Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 5
og umskiptum á innlendum matvörumarkaði, t.d. samruna fyrirtækja sem kann að hafa dregið úr verð- samkeppni og leitt til hærri álagningar. Þótt verð á þjónustu hafi hækkað lítið eitt minna en vísitalan í heild á sú hækkun verulegan þátt í því að verðbólga mælist meiri á Íslandi en í nálægum löndum. Þjónustuliðirnir vega samtals rúmlega þriðj- ung í vísitölu neysluverðs og um þriðjung vísitölu- hækkunarinnar síðustu 12 mánuði má rekja til hækk- unar þeirra. Á síðasta ári hækkaði opinber þjónusta töluvert minna en önnur þjónusta, en í janúar minnk- aði bilið þegar opinber þjónusta hækkaði um 3½%. Síðustu tólf mánuði hefur þjónusta hins opinbera og einkaaðila hækkað álíka mikið eða um 5,3% og 5,5%. Takist hóflegir kjarasamningar eru horfur á hjöðnun verðbólgu þegar líða tekur á árið Í janúar birti Seðlabankinn verðbólguspá fyrir árið 2000. Þar er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 5% á milli ára og að hækkunin yfir árið verði 3,8%. Í spánni er gert ráð fyrir að dragi úr verðbólguhraðan- um þegar líða tekur á árið og áhrif verðhækkunar síð- asta árs og væntanlegrar hækkunar launa á fyrri hluta þessa árs taka að dvína. Meginbreytingin frá því í október er að nú er spáð 0,9% meiri meðalhækkun verðlags, sem stafar af hækkun vísitölu neysluverðs í lok síðasta árs. Spá um hækkun yfir árið 2000 er hins vegar lítið breytt frá því í október og gætir þar áhrifa gengishækkunar krónunnar. Í janúarspánni var gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis héldi áfram að hækka nokkuð umfram almennt verðlag. Ennfremur var gengið út frá þeirri forsendu að laun hækkuðu um 6½% yfir árið. Sú tala felur í sér launahækkanir sem urðu hjá sumum hópum í upphafi ársins, launahækk- anir sem kynni að verða samið um í komandi kjara- samningum og áætlað launaskrið. Áhugavert er að bera verðbólguspá bankans sam- an við verðbólguvæntingar markaðsaðila. Verð- bólguálag ríkisskuldabréfa sem hafa líftíma fram í október á þessu ári er 5,6% og álag á bréfum sem eiga þrjú ár eftir af líftíma sínum er 4,8%. Minnkandi verðbólguálag eftir því sem líftími bréfanna lengist bendir til þess að fjárfestar geri ráð fyrir að verðbólga eigi eftir að hjaðna á líftíma bréfanna. Spár annarra en Seðlabankans eru á mjög svipuðu róli og spá hans um hækkun milli ára. Meiru munar á spám um hækk- un yfir árið, en þar spá t.d. Íslandsbanki og fréttabréf- ið Gjaldeyrismál heldur minni verðbólgu en Seðla- bankinn, eða rúmlega 3%, en FBA heldur meiri eða rúmlega 4%. Hóflegri launahækkun gæti skilað minni verðbólgu og álíka miklum kaupmætti Útkoma kjaraviðræðna mun ráða miklu um verðlags- þróun á árinu, bæði vegna beinna áhrifa launahækk- ana á verðlag og vegna þess að hækki laun meira en vænst er gæti myndast þrýstingur til lækkunar á gengi krónunnar. Einnig er hætta á að væntingar um mikla verðbólgu festist í sessi. Verði launaþróun önnur en gengið er út frá í spá Seðlabankans mun það hafa áhrif á verðlagsþróun. Hækki launakostnaður t.d. um 9% yfir árið yrði verðbólga á milli ára u.þ.b. 6% og rúmlega 5% yfir árið. Leiði óhófleg hækkun launa til gengislækkunar krónunnar um t.d. 4% yrði verðbólgan rúmlega 6½%. Hækki laun hins vegar minna en gengið var út frá í spánni, og það hefði í för með sér hækkun á gengi krónunnar, verður verðbólga minni en Seðlabankinn spáði í janúar. Hækki laun t.d. um 5% yfir árið og krónan styrkist á fyrstu mán- uðum ársins má gera ráð fyrir að verðlag hækki um 4% milli ára og 2½% yfir árið. Þessi niðurstaða myndi þegar á fyrsta ári skila litlu minni kaupmáttar- auka en felst í spá Seðlabankans, en styrkja undir- stöður þjóðarbúskaparins og bættra lífskjara til fram- tíðar. 4 PENINGAMÁL 2000/1 Tafla II Matvara og drykkjarvara 12 m. %-br. á seinni hluta árs 1999 Júlí Sept. Nóv. Des. Ísland, mat- og drykkjarvara..... 2,1 5,3 6,5 6,8 Ísland, innflutt matvara............. -1,3 6,6 8,2 9,2 Ísland, innl. matvara án búvöru og grænmetis ................ 3,8 5,6 9,7 9,2 Danmörk ................................... -0,5 0,2 0,7 1,8 Noregur ..................................... 2,2 1,5 1,4 1,5 Svíþjóð ...................................... -0,2 1,1 1,1 0,9 Finnland .................................... -0,6 -1,4 -0,5 -0,2 Bretland..................................... -0,1 -1,3 -1,0 -1,7 Þýskaland .................................. -1,7 -1,9 -1,9 -1,8 Frakkland .................................. -0,8 -0,9 0,6 0,9 Evrusvæði ................................. -0,6 -0,6 -0,1 0,0 Bandaríkin................................. 2,1 2,2 2,0 2,0 Upplýsingar um þróun matvælaverðs í Evrópu eru byggðar á samræmdri neysluverðsvísitölu (HICP). Heimildir: Datastream og Hagstofa Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.