Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 36
ilvægasta akkeri peningamála í heiminum. Tæplega 60% ríkja byggja enn á fastgengisstefnu í megin- atriðum, þótt aðeins 45% hafi gengisfestu sem form- legt markmið peningastefnunnar. Eftir sem áður hefur löndum sem byggja á fastgengisstefnu fækkað. Árið 1991 voru um 76% þjóða með fastgengisstefnu sem megintæki peningamála en hlutfallið er nú komið niður í tæp 60% (IMF, 1999 og International Financial Statistics, ágúst 1999). Tafla 1 sýnir gengisfyrirkomulag aðildarríkja IMF árið 1999 og samanburð við árið 1991. Þar kemur fram sú þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Ríki með fastgengisstefnu hafa ýmist tekið upp „harðari“ fastgengisstefnu, með því að taka upp sameiginlega mynt eða lögeyri annars lands eða með myntráði, eða farið í hina áttina og leyft meiri sveigj- anleika í gengi innlends gjaldmiðils.7 Kenningin um hina hverfandi miðju virðist því eiga við rök að styðjast. Eins og áður hefur verið minnst á má ætla að ein helsta ástæða þessarar þróunar sé afnám hafta á fjár- magnshreyfingum milli landa og stóraukin alþjóðleg fjármálaviðskipti í kjölfarið. Ríkjum sem hafa af- numið höft á fjármagnshreyfingum milli landa hefur fjölgað úr 35% aðildarríkja IMF árið 1978 í 78% 1997. Samkvæmt könnun IMF (1999) virðist aukinn sveigjanleiki í stjórn gengismála fylgja í kjölfar af- náms hafta í tæplega 90% tilvika. 3. Verðbólgumarkmið - Nýr kostur í stjórn pen- ingamála Í ljósi þess að uppbygging hagkerfisins kallar á sveigjanlega gengisstefnu hefur þeirri hugmynd verið varpað fram hvort formlegt verðbólgumarkmið henti betur á Íslandi og geti orðið sú kjölfesta í stjórn peningamála á næstu árum sem tryggi stöðug- leika verðlags til frambúðar (sjá grein Más Guð- mundssonar, Þórarins G. Péturssonar og Arnórs Sig- hvatssonar, 1999). Annað mögulegt akkeri peningastefnunnar væri peningamagn, sem margir seðlabankar studdust við á áttunda áratugnum. Hins vegar hafa flestir þeirra snúið frá slíkri stefnu, nú síðast seðlabankinn í Sviss sem tók upp formlegt verðbólgumarkmið í desember síðastliðnum. Meginástæða þess að lönd hafa horfið frá því að nota peningamagn sem millimarkmið pen- ingastefnunnar er að nýjungar á fjármálamörkuðum hafa gert samband peningamagns og verðlags mjög óstöðugt.8 Peningamagn þykir því ekki gefa nægi- lega góða vísbendingu um aðhaldsstig peningastefn- unnar til skamms tíma þótt viðvarandi ofvöxtur pen- ingamagns sé jafnan trygg ávísun á verðbólgu. 3.1. Formlegt verðbólgumarkmið: Skilgreining, framkvæmd og reynsla Á undanförnum árum hefur áhugi hagfræðinga og seðlabankamanna á formlegu verðbólgumarkmiði sem nýrri leið í stjórn peningamála aukist til muna, eða frá því að Nýsjálendingar tóku fyrst upp slíka stefnu í febrúar árið 1990. Umræða um formleg verðbólgumarkmið er einnig í fullum gangi í öðrum ríkjum. Má þar nefna Suður-Afríku, Ungverjaland, Pólland, Brasilíu og Bandaríkin, en í síðastnefnda landinu hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar í þá átt. Áður en lengra er haldið er hins vegar nauðsyn- legt að skýra hvað átt er við með peningastefnu með formlegu verðbólgumarkmiði eins og hún hefur verið framkvæmd í reynd. Megineinkenni þessa fyrir- komulags eru í fyrsta lagi að verðstöðugleiki er gerð- ur með formlegum hætti að meginmarkmiði stjórnar peningamála. Þannig eru gefin skýr skilaboð um hvar áherslur í stjórnun peningamála liggja og á hvaða kvarða beri að meta frammistöðu seðlabankans. Í öðru lagi er gefin yfirlýsing um að verðbólgu verði haldið innan tiltekinna marka innan ákveðins tíma- bils. Í þriðja lagi velja stjórnvöld verðbólgumark- miðið (einhliða eða í samráði við seðlabankann) en seðlabanka viðkomandi lands er veitt frelsi til að ná því markmiði með þeim hætti sem hann telur væn- legast til árangurs. Að lokum er gagnsæi í stjórnun peningamála og upplýsingaflæði frá seðlabankanum til almennings og stjórnvalda aukið. Jafnframt er oft PENINGAMÁL 2000/1 35 8. Fyrrum seðlabankastjóri Kanada, Gerald Bouey, sagði eitt sinn: „Við snérum ekki baki við peningamarkmiðinu, það snéri baki við okkur“. Mishkin (1999). 7. Þróunin í átt að meiri sveigjanleika í mótun gengisstefnunnar endur- speglast einnig í víkkun vikmarka hjá fjölda ríkja. Af þeim 40 ríkjum sem hafa á einhverjum tíma notast við vikmörk eru 21 eftir. 8 ríki hafa tekið upp sveigjanlegri gengisstefnu og evruríkin 11 hafa tekið upp sameiginlega mynt. 35 þessara ríkja hafa á einhverjum tíma víkkað vik- mörkin eða notast við vikmörk sem er breytt reglulega. Tilhneigingin virðist því vera sú að vikmörkin séu víkkuð (yfirleitt í skrefum) og er algengt að líta á það sem undanfara þess að gjaldmiðill fari meira eða minna á flot og annað akkeri peningastefnunnar sé tekið upp í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.