Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 25
Iðnaðarfyrirtæki eiga mörg hver undir högg að sækja, sérstaklega á þetta við um þau fyrirtæki sem selja á innlendan markað í samkeppni við erlenda framleið- endur. Hins vegar vegnar þeim framleiðslufyrirtækj- um vel sem eru á sviði hátækni og vöruþróunar og flytja verulegan hluta framleiðslu sinnar út. Skýringa á lakari afkomu almennra iðnfyrirtækja er að leita í hærra gengi íslensku krónunnar, hærri vöxtum á inn- lendum lánum og hækkandi launum. Efnahagur atvinnuveganna hefur batnað verulega síðan á síðasta uppsveiflutímabili í lok níunda ára- tugarins. Þetta sést í töflu hér fyrir ofan. Umskiptin eru sérstaklega mikil í sjávarútvegi, enda hefur eigin- fjárhlutfall hans hækkað verulega og langtímaskuldir í hlutfalli við eigið fé lækkað. Erfiðleikar í sjávar- útvegi áttu mikinn þátt í útlánatöpum bankakerfisins í lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda. Mikil áföll þurfa að dynja yfir til þess að líkur séu á samsvarandi þróun nú. Atvinnuvegirnir eru reyndar mun betur undir það búnir til að ráða við áföll sjálfir. Eiginfjárhlutfall fyrirtækja á hlutabréfamarkaði bendir til þokkalega sterkrar stöðu. Það hefur verið um 32% til 34% á síðustu árum. Skuldahlutfall þeirra fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkaði hefur verið á bilinu 33% til 35% af niðurstöðu efna- hagsreiknings á undanförnum árum. Skuldahlutfall hjá sjávarútvegsfyrirtækjum hefur verið því sem næst óbreytt undanfarin ár, en hækkað nokkuð í iðnaði, einkum miðað við eigið fé. Á heildina litið verður að telja afkomu og efna- hag íslenskra fyrirtækja í tiltölulega góðu horfi um þessar mundir, sérstaklega í íslensku sögulegu sam- hengi. Ekki er líklegt að þessi mynd breytist í grund- vallaratriðum í allra nánustu framtíð nema óvænt áföll verði. Óvíst er þó að afkoma batni nægilega til þess að standa undir væntingum hlutabréfamarkaðar um þessar mundir. Vaxandi verðbólga, launahækka- nir og hækkandi raungengi gætu þrengt að útflutn- ings- og samkeppnisgreinum á næstunni, þótt sjálf- sagt séu enn færi á aukinni hagræðingu. Efnahagur heimila Þrátt fyrir mikla aukningu ráðstöfunartekna hafa skuldir heimila við stofnanir lánakerfisins vaxið hröðum skrefum á undanförnum misserum, enda hefur einkaneysla vaxið mjög hratt. Skuldir heimil- anna hækkuðu um 14% umfram verðlag á 12 mánaða tímabili til september 1999. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig skuldir hafa hækkað í hlutfalli við ráð- stöfunartekjur síðustu tuttugu ár. Talsvert virtist hægja á hækkun skuldahlutfallsins snemma í núver- andi uppsveiflu, að hluta vegna mikillar hækkunar ráðstöfunartekna. Áberandi er að hægt hefur á vexti skuldaliða sem tengjast íbúðakaupum. Á liðnu ári hækkaði skuldahlutfallið hins vegar um 6 prósentu- stig á sama tíma og ráðstöfunartekjur jukust um meira en 5%. Skuldir íslenskra heimila eru nú með því hæsta sem gerist að tiltölu við ráðstöfunartekjur. Í uppsveiflunni 1985 til 1987 hækkuðu skuldir heim- ila minna en ráðstöfunartekjur. Skuldaaukning í upp- sveiflu getur verið áhættusöm ef hagvöxtur er ótraustur. Skuldasöfnun heimilanna árið 1999 fór saman við verulega hækkun á eignaverði og aukningu neyslu umfram ráðstöfunartekjur. Ekki er hlaupið að 24 PENINGAMÁL 2000/1 Skuldir heimila í hlutfalli við ráðstöfunartekjur 1980 - 2000 * Húsnæðisskuldir áætlaðar sem íbúðalán innlánsstofn. og fjárf.lánasj. ásamt 80% lána sjóðfélagalána lífeyrissjóða. 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 99 0 30 60 90 120 150 % 0 5 10 15 20 -5 % Skuldir heimila, % af ráðst.tekjum Hækkun skuldahlutfalls (h. ás) Hækkun vegna húsn.skulda* (h. ás) Mynd 5 Eiginfjárhlutföll og skuldahlutföll fyrirtækja Atv.vegaskýrslur1 VÞÍ-fyrirtæki Eiginfjárhlutfall (%) 1986 1988 1996 1996 1999 2 Sjávarútvegur .................. 12,6 5,0 25,9 32,5 35,1 Iðnaður ............................ 36,6 29,5 39,6 46,8 43,9 Atv.greinar samtals ......... 35,7 28,0 33,2 . 31,9 Langtímaskuldir/NE Sjávarútvegur .................. 0,48 0,50 0,46 0,45 0,46 Iðnaður ............................ 0,26 0,28 0,28 0,23 0,32 Atv.greinar samtals ......... 0,38 0,30 0,34 . 0,33 Langtímaskuldir/EF Sjávarútvegur .................. 3,84 9,52 1,78 1,39 1,30 Iðnaður ............................ 0,70 0,95 0,70 0,49 0,74 Atv.greinar samtals ......... 1,06 1,05 1,02 . 1,04 Skýringar: EF= eigið fé. NE= niðurstöðutala efnahagsreiknings. 1. Atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar. 2. Janúar-júní 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.