Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 30

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 30
1998 var hún 16% og horfur eru á að svipuð þróun hafi orðið á árinu 1999, skv. uppgjöri fyrir fyrri hluta ársins. Eiginfjárhlutfall banka og sparisjóða í heild var 9,8% í árslok 1998 og var það óbreytt frá fyrra ári. Hins vegar var það lægra en næstu tvö árin þar á undan, en árið 1996 var það 10,7% og 11,1% árið 1995. Skýring þessarar lækkunar er einkum sú að frá árslokum 1995 hafði áhættugrunnurinn sem hlutfall- ið reiknast af vaxið um 77%, en eigið fé aðeins um 56%. Undanfarin ár hafa víkjandi lán orðið fyrirferð- armeiri í eiginfjárhlutfallinu. Eiginfjárhlutfall án víkjandi lána hefur því lækkað nokkuð meira undan- farin ár en eiginfjárhlutfallið í heild. Sem dæmi má nefna að árið 1995 var eiginfjárhlutfall án víkjandi lána hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum samtals 10% en 7,8% árið 1998. Á miðju ári 1999 var eigin- fjárhlutfall viðskiptabankanna hið sama og árið áður, eða 9%, en eiginfjárhlutfall án víkjandi lána var 6,7% samanborið við 7,1% á miðju ári 1998. Kröfur um lágmark eigin fjár Lánastofnanir þurfa að uppfylla tilteknar kröfur um eiginfjárhlutföll. Eigið fé með víkjandi lánum má ekki vera lægra en 8% af áhættugrunni. Áhættu- grunnur er metinn eftir ákvæðum laga og sérstökum reglum sem Fjármálaeftirlitið setur og eru þær hinar sömu á Evrópska efnahagssvæðinu. Eiginfjárhlutfall íslenskra banka er lægra en banka annars staðar á Norðurlöndunum. Í árslok 1998 var eiginfjárhlutfall íslenskra viðskiptabanka, án Sparisjóðabankans, rúm 9%. Á sama tíma var eiginfjárhlutfall norskra og sænskra banka um 10½% og danskra og finnskra banka 11,3% og 11,5%. Að mati Seðlabanka Íslands er eiginfjárhlutfall margra lánastofnana lægra um þessar mundir en æskilegt væri, ekki síst þegar tekið er tillit til hag- stæðra rekstrarskilyrða þeirra. Eiginfjárstaða þeirra án víkjandi lána er enn lakari. Það hlýtur því að verða mikilvægt viðfangsefni margra stofnana að efla eigin- fjárstöðu sína verulega þannig að þær verði betur búnar undir erfiðari aðstæður í efnahagsmálum en nú ríkja. Lánastofnanir verða að standast lágmarkskröf- ur um eigið fé í dýpstu öldudölum þjóðarbúsins og þá verður það að vera mun hærra á uppgangstímum. VI. Innlend greiðslumiðlun Fjármálalegur stöðugleiki byggist m.a. á því að greiðslur á milli viðskiptavina og banka séu skil- virkar og öruggar. Mikilvægt er að áhættu við greiðslumiðlun sé haldið í lágmarki. Hér á landi er starfrækt eitt greiðslukerfi vegna þessara viðskipta og er það rekið af Reiknistofu bankanna (RB). Greiðslukerfi RB er greiðslujöfnunarkerfi með einni jöfnun á sólarhring sem framkvæmd er seint að kvöldi. Endanlegt uppgjör fer fram um reikninga stofnana í Seðlabankanum að morgni næsta dags. Mikil vinna hefur undanfarin ár farið í að laga hérlent kerfi að alþjóðlegum viðmiðum og eru sumar af þeim endurbótum að koma til framkvæmda en aðrar eru enn í undirbúningi. Því hefur um nokkurt skeið verið unnið að því að endurbæta greiðslujöfnunarkerfi RB til þess að kerfið uppfylli alþjóðlegar kröfur eða svonefnd Lamfalussy- skilyrði.8 Búið er að treysta lagalegan grundvöll greiðslujöfnunar með setningu laga um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum en þau byggjast á tilskipun Evrópusambandsins um sama efni. Þá vinn- ur Seðlabanki Íslands að lokaundirbúningi reglna sem ætlað er að fylla í þær eyður sem eftir eru á þessu sviði. Verið er að taka í notkun fullkominn varabúnað á vegum Reiknistofu bankanna (í svonefndu seli) sem mun auka rekstraröryggi kerfisins til muna. Ör þróun er á sviði greiðslumiðlunar hérlendis og á Internetið þar meðal annars hlut að máli. Mikill vöxtur hefur orðið í notkun heimabanka og nýjungar í farsímatækni hafa opnað nýja möguleika á þessu sviði. Eitt fyrirtæki hefur hafið tilraunaútgáfu raf- rænna myntkorta og stóru greiðslukortafyrirtækin tvö eru í sameiningu að undirbúa útgáfu slíkra korta. Nú í febrúar er fyrirhugað að gefa út ríkisvíxla- flokk á rafrænu formi í tilraunaskyni og markar sú út- gáfa upphaf rafrænnar eignaskráningar á verðbréfum á Íslandi. Greiðslumiðlun hérlendis hefur að sumu leyti þróast á annan hátt en víða annars staðar. Svokölluð samtímabókun gerir almenningi kleift að taka út af hlaupareikningum um leið og lagt hefur verið inn á þá. Víðast hvar þurfa innstæðueigendur að bíða þar til að uppgjör milli banka hefur farið fram. Í flestum PENINGAMÁL 2000/1 29 8. Í grein Tómasar Arnar Kristinssonar í þessu hefti Peningamála er m.a. rakin þróun alþjóðlegra viðmiðana á sviði greiðslumiðlunar. Þar er gerð grein fyrir svonefndum Lamfalussy-skilyrðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.