Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 41
3.4. Forsendur þess að taka upp verðbólgumarkmið á Íslandi Til þess að stefna formlegs verðbólgumarkmiðs nái fram að ganga þurfa að vera fyrir hendi sæmilega skilvirkir fjármálamarkaðir, þannig að aðgerðir Seðlabankans miðlist í gegnum fjármálakerfið og út í hagkerfið með virkum hætti. Slíkir markaðir eru til staðar á Íslandi í dag, þótt dýpt þeirra virðist oft á tíðum ekki nægjanlega mikil. Hins vegar er ljóst að þróunin er mjög hröð og því virðist ekki ástæða til að óttast að vanþróaðir fjármálamarkaðir komi í veg fyrir upptöku formlegs verðbólgumarkmiðs hér á landi. Að sama skapi er æskilegt að auka þekkingu á miðlunarferli peningastefnunnar. Þar sem peninga- málastefna með formlegu verðbólgumarkmiði er í eðli sínu framsýn þarf öflugt spáverk til að spá verð- bólgu og öðrum lykilstærðum sem bankinn telur skipta máli fyrir baráttu sína við verðbólguna.12 Að lokum er nauðsynlegt að sjálfstæði Seðla- bankans við framkvæmd peningastefnunnar verði aukið með lögformlegum hætti þannig að aðilar á fjármála-, vöru- og vinnumarkaði geti treyst því að hann hafi svigrúm til að vinna að verðbólgumark- miðinu. Þannig verði bankanum gefið fullt frelsi til að nota stjórntæki sín til að ná því. Reyndar hníga mörg rök og alþjóðleg reynsla að því að sjálfstæði seðlabanka í þessum skilningi skili betri árangri í stjórn peningamála.13 Slík breyting þarf ekki að vera í mótsögn við anda lýðræðishefðar þar sem eftirlit og aðhald með bankanum er aukið á sama tíma og hon- um er gert að standa reikningsskil gerða sinna og skýra þær með greinargóðum hætti fyrir almenningi og stjórnvöldum. Í ljósi þessa er það engin tilviljun að þau lönd sem áður höfðu tiltölulega ósjálfstæða seðlabanka hafa gert grundvallarbreytingar á seðla- bankalögum og aukið sjálfstæði þeirra töluvert. Má þar nefna Nýja-Sjáland, Bretland, Svíþjóð, Kanada, Ástralíu og öll Evrópuríkin sem nú eru aðilar að ECB, sem byggður er upp að fyrirmynd þýska seðla- bankans sem talinn var sjálfstæðasti seðlabanki í heimi. Samskonar þróun hefur átt sér stað í Suður- Ameríku og Austur-Evrópu. Heimildir Alesina, A. og L. Summers (1993), „Central Bank Independence and Macroeconomic Performance: Some Comparative Evidence“, Journal of Money, Credit and Banking, 25, bls. 153-162. Berg, C. (1999), „Inflation Forecast Targeting: The Swedish Ex- perience“, óútgefið handrit, hagfræðisvið Seðlabanka Svíþjóðar. Bernanke, B. S. og F. S. Mishkin (1997), „Inflation Targeting: A New Framework for Monetary Policy?“ Journal of Economic Per- spectives, 11, 97-116. Bernanke, B. S., T. Laubach, F. S. Mishkin og A. S. Posen (1998), Inflation Targeting: Lessons from the International Experience, Princeton: Princeton University Press. Blinder, A. S. (1996), „Central Banking in a Democracy“, Federal Reserve Bank of Richmond Economic Quarterly, 82, 1-14. Eichengreen, B. (1999), „Kicking the Habit: Moving from Pegged Rates to Greater Exchange Rate Flexibility“, Economic Journal, 109, C1-C14. Guðmundur Guðmundsson (1990), „Tölfræðikönnun á verðbólgu á Íslandi árin 1962-1989“, Fjármálatíðindi, 37, 43-53. IMF (1999), „Exchange Rate Arrangements and Currency Con- vertibility - Developments and Issues“, World Economic and Financial Surveys, 1999. Már Guðmundsson (1999), „Hlutverk og skipulag nútímaseðla- banka“, Vísbending, 29. tölublað, 17. árgangur. Már Guðmundsson, Þórarinn G. Pétursson og Arnór Sighvatsson (1999), „Optimal Exchange Rate Policy: The Case of Iceland“, væntanleg í bókinni Macroeconomic Policy: Small Open Econ- omies in an Era of Global Integration, ritstjórar Már Guðmunds- son, Tryggvi Þ. Herbertsson og Gylfi Zoëga. Reykjavík: Háskóli Íslands. McCallum, J. (1995), „National Borders Matter: Canada-US Reg- ional Trade Patterns“, American Economic Review, 85, 615-623. Mishkin, F. S. (1999), „International Experience with Different Monetary Policy Regimes“, Journal of Monetary Economics, 43, 579-605. Mishkin, F. S. og S. G. Eakins (1998), Financial Markets and Institutions, 2. útgáfa. Addison-Wesley. Mundell, R. (1961), „A Theory of Optimum Currency Areas“, American Economic Review, 51, 657-665. Svensson, L. E. O. (1999), „Inflation Targeting as a Monetary Policy Rule“, Journal of Monetary Economics, 43, 607-654. Þórarinn G. Pétursson (1998), „Price Determination and Rational Expectations“, International Journal of Finance and Economics, 3, 157-167. Þórarinn G. Pétursson (1999), „The Interest Rate Transmission Mechanism in Iceland“, Hagfræðisvið Seðlabanka Íslands, óút- gefið handrit. 40 PENINGAMÁL 2000/1 12. Meðal innlendra rannsókna á miðlunarferlinu má nefna rannsókn Þór- arins G. Péturssonar (1999) á áhrifum vaxtabreytinga Seðlabankans á fjármálakerfið og rannsóknir Guðmundar Guðmundssonar (1990) og Þórarins G. Péturssonar (1998) á áhrifum gengis, innflutningsverðlags og launa á verðlag. Seðlabankinn hefur áralanga reynslu af því að spá fyrir um verðbólgu og hefur náð ágætum árangri. Hins vegar er stöð- ugrar endurskoðunar þörf og er sú vinna í fullum gangi. 13. Þessi rök má finna í greinum Más Guðmundssonar (1999) og Blinders (1996). Dæmi um reynslurannsóknir er grein Alesinas og Summers (1993).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.