Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 40

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 40
ar og að kveðið sé svo á að seðlabankar þurfi að gefa opinbera skýringu á því af hverju verðbólgumark- miðinu hafi ekki verið náð. Þar þarf að koma fram hvað valdið hefur frávikum að mati bankans, hvort um tímabundin frávik er að ræða og hver þeirra bankinn telur skipta máli þegar hann ákveður pen- ingapólitísk viðbrögð sín. Eins og í mörgu öðru hafa Nýsjálendingar gengið lengra í þessu en aðrar þjóðir. Upphafleg endurskoð- un seðlabankalaga í Nýja-Sjálandi gerði ráð fyrir að nafnlaun seðlabankastjóra yrðu beintengd verð- bólgustiginu og ef verðbólgan færi út fyrir vikmörkin þyrfti seðlabankastjórinn að taka á sig nafnlauna- lækkun. Á síðustu stundu var þó horfið frá þessu og í núverandi lögum um bankann er kveðið svo á að heimilt sé að reka bankastjórann fari verðbólgan út fyrir vikmörkin. Á þetta ákvæði reyndi 1995 er verð- bólgan fór út fyrir mörkin í skamman tíma. Eftir um- ræður á þingi var hins vegar ákveðið að seðlabanka- stjórinn héldi starfi sínu (Mishkin og Eakins, 1998). Skipta önnur hagræn markmið engu máli? Þrátt fyrir að formlegt verðbólgumarkmið kveði svo á að stöðugt verðlag sé forgangsverkefni stjórnar peningamála er stefnan nægilega sveigjanleg til að gefa færi á að seðlabankinn taki tillit til þróunar annarra hagstærða, svo fremi sem það stefni ekki verðstöðugleikanum í hættu. Þannig samræmist það fyllilega formlegu verð- bólgumarkmiði að seðlabanki láti sig máli skipta hagvaxtarþróun og fjármálalegan stöðugleika. Vik- mörk verðbólgumarkmiðsins, minni viðbrögð við áhrifum framboðsskella á verðbólgu og skilgreind frávik gefa seðlabankanum möguleika á að bregðast við áföllum í raunhagkerfinu telji hann verðstöðug- leikann ekki í hættu. Þetta þarf ekki að vera á kostn- að trúverðugleika bankans í baráttunni við verðbólg- una nái hann að skýra á greinargóðan og trúverðugan máta hvað hann er að gera. Aukið svigrúm til þess að bregðast við sértækum innlendum aðstæðum er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland þar sem innlendar hagsveiflur eru að meira eða minna leyti úr takti við alþjóðlegar hagsveiflur. Við slíkar aðstæður getur hörð fastgengisstefna leitt af sér peningastefnu sem fylgir hagsveiflunni í stað þess að vinna gegn henni. Þarf seðlabankinn að hafa fullkomna stjórn á verðbólgunni? Megingagnrýni fræðimanna á stjórn peningamála sem grundvallast á formlegu verðbólgumarkmiði hefur verið sú staðreynd að seðlabankar hafa síðri stjórn á verðbólgu en gengi innlends gjaldmiðils eða þröngt skilgreindu peningamagni. Þessir aðilar hafa bent á að þar sem þættir utan áhrifasviðs seðlabanka, eins og staða ríkisfjármála og vinnumarkaðar, hafa áhrif á verðlagsþróun til skemmri tíma geti verið all- erfitt fyrir seðlabanka að framfylgja verðbólgumark- miði sínu. Þessi gagnrýni á vissulega rétt á sér. Stjórn pen- ingamála með formlegu verðbólgumarkmiði er því síðri kostur sem seðlabankinn hefur minni getu til að spá fyrir um og hafa áhrif á verðbólguþróun. Hins vegar má á móti benda á að samskonar vandamál eru í raun einnig til staðar með fast gengi eða peninga- magn sem millimarkmið peningastefnunnar. Þannig er til lítils þótt seðlabankar hafi meiri tök á að stjórna þröngt skilgreindu peningamagni þegar sam- band peningamagns og verðlags er síbreytilegt, eins og reynslan gefur til kynna. Um vandamál fastgeng- isstefnu við aðstæður fullkomlega frjálsra fjármagns- flutninga hefur áður verið fjallað. Þar að auki virðist heppilegasta millimarkmið peningastefnunnar út frá fræðilegu sjónarmiði vera verðbólguspá seðlabankans. Með slíkri stefnu nýtir seðlabankinn allar þær upplýsingar sem hann telur skipta máli fyrir verðbólguþróun næstu missera. Notkun peningamagns eða gengis sem millimark- miðs er því aðeins hagkvæm ef þessar stærðir inni- halda allar upplýsingar um þróun verðlags, en í því tilviki væri slík stefna einfaldlega jafngild því að nota verðbólguspá sem millimarkmið stefnunnar (sjá Svensson, 1999). Þar sem verðbólga ræðst af fleiri þáttum en þróun gengis eða peningamagns er formlegt verðbólgu- markmið, með verðbólguspá seðlabankans sem millimarkmið, því heppilegasta stefnan við stjórn peningamála út frá fræðilegu sjónarmiði. Önnur millimarkmið gefa því ekki betri niðurstöðu þrátt fyrir ófullkomna stjórn seðlabanka á verðbólgu til skemmri tíma litið. PENINGAMÁL 2000/1 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.