Peningamál - 01.02.2000, Side 56

Peningamál - 01.02.2000, Side 56
er að eftirlitsaðilar víða um heim tækju sig saman um einhvers konar leiðbeinandi aðferðir við innra mat. Aðrar aðferðir Aðrar aðferðir eru nefndar í tillögum nefndarinnar en þær eru þó ekki útfærðar nánar, t.d. notkun líkana sem meta eiga skuldaraáhættu, viðurkenning á ýms- um tæknilegum aðferðum sem hægt er að nota til að draga úr greiðslufallsáhættu, mat á annars konar áhættu, t.d. vaxtaáhættu (í lánabók), markaðsáhættu, rekstraráhættu, orðsporsáhættu og lagalegri áhættu. Einnig er nefnt að hugsanlega ætti að taka tillit til markaðsviðskipta bankanna sem ekki er tekið tillit til þegar eignir þeirra eru metnar. Gagnrýni Fjölbreytt gagnrýni hefur komið fram á tillögurnar og hefur hún beinst að almennum þáttum, svo sem því að það sé lokaður klúbbur ríkra þjóða sem ákveði reglur fyrir alla óháð aðstæðum, en einnig hafa kom- ið fram ýmsar sértækar athugasemdir. Almenn gagnrýni Tillögurnar sem fram eru komnar eru eins og fyrr unnar af Basel-nefndinni um bankaeftirlit sem sam- anstendur af fulltrúum G10-landa. Lönd sem ekki teljast til þess hóps hafa gagnrýnt að þau hafi ekki beina aðild og því geti myndast ósamræmi í kröfum þar sem ekki er tekið tillit til aðstæðna minni landa. Lönd utan OECD fagna því hins vegar almennt að leggja eigi niður núverandi viðmiðun um að OECD- aðild veiti lægstu áhættuvog. Það er einnig gagnrýnt að tillögurnar eru miðaðar við stóra alþjóðlega banka en reynslan kennir að þeim er ekki síður beitt gagn- vart minni bönkum. Með því að semja reglurnar með hliðsjón af allri bankaflórunni mætti leysa ýmis vandamál sem upp koma þegar beita skal reglunum gagnvart minni bönkum. Gagnrýni á að nota mat alþjóðlegra matsfyrirtækja Háværust hefur gagnrýnin orðið á að nota skuli mat alþjóðlegra matsfyrirtækja sem grundvöll áhættu- voga banka, ríkja og fyrirtækja. Bent hefur verið á fjölmörg atriði sem athugaverð þykja: Matsfyrir- tækin bera enga ábyrgð gagnvart yfirvöldum eða eftirlitsaðilum og kæmust í lykilaðstöðu sem ekki er víst að þau kunni með að fara né hafi áhuga á. Í raun væri verið að framselja skyldur eftirlitsaðila til óháðra aðila sem enga ábyrgð bæru á gerðum sínum eða aðferðum. Aðferðir þeirra og mat reyndist t.d. mjög illa í Asíukreppunni 1997 eins og sjá má í töflu 2 og í ramma hér á síðunni. Hætta er einnig talin á að mat slíkra fyrirtækja gæti aukið á sveiflur í efnahags- kerfinu og latt til aðgerða sem gætu dregið úr slíkum sveiflum. Þannig gæti lækkun á einkunn eins banka þýtt að aðrar bankastofnanir yrðu skyndilega að auka eigið fé sitt. Þetta gæti komið á óheppilegum tíma (þ.e. þegar meiri þörf væri á óbreyttri stefnu í útlán- um í stað þess að verulega væri þrengt að þeim), þótt augljóst sé að eigið fé þurfi að vera nægilegt til að mæta áhættunni. Hættan á því að allir aðrir bankar leituðu samtímis útgönguleiðar (með samdrætti í útlánum eða harðari innheimtu lána sem hefðu háa áhættuvog) gæti einnig haft mjög neikvæð áhrif á efnahagslífið. Það er einnig álit sumra að þótt ein- kunnir matsfyrirtækja hefðu verið notaðar sem áhættuvogir í suður-kóreönskum bönkum fyrir kreppuna 1997 hefðu þeir samt sem áður ekki byggt upp eigið fé til að mæta hugsanlegum efnahagserfið- leikum. Þjónusta matsfyrirtækja hefur mest verið notuð í Bandaríkjunum og því gætu bankar þar náð samkeppnisforskoti á banka í öðrum löndum. Þá er það einnig álitamál hvort nota eigi einkunnir mats- fyrirtækjanna í þeim tilvikum þegar þau hafa metið ríki eða banka þótt ekki hafi verið óskað eftir slíku mati. Einnig er það vandamál ef einkunnum mats- fyrirtækja ber ekki saman eins og t.d. einkunnum Standard & Poor's og Moody's á langtímaskulda- bréfum íslenska ríkisins. Í því tilviki gætu mismun- andi einkunnir haft áhrif á lánskjör íslenska ríkisins. Síðan verður það vafalítið endalaust deiluefni hvern- ig meta eigi ólíka flokka einkunna til áhættuvoga, t.d. af hverju er A+ með 20% áhættuvog? Í sumum tilvikum kann sú aðferðarfræði sem sett er fram í tillögum Basel-nefndarinnar einnig að leiða til þess að það geti verið hagstæðara fyrir banka að láta ekki meta sig. PENINGAMÁL 2000/1 55 „Í stað þess að reynast mikilvægt óháð stöðugleikaafl, var hegðun matsfyrirtækjanna ekki óáþekk hegðun mik- ils meirihluta markaðsaðila“ (IMF International Capital Markets Report 1999)

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.