Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 16
PENINGAMÁL 2000/1 15
ávöxtun skuldabréfalána lækkaði um 2,8 prósentu-
stig milli áranna 1998 og 1999, var 8% að meðaltali
1999 en 11,8% 1998. Meðalvextir verðtryggðra lána
lækkuðu einnig, voru 8,6% að meðaltali 1999 en
8,8% 1998. Vaxtamunur banka og sparisjóða virðist
hins vegar hafa aukist þar eð hækkun innlánsvaxta
var minni en útlánsvaxta. Mest var hækkun innláns-
vaxta svonefndra peningamarkaðsreikninga um tæp
2 prósentustig að jafnaði.
Í desember gaf Seðlabankinn út að nýju reglur
um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Meginbreyt-
ingin er að fallið er frá því að banna verðtryggingu
innlána og lengja lágmarkslánstíma verðtryggðra
útlána í sjö ár. Þessi ákvörðun var gerð í framhaldi af
tillögu nefndar sem viðskiptaráðherra skipaði. Önnur
breyting sem gerð var á reglunum var sú að hámark
leyfilegs verðtryggingarójafnaðar var hækkað úr
20% í 30% af eigin fé.
Deyfð á skuldabréfamarkaði á árinu 1999 ...
Ávöxtun verðtryggðra markaðsskuldabréfa hækkaði
verulega á síðasta fjórðungi ársins 1999 og í upphafi
þessa árs. Hækkunin var mismikil eftir skuldabréfa-
flokkum. Ávöxtun helstu flokka spariskírteina og
húsbréfa hækkaði yfirleitt um 0,5-0,6 prósentustig.
Athygli vekur að ávöxtun spariskírteina og húsbréfa
hækkaði nokkuð jafnt og þétt fram að haustmánuðum
en tók síðan stökk á síðasta ársfjórðungi. Hækkandi
ávöxtun undir lok ársins má rekja til aukins áhuga
stofnanafjárfesta, einkum lífeyrissjóða, að leita með
fjármagnið á erlenda markaði og til innlendra hluta-
bréfakaupa. Eftirspurn eftir innlendum markaðs-
skuldabréfum var því lítil á síðasta fjórðungi ársins.
Nokkur kippur kom á ný í viðskipti með þau í lok
janúar og í byrjun febrúar á þessu ári í kjölfar hækk-
unar ávöxtunar. Ávöxtun hefur því lækkað á ný í
febrúarmánuði. Aukna eftirspurn má meðal annars
rekja til uppkaupaáforma ríkissjóðs á nokkrum flokk-
um ríkisverðbréfa.
Ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa hefur einnig
hækkað verulega síðustu mánuði. Þar gætir áhrifa
aukinnar verðbólgu og verðbólguvæntinga á ávöxt-
unarkröfu þessara bréfa. Sem dæmi var ávöxtun
lengri flokks ríkisbréfa 10,2% í lok janúar sl. en var
í lok október 9,25%.
Viðskipti á eftirmarkaði með ríkistryggð mark-
aðsbréf minnkuðu á árinu 1999, einkum með spari-
skírteini Hlutfallslega minni samdráttur varð á
viðskiptum með ríkisbréf en viðskipti með hús- og
húsnæðisbréf á eftirmarkaði jukust lítils háttar.
Viðskipti með skuldabréf á VÞÍ
árin 1998 og 1999
Spariskírteini Ríkisbréf Húsbréf Húsnæðisbréf
0
20
40
60
80
Ma.kr.
1998 1999
Mynd 10
Bankaútlánsvextir og stýrivextir Seðlabankans
J F M A M J J Á S O N D J F
6
8
10
12
14
16
18
20
% á ári Stýrivextir Seðlabankans Almenn víxillán
Yfirdráttarlán Skuldabréfalán
Mynd 8
1999 2000
Dagleg þróun ávöxtunarkröfu á nokkrum markflokkum
húsbréfa og spariskírteina frá árslokum 1998
Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Jan.Feb.
3,40
3,90
4,40
4,90
5,40
%
RS15-1001/K (Sparisk., gjaldd. 2015)
RS05-0410/K (Sparisk., gjaldd. 2005)
BH37-1215/H (Húsbr., lokagjaldd. 2037)
BH21-0115/H (Húsbr., lokagjaldd. 2021)
Mynd 9
1999 2000