Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 38
stjórnar peningamála og eru taldir hafa aðeins tíma- bundin áhrif á verðbólgu. Þar má t.d. nefna verð háð opinberum ákvörðunum, óbeina skatta og niður- greiðslur. Þar að auki inniheldur VNV ýmsa liði sem stjórn peningamála hefur „öfug“ skammtímaáhrif á. Þar má t.d. nefna vaxtakostnað húsnæðislána. Annar ókostur við að nota VNV er að skammtíma verðbreyt- ingar ýmissa vöruflokka sem verða oft fyrir fram- boðsskellum geta gefið misvísandi upplýsingar um almenna verðlagsþróun og því kallað fram óþörf við- brögð af hálfu seðlabankans. Þar má nefna vöruteg- undir eins og matvöru og bensín.10 Af þeim sökum eru þessir þættir yfirleitt undanþegnir í þeim mæli- kvarða sem notaður er sem viðmiðun verðbólgu- markmiðsins.11 Verðlag eða verðbólga? Meðal fræðimanna hefur mikið verið fjallað um hvort betra sé að miða peningastefnuna við verðlag eða verðbólgu. Meginniðurstaða þessara rannsókna er sú að verðbólgumarkmið virðist hafa í för með sér meiri óvissu í langtímaspám um verðlag en verðlags- markmið, sem gerir langtímaáætlanagerð einstakl- inga og fyrirtækja erfiðari. Hins vegar virðast verð- lagsmarkmiði fylgja meiri skammtímasveiflur í verð- bólgu og framleiðslu. Annar ókostur verðlagsmark- miðs er að það krefst þess að seðlabankinn framkalli verðhjöðnun til að vega á móti tímabundinni verð- bólgu, en ófyrirséð verðhjöðnun getur haft slæm áhrif á fjármálakerfið. Á móti kemur að trúverðugt verðlagsmarkmið getur dregið úr hættu á viðvarandi verðhjöðnun þar sem neikvætt frávik frá verðlags- markmiði skapar væntingar um verðbólgu því til mót- vægis. Hvort verðlagsmarkmið eða verðbólgumark- mið er betra hefur hins vegar ekki verið fræðilega útkljáð en í reynd hafa öll lönd sem nú hafa verð- bólgumarkmið miðað við verðbólgu í stað verðlags. Hvert á verðbólgumarkmiðið að vera? Þrátt fyrir að markmið allra ríkjanna sé verðstöðug- leiki er ekki átt við að keppt sé að engri verðbólgu í PENINGAMÁL 2000/1 37 10. Oft er einnig gerður greinarmunur á tímabundnum sveiflum í þessum liðum, sem ekki er þörf á að bregðast við, og varanlegum sveiflum, sem gæti verið þörf á að bregðast við. Sjá t.d. Bernanke og Mishkin (1997) og Berg (1999). 11. Sé notast við aðra viðmiðun en VNV er mjög mikilvægt að viðkomandi seðlabanki skýri út fyrir almenningi af hverju þessi viðmiðun hefur verið valin og hver tengsl hennar séu við VNV. Þetta er mikilvægt til þess að fyrirbyggja að almenningur haldi að seðlabankinn velji þá vísi- tölu sem tryggi honum sjálfum besta niðurstöðu. Því er æskilegt að vísi- talan sem er notuð komi ekki frá seðlabankanum sjálfum heldur sjálf- stæðum aðila, eins og t.d. Hagstofu Íslands hér á landi. Tafla 2 Yfirlit yfir lönd með formleg verðbólgumarkmið Land (upphaf stefnu) Ástralía (1993) Bretland (1992) Ísrael1 (1991) Kanada (1991) Nýja-Sjáland (1990) Sviss (1999) Svíþjóð (1993) Tékkland (1997) Vikmörk viðmiðs 2-3% Neðri hluti 1-4% til 1997; 0-2½% eftir það 8-11% til 1998; 7-10% eftir það 1-3% 0-2% til nóv. 1996; 0-3% eftir það 0-2% 1-3% 5½-6½% 1998; 4-5% 1999; 3½-4½% 2000 Viðmiðun stefnu VNV fyrir utan grænmeti og ávexti, bensín, vaxtakostnað húsnæðislána, verð háð opinberum ákvörðunum og önnur sveiflumikil verð Vísitala smásöluverðs fyrir utan vaxtakostnað húsnæðislána VNV en einnig tekið tillit til undirliggjandi verðbólgu við framkvæmd stefnu VNV fyrir utan matvöru, orkuverð og bein áhrif óbeinna skatta VNV fyrir utan óbeina skatta og verð háð opinberum ákvörðunum, meiri- háttar breytingar viðskiptakjara, vaxtakostnað og áhrif náttúruhamfara VNV Formleg stefna miðast við VNV en frá miðju ári 1999 er í raun miðað við undirliggjandi verðbólgu VNV fyrir utan verð háð opinberum ákvörðunum, áhrif óbeinna skatta og niðurgreiðslur VNV er vísitala neysluverðlags. Öll löndin eru með árlega verðbólgu sem viðmiðunartíma nema Ástralía sem miðar við verðbólgu yfir hagsveifluna. 1. Er einnig með fastgengisstefnu með breytilegum ±30% vikmörkum. Heimildir: Bernanke og Mishkin (1997), Bernanke, Laubach, Mishkin og Posen (1998) og heimasíður seðlabanka landanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.