Peningamál - 01.02.2000, Page 41

Peningamál - 01.02.2000, Page 41
3.4. Forsendur þess að taka upp verðbólgumarkmið á Íslandi Til þess að stefna formlegs verðbólgumarkmiðs nái fram að ganga þurfa að vera fyrir hendi sæmilega skilvirkir fjármálamarkaðir, þannig að aðgerðir Seðlabankans miðlist í gegnum fjármálakerfið og út í hagkerfið með virkum hætti. Slíkir markaðir eru til staðar á Íslandi í dag, þótt dýpt þeirra virðist oft á tíðum ekki nægjanlega mikil. Hins vegar er ljóst að þróunin er mjög hröð og því virðist ekki ástæða til að óttast að vanþróaðir fjármálamarkaðir komi í veg fyrir upptöku formlegs verðbólgumarkmiðs hér á landi. Að sama skapi er æskilegt að auka þekkingu á miðlunarferli peningastefnunnar. Þar sem peninga- málastefna með formlegu verðbólgumarkmiði er í eðli sínu framsýn þarf öflugt spáverk til að spá verð- bólgu og öðrum lykilstærðum sem bankinn telur skipta máli fyrir baráttu sína við verðbólguna.12 Að lokum er nauðsynlegt að sjálfstæði Seðla- bankans við framkvæmd peningastefnunnar verði aukið með lögformlegum hætti þannig að aðilar á fjármála-, vöru- og vinnumarkaði geti treyst því að hann hafi svigrúm til að vinna að verðbólgumark- miðinu. Þannig verði bankanum gefið fullt frelsi til að nota stjórntæki sín til að ná því. Reyndar hníga mörg rök og alþjóðleg reynsla að því að sjálfstæði seðlabanka í þessum skilningi skili betri árangri í stjórn peningamála.13 Slík breyting þarf ekki að vera í mótsögn við anda lýðræðishefðar þar sem eftirlit og aðhald með bankanum er aukið á sama tíma og hon- um er gert að standa reikningsskil gerða sinna og skýra þær með greinargóðum hætti fyrir almenningi og stjórnvöldum. Í ljósi þessa er það engin tilviljun að þau lönd sem áður höfðu tiltölulega ósjálfstæða seðlabanka hafa gert grundvallarbreytingar á seðla- bankalögum og aukið sjálfstæði þeirra töluvert. Má þar nefna Nýja-Sjáland, Bretland, Svíþjóð, Kanada, Ástralíu og öll Evrópuríkin sem nú eru aðilar að ECB, sem byggður er upp að fyrirmynd þýska seðla- bankans sem talinn var sjálfstæðasti seðlabanki í heimi. Samskonar þróun hefur átt sér stað í Suður- Ameríku og Austur-Evrópu. Heimildir Alesina, A. og L. Summers (1993), „Central Bank Independence and Macroeconomic Performance: Some Comparative Evidence“, Journal of Money, Credit and Banking, 25, bls. 153-162. Berg, C. (1999), „Inflation Forecast Targeting: The Swedish Ex- perience“, óútgefið handrit, hagfræðisvið Seðlabanka Svíþjóðar. Bernanke, B. S. og F. S. Mishkin (1997), „Inflation Targeting: A New Framework for Monetary Policy?“ Journal of Economic Per- spectives, 11, 97-116. Bernanke, B. S., T. Laubach, F. S. Mishkin og A. S. Posen (1998), Inflation Targeting: Lessons from the International Experience, Princeton: Princeton University Press. Blinder, A. S. (1996), „Central Banking in a Democracy“, Federal Reserve Bank of Richmond Economic Quarterly, 82, 1-14. Eichengreen, B. (1999), „Kicking the Habit: Moving from Pegged Rates to Greater Exchange Rate Flexibility“, Economic Journal, 109, C1-C14. Guðmundur Guðmundsson (1990), „Tölfræðikönnun á verðbólgu á Íslandi árin 1962-1989“, Fjármálatíðindi, 37, 43-53. IMF (1999), „Exchange Rate Arrangements and Currency Con- vertibility - Developments and Issues“, World Economic and Financial Surveys, 1999. Már Guðmundsson (1999), „Hlutverk og skipulag nútímaseðla- banka“, Vísbending, 29. tölublað, 17. árgangur. Már Guðmundsson, Þórarinn G. Pétursson og Arnór Sighvatsson (1999), „Optimal Exchange Rate Policy: The Case of Iceland“, væntanleg í bókinni Macroeconomic Policy: Small Open Econ- omies in an Era of Global Integration, ritstjórar Már Guðmunds- son, Tryggvi Þ. Herbertsson og Gylfi Zoëga. Reykjavík: Háskóli Íslands. McCallum, J. (1995), „National Borders Matter: Canada-US Reg- ional Trade Patterns“, American Economic Review, 85, 615-623. Mishkin, F. S. (1999), „International Experience with Different Monetary Policy Regimes“, Journal of Monetary Economics, 43, 579-605. Mishkin, F. S. og S. G. Eakins (1998), Financial Markets and Institutions, 2. útgáfa. Addison-Wesley. Mundell, R. (1961), „A Theory of Optimum Currency Areas“, American Economic Review, 51, 657-665. Svensson, L. E. O. (1999), „Inflation Targeting as a Monetary Policy Rule“, Journal of Monetary Economics, 43, 607-654. Þórarinn G. Pétursson (1998), „Price Determination and Rational Expectations“, International Journal of Finance and Economics, 3, 157-167. Þórarinn G. Pétursson (1999), „The Interest Rate Transmission Mechanism in Iceland“, Hagfræðisvið Seðlabanka Íslands, óút- gefið handrit. 40 PENINGAMÁL 2000/1 12. Meðal innlendra rannsókna á miðlunarferlinu má nefna rannsókn Þór- arins G. Péturssonar (1999) á áhrifum vaxtabreytinga Seðlabankans á fjármálakerfið og rannsóknir Guðmundar Guðmundssonar (1990) og Þórarins G. Péturssonar (1998) á áhrifum gengis, innflutningsverðlags og launa á verðlag. Seðlabankinn hefur áralanga reynslu af því að spá fyrir um verðbólgu og hefur náð ágætum árangri. Hins vegar er stöð- ugrar endurskoðunar þörf og er sú vinna í fullum gangi. 13. Þessi rök má finna í greinum Más Guðmundssonar (1999) og Blinders (1996). Dæmi um reynslurannsóknir er grein Alesinas og Summers (1993).

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.