Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 36
ilvægasta akkeri peningamála í heiminum. Tæplega
60% ríkja byggja enn á fastgengisstefnu í megin-
atriðum, þótt aðeins 45% hafi gengisfestu sem form-
legt markmið peningastefnunnar. Eftir sem áður
hefur löndum sem byggja á fastgengisstefnu fækkað.
Árið 1991 voru um 76% þjóða með fastgengisstefnu
sem megintæki peningamála en hlutfallið er nú
komið niður í tæp 60% (IMF, 1999 og International
Financial Statistics, ágúst 1999).
Tafla 1 sýnir gengisfyrirkomulag aðildarríkja
IMF árið 1999 og samanburð við árið 1991. Þar
kemur fram sú þróun sem átt hefur sér stað á síðustu
árum. Ríki með fastgengisstefnu hafa ýmist tekið
upp „harðari“ fastgengisstefnu, með því að taka upp
sameiginlega mynt eða lögeyri annars lands eða með
myntráði, eða farið í hina áttina og leyft meiri sveigj-
anleika í gengi innlends gjaldmiðils.7 Kenningin um
hina hverfandi miðju virðist því eiga við rök að
styðjast.
Eins og áður hefur verið minnst á má ætla að ein
helsta ástæða þessarar þróunar sé afnám hafta á fjár-
magnshreyfingum milli landa og stóraukin alþjóðleg
fjármálaviðskipti í kjölfarið. Ríkjum sem hafa af-
numið höft á fjármagnshreyfingum milli landa hefur
fjölgað úr 35% aðildarríkja IMF árið 1978 í 78%
1997. Samkvæmt könnun IMF (1999) virðist aukinn
sveigjanleiki í stjórn gengismála fylgja í kjölfar af-
náms hafta í tæplega 90% tilvika.
3. Verðbólgumarkmið - Nýr kostur í stjórn pen-
ingamála
Í ljósi þess að uppbygging hagkerfisins kallar á
sveigjanlega gengisstefnu hefur þeirri hugmynd
verið varpað fram hvort formlegt verðbólgumarkmið
henti betur á Íslandi og geti orðið sú kjölfesta í
stjórn peningamála á næstu árum sem tryggi stöðug-
leika verðlags til frambúðar (sjá grein Más Guð-
mundssonar, Þórarins G. Péturssonar og Arnórs Sig-
hvatssonar, 1999).
Annað mögulegt akkeri peningastefnunnar væri
peningamagn, sem margir seðlabankar studdust við á
áttunda áratugnum. Hins vegar hafa flestir þeirra
snúið frá slíkri stefnu, nú síðast seðlabankinn í Sviss
sem tók upp formlegt verðbólgumarkmið í desember
síðastliðnum. Meginástæða þess að lönd hafa horfið
frá því að nota peningamagn sem millimarkmið pen-
ingastefnunnar er að nýjungar á fjármálamörkuðum
hafa gert samband peningamagns og verðlags mjög
óstöðugt.8 Peningamagn þykir því ekki gefa nægi-
lega góða vísbendingu um aðhaldsstig peningastefn-
unnar til skamms tíma þótt viðvarandi ofvöxtur pen-
ingamagns sé jafnan trygg ávísun á verðbólgu.
3.1. Formlegt verðbólgumarkmið: Skilgreining,
framkvæmd og reynsla
Á undanförnum árum hefur áhugi hagfræðinga og
seðlabankamanna á formlegu verðbólgumarkmiði
sem nýrri leið í stjórn peningamála aukist til muna,
eða frá því að Nýsjálendingar tóku fyrst upp slíka
stefnu í febrúar árið 1990. Umræða um formleg
verðbólgumarkmið er einnig í fullum gangi í öðrum
ríkjum. Má þar nefna Suður-Afríku, Ungverjaland,
Pólland, Brasilíu og Bandaríkin, en í síðastnefnda
landinu hefur verið lagt fram frumvarp til laga um
breytingar í þá átt.
Áður en lengra er haldið er hins vegar nauðsyn-
legt að skýra hvað átt er við með peningastefnu með
formlegu verðbólgumarkmiði eins og hún hefur verið
framkvæmd í reynd. Megineinkenni þessa fyrir-
komulags eru í fyrsta lagi að verðstöðugleiki er gerð-
ur með formlegum hætti að meginmarkmiði stjórnar
peningamála. Þannig eru gefin skýr skilaboð um hvar
áherslur í stjórnun peningamála liggja og á hvaða
kvarða beri að meta frammistöðu seðlabankans. Í
öðru lagi er gefin yfirlýsing um að verðbólgu verði
haldið innan tiltekinna marka innan ákveðins tíma-
bils. Í þriðja lagi velja stjórnvöld verðbólgumark-
miðið (einhliða eða í samráði við seðlabankann) en
seðlabanka viðkomandi lands er veitt frelsi til að ná
því markmiði með þeim hætti sem hann telur væn-
legast til árangurs. Að lokum er gagnsæi í stjórnun
peningamála og upplýsingaflæði frá seðlabankanum
til almennings og stjórnvalda aukið. Jafnframt er oft
PENINGAMÁL 2000/1 35
8. Fyrrum seðlabankastjóri Kanada, Gerald Bouey, sagði eitt sinn: „Við
snérum ekki baki við peningamarkmiðinu, það snéri baki við okkur“.
Mishkin (1999).
7. Þróunin í átt að meiri sveigjanleika í mótun gengisstefnunnar endur-
speglast einnig í víkkun vikmarka hjá fjölda ríkja. Af þeim 40 ríkjum
sem hafa á einhverjum tíma notast við vikmörk eru 21 eftir. 8 ríki hafa
tekið upp sveigjanlegri gengisstefnu og evruríkin 11 hafa tekið upp
sameiginlega mynt. 35 þessara ríkja hafa á einhverjum tíma víkkað vik-
mörkin eða notast við vikmörk sem er breytt reglulega. Tilhneigingin
virðist því vera sú að vikmörkin séu víkkuð (yfirleitt í skrefum) og er
algengt að líta á það sem undanfara þess að gjaldmiðill fari meira eða
minna á flot og annað akkeri peningastefnunnar sé tekið upp í staðinn.