Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 28
Auk þess að lána beint til viðskiptavina hefur færst í vöxt á undanförnum misserum að innláns- stofnanir kaupi markaðsskuldabréf, en aukning þeirra kaupa hefur þó verið mun hægari en aukning beinna útlána. Vöxtur útlána og markaðsskuldabréfa til samans var 22% 1999 og um 30% 1998. Vöxtur innlána og verðbréfaútgáfa innlánsstofn- ana hefur verið mun minni en aukning útlána og markaðsskuldabréfa þeirra á síðustu tveimur árum. Frá lokum árs 1996 til loka árs 1999 lækkaði hlutfall innlána af útlánum innlánsstofnana úr 80% í um 65%. Frá árslokum 1995 til ársloka 1999 lækkaði hlutfall innlána og verðbréfaútgáfu af útlánum og markaðsskuldabréfum innlánsstofnana úr tæpum 90% í 70% sem þýðir að þær hafa í vaxandi mæli reitt sig á aðra fjármögnun útlána, einkum frá útlönd- um. Á árinu 1999 jukust erlendar lántökur innláns- stofnana til endurlána um nær 43 ma.kr. Á árinu 1998 hækkaði þessi liður um 32 ma.kr. en það ásamt inn- lánaaukningunni dugði ekki til þess að standa undir útlánaaukningunni á því ári og gengu innlánsstofn- anir þá mjög á lausafjárstöðu sína. Á árinu 1999 sner- ist sú þróun til betri vegar og lausafjárstaðan batnaði á ný. Mikilvægi erlendra lána til endurlána hefur vaxið. Hlutfall þeirra af útlánum og markaðsskuldabréfum var 19% í árslok 1997, 23% í árslok 1998 og 28% í árslok 1999. Undirstöður þessarar fjármögnunar hafa styrkst því að hlutur langra lána hefur vaxið á kostn- að skammtímalána. Af þeim 128 ma.kr. sem innláns- stofnanir skulduðu í lok ársins 1999 voru um 89% löng erlend lán og hafði þetta hlutfall nær tvöfaldast á tveimur árum, úr 45% í árslok 1997. Bein gjaldeyr- isáhætta lánastofnana er mjög takmörkuð og um hana gilda reglur settar af Seðlabanka Íslands. Óbein gjaldeyrisáhætta lánastofnana skapast hins vegar ef þær endurlána erlent lánsfé til lánþega sem eingöngu afla tekna í íslenskum krónum. Svo virðist sem lánþegar sem ekki afla gjaldeyris- tekna reiði sig í vaxandi mæli á gengistryggð lán. Það gildir t.d. um verslun, landbúnað, bæjar- og sveitar- félög, ýmsa þjónustustarfsemi og í einhverjum mæli einstaklinga. Gengistryggð lán fela í sér talsverða áhættu fyrir þessa lánþega sem og fyrir lánastofnanir sem hafa haft milligöngu um að veita þau, ekki síst ef að baki standa veð sem gætu reynst ótraust. Fjármögnun útlána og verðbréfaeignar fjárfest- ingarlánasjóða7 hefur einkennst af stóraukinni útgáfu markaðsskuldabréfa, einkum húsbréfaútgáfu Íbúða- lánasjóðs, og miklum erlendum lántökum en inn- lendar lántökur drógust saman á árinu 1999. Íbúða- lánasjóður er langstærstur með um 70% útlána fjár- festingarlánasjóða. Hann er fjármagnaður með inn- lendri skuldabréfaútgáfu en erlendar lántökur fjár- festingarbanka og annarra lánasjóða nema 84% út- lána þeirra. Íbúðalánasjóður jók útlán til fasteigna- kaupa um 14,7% á árinu 1999 samanborið við um 7,2% aukningu þeirra á árinu 1998. Útlán og verð- bréfaeign fjárfestingarbanka jókst um 18% en í heild var útlánaaukning fjárfestingarlánasjóða 14,7% á ár- inu 1999 og 8,6% 1998. PENINGAMÁL 2000/1 27 Útlán og markaðsskuldabréf innlánsstofnana des. 1995 des. 1996 des. 1997 des. 1998 des. 1999 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 % Útlán Markaðsskuldabréf Útlán og markaðsskuldabréf Mynd 7 12 mánaða hreyfingar í % 1995 - 1999 Erlendar skuldir innlánsstofnana des. 1995 des. 1996 des. 1997 des. 1998 des. 1999 0 20 40 60 80 100 120 140 160 Ma.kr. Stutt lán Löng lán Erlendar skuldir alls Mynd 8 Staða í lok tímabils 1995 - 1999 7. Í tölum Seðlabanka Íslands teljast eftirtaldar stofnanir til fjárfestingar- lánasjóða: Íbúðalánasjóður, Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA), Kaupþing hf., Samvinnusjóður Íslands hf., Lánasjóður landbún- aðarins, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Ferðamálasjóður, Lána- sjóður sveitarfélaga og Byggðastofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.