Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 54
PENINGAMÁL 2000/1 53 eigin útfærslu á þeim hefur hlutfallið verið þekkt sem CAD-hlutfallið.2 Reglurnar eru staðlaðar og fjalla um það hvernig meta á eigið fé banka og eignir þeirra. CAD-reglur Evrópusambandsins ganga lengra en viðmiðunarreglur BIS, t.a.m. ná CAD-regl- urnar til allra banka og annarra lánastofnana svo og fjárfestingarfyrirtækja (e. investment firms) innan EES en BIS-reglurnar gilda aðeins um banka sem eru virkir á alþjóðlegum markaði. Smávægilegar breytingar voru gerðar á reglunum 1991, 1994 og 1995 þar sem m.a. var bætt inn ákvæðum um mat á almennum afskriftum, OECD- aðildin var skilyrt, tillit var tekið til atriða utan efna- hagsreiknings o.fl. Stærsta breytingin var gerð 1996 en þá var bætt inn í reglurnar hvernig taka ætti á markaðsáhættu. Hér fyrir neðan eru raktir megin- þættir reglnanna frá 1988 með síðari viðbótum. Mat á eigin fé Samkvæmt CAD-reglunum telst eigið fé vera hlutafé og varasjóðir sem sýndir eru í ársreikningi og eru myndaðir af hagnaði sem verður af rekstri. Ennfrem- ur má telja afskriftareikning vegna almennrar banka- áhættu með eigin fé, innan vissra marka, en til frá- dráttar skal telja viðskiptavild ef hún hefur verið met- in til eigin fjár, aðrar óáþreifanlegar eignir og eign- færð eigin hlutabréf. Samtala þessara liða (svokall- aðir eiginfjárliðir I eða kjarna eigið fé) verður að vera a.m.k. 50% af samtölu eiginfjárliða I og II (sjá lýs- ingu á eiginfjárliðum II hér fyrir neðan). Einnig er hægt að telja til eigin fjár fjóra viðbótarliði, eiginfjár- liði II, með þeirri takmörkun þó að töluliðir 3 og 4 séu samtals að hámarki 50% af eiginfjárliðum I: 1. Óbirta varasjóði, en þeir geta orðið til vegna laga- legra eða reikningshaldslegra aðstæðna í hverju landi. 2. Endurmetinn varasjóð. 3. Samsetta skulda-/eiginfjárliði en þeir geta verið ýmiss konar, t.d. skuldabréf sem breyta má í eigið fé. 4. Víkjandi skuldir. Til frádráttar eigin fé í skilningi CAD-reglnanna skal telja: Fjárfestingu í dótturfyrirtækjum (sem ekki eru talin með í reikningsskilum samstæðu) og hlut- deildarfyrirtækjum, sem eru í banka- eða fjármála- starfsemi. Einnig geta eftirlitsaðilar ákveðið annan frádrátt frá eigin fé vegna eignarhluta í öðrum fjármálafyrir- tækjum, m.a. til að koma í veg fyrir tvöfalda notkun eigin fjár. Mat á eignum Við mat á eignum eru hinar ýmsu kröfur í eigu banka flokkaðar eftir útgefendum og endurmetnar sam- kvæmt áhættustuðli sem nefndur er áhættuvog. Áhættuvogirnar eru fimm, 0%, 10%, 20%, 50% og 100%. Reiðufé, kröfur á eigið ríki og ríki innan OECD hafa áhættuvogina 0%. Kröfur á lánastofnanir og fjárfestingarfyrirtæki í ríkjum innan OECD hafa áhættuvogina 20%. Húsnæðislán sem tryggð eru með veði innan vissra marka hafa 50% áhættuvog en kröf- ur á sveitarfélög hafa 0%, 10% eða 20% áhættuvog. Kröfur með veði innan vissra marka í fjölnota at- vinnuhúsnæði hafa 50% áhættuvog. Áhættumestu kröfurnar, t.d. kröfur á einkafyrirtæki og kröfur sem eru tryggðar með veði í vélum og/eða tækjum fyrir- tækja, hafa áhættuvogina 100%. Evrópusambandið gaf út nýja tilskipun 19983 þar sem fyrri tilskipun var endurbætt og m.a. tekið aukið tillit til markaðs- áhættu. Gagnrýni á reglurnar Margvísleg gagnrýni hefur komið fram á reglurnar sem settar voru 1988. Við sumu hefur verið brugðist og m.a. voru reglurnar endurbættar nokkrum sinnum til að koma til móts við nokkur gagnrýnisatriði. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið eru eftirfarandi atriði: • Áhættumat miðast að mestu við eina tegund áhættu, greiðslufallsáhættu, en að litlu leyti við markaðsáhættu. Annarri áhættu, svo sem vaxta- áhættu (í lánabók), rekstraráhættu, lausafjár- áhættu, lagalegri áhættu og áhættu af slæmu orð- spori eru lítil sem engin skil gerð, jafnvel þótt þær geti haft mikil áhrif í bankastarfsemi. • Áhættuflokkunin er mjög gróf og gefur ekkert svigrúm til fínstillingar. • Bankar hafa með ýmsum ráðum komist framhjá áhættumati, t.d. með því að setja skuldabréf í sjóð 2. CAD = Capital adequacy directive: Tilskipun frá Evrópusambandinu. 3. Tilskipun ESB 98/31/EC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.