnunnar og aukið gagnsæi hennar. Fast- gengisstefna getur hentað vel við að ná verðbólgu niður, eins og gerðist hér á landi. Þannig er hægt, sé fastgengisstefnan trúverðug, að njóta trúverðugleika peningastefnu þess gjaldmiðlasvæðis sem gengið er fest við og ná verðbólgunni niður á sambærilegt stig og er þar. Í þriðja lagi geta ófullkomnir gjaldeyris- markaðir orsakað óstöðugleika í hagkerfinu. Rann- sóknir benda til þess að gjaldeyrismarkaðir ein- kennist oft af hjarðarhegðun og að gengi gjaldmiðils endurspegli ekki alltaf þá hagrænu grunnþætti sem það ætti að gera. Fastgengissamstarf sem útilokar innbyrðis sveiflur í gjaldmiðlum dregur úr slíkri hegðun og gæti verið til hagsbóta fyrir hagkerfið. Fastgengisstefna hefur hins vegar ýmsa galla. Í fyrsta lagi missir seðlabanki landsins stjórn á inn- lendum peningamálum. Ekki er því lengur hægt að bregðast við sértækum innlendum áföllum með að- gerðum í peningamálum.4 Að sama skapi munu efna- hagsleg áföll eða uppsveiflur í því landi sem gengið er fest við óhjákvæmilega endurspeglast í innlendu vaxtastigi. Séu löndin ekki samstíga í hagsveiflunni getur þetta leitt til vandamála. Í öðru lagi eru lönd með fastgengisstefnu viðkvæm fyrir spákaup- mennsku með gjaldmiðla þeirra. Skorti fastgengis- stefnuna trúverðugleika er hætta á að fjárfestar sjái sér hag í að losa sig við innlendan gjaldmiðil og til að verja gengið falli þarf seðlabankinn að kaupa inn- lendan gjaldmiðil í stórum mæli og hækka innlenda vexti. Slík varnarbarátta getur verið mjög kostnaðar- söm og valdið kreppu innanlands. Í þriðja lagi getur fastgengisstefna dregið úr upplýsingastreymi. Gengi gjaldmiðils inniheldur mikilvægar upplýsingar um stöðu peningamála í landinu og trú fjárfesta á pen- ingastefnunni. Það að festa gengið getur því komið í veg fyrir að þessar upplýsingar skili sér til stjórn- valda peningamála. Jafnvel þótt auðvelt sé að fylgj- ast með fastgengismarkmiði verður gagnsæi stefn- unnar minna af þessum sökum. Þetta er þó minna vandamál sé genginu leyft að sveiflast innan vik- marka eins og hér á landi. Að lokum getur fastgeng- isstefna aukið líkur á fjármálakreppu ef meginhluti innlendra fjárskuldbindinga er til mjög skamms tíma eða er gengistryggður, eins og algengt er hjá ríkjum með vanþróaða fjármálamarkaði eða forsögu mikill- ar verðbólgu. Við slíkar aðstæður geta efnahags- reikningar skuldara orðið fyrir miklum skakkaföllum sé tekjustreymi þeirra að mestu í innlendri mynt og óverðtryggt og gengi innlends gjaldmiðils fellur. Það getur valdið gjaldþrotum og vanskilum við banka- kerfið og orsakað fjármálakreppu þar sem miðlunar- hlutverk fjármálakerfisins bregst algerlega. Í kjöl- farið fylgir oft alvarleg efnahagskreppa.5 Að sama skapi geta fastgengiskerfi einnig hvatt til aukins inn- streymis fjármagns þar sem stöðugur gjaldmiðill dregur úr áhættu erlendra fjárfesta. Slíkt innstreymi getur valdið útlánaþenslu innanlands, sérstaklega ef það fer saman við nýfengið frelsi og einkavæðingu á innlendum fjármálamarkaði, sem getur síðar leitt til útlánatapa með slæmum afleiðingum fyrir efnahags- reikninga fjármálakerfisins. 1.3. Hagkvæmasta myntsvæði Æskilegt er að byggja ákvörðun um framtíðarfyrir- komulag gengismála á mati á kostnaði og ábata gengisfestu annars vegar og gengissveigjanleika hins vegar. Það var nýkrýndur nóbelsverðlaunahafi, Robert Mundell (1961), sem setti fyrst fram með kerfisbundnum hætti þau skilyrði sem gera fastgengi eða myntsamruna vænlegri kost en sveigjanlegt gengi. Í fyrsta lagi þurfa utanríkisviðskipti að vera nægilega mikil til að ábatinn af því að festa gengi gjaldmiðilsins við annan gjaldmiðil skipti máli. Þar að auki vegur innflutningsverðlag þyngra í innlendu verðlagi tiltölulega opins hagkerfis en lokaðs. Fast gengi veitir því mikilvægum hluta innlends verðlags kjölfestu og stuðlar að því að laga verðbólguvænting- ar að verðbólgu á því gjaldmiðlasvæði sem gengis- festa er við. Í öðru lagi þarf innlend hagsveifla að vera nokkuð í takti við hagsveiflu þess gjald- miðlasvæðis sem festa á gengið við. Sé innlend hag- sveifla ósamstíga þeirri erlendu og gengið fast getur innlend aðlögun bæði verið erfiðari og lengri en ella. PENINGAMÁL 2000/1 33 3. Þó má ekki gera of lítið úr þessum kostnaði. Þannig má nefna að þrátt fyrir lengri vegalengdir eru viðskipti milli fylkja innan Kanada töluvert meiri en viðskipti milli fylkja í Kanada og nágrannafylkja þeirra í Bandaríkjunum. Sjá McCallum (1995). Líklegasta skýringin virðist vera mismunandi gjaldmiðlar í Kanada og Bandaríkjunum. 4. Fyrir þróunarríki eða lönd með forsögu slæmrar stjórnar í peningamál- um getur þetta hins vegar verið kostur. 5. Reynsla Mexíkó og nokkurra ríkja í Suðaustur-Asíu er ágætt dæmi um slíka atburðarás. Þó svo að sveigjanlegt gengi geti í sjálfu sér valdið sams konar áhrifum eru líkurnar á slíkri atburðarás minni. Spákaup- mennskuárásir á fastgengisstefnu valda yfirleitt mikilli og ósamfelldri gengisfellingu sem gerist mun sneggra en þegar meiri sveigjanleiki er í gengisstefnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.