Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 52
Árið 1998 voru þessar tekjur um 0,5 ma.kr. og var arðsemi fjármunastofnsins um 2,3%. Aðeins 52 af dóttur- og 12 af hlutdeildarfyrirtækjum Íslendinga erlendis skiluðu hagnaði árið 1998. Árin 1988-1998 voru tekjur Íslendinga að meðaltali um 0,2 ma.kr. á ári og arðsemi fjármunastofnsins á sama tímabili var 2,3%.6 Athygli vekur að hagnaðurinn skuli ekki vera meiri. Arðsemin er helmingi minni en í beinni fjár- festingu erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi. Þessi staðreynd er athyglisverð, því að forsvarsmenn íslensks atvinnulífs hafa oft kvartað yfir því að umhverfi íslenskra fyrirtækja sé ekki nægjanlega gott og að þau búi við verra umhverfi en atvinnulíf víða erlendis. Það má varpa fram ýmsum skýringum á þessari slöku arðsemi. Nærtækustu skýringarnar eru þær að Íslendingar fjárfesti í atvinnugreinum sem skila lágum arði og í umhverfi sem þeim gengur illa að ná tökum á. PENINGAMÁL 2000/1 51 6. Til samanburðar má nefna að árin 1997 og 1998 nam ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar íslenskra lífeyrissjóða um 15% hvort árið. Rammi 2 Þættir sem hafa áhrif á beina erlenda fjárfestingu fyrirtækja Tafla 4 Tekjur Íslendinga af beinni fjárfestingu í atvinnurekstri erlendis Ma.kr. á verðlagi hvers árs 1995 1996 1997 1998 Arðgreiðslur ................................. 0,1 0,0 0,1 0,1 Endurfjárfesting ........................... -0,2 0,4 0,0 0,2 Hreinar vaxtagreiðslur ................. 0,0 0,1 0,2 0,2 Samtals......................................... -0,1 0,5 0,3 0,5 Heimildir: UNCTAD, World Investment Report 1998. UNCTAD, World Investment Report 1999. IMF Committee on BOP statistics, ársskýrsla 1998. Ákvörðun fyrirtækis um að fjárfesta í öðru landi er niður- staða flókins ferlis. Slík niðurstaða getur fengist þegar þarfir erlenda fyrirtækisins og það sem móttökulandið hefur að bjóða mætist. Áhrifaþáttum við val á móttöku- landi erlendrar fjárfestingar má skipta í tvennt: Í fyrsta lagi þætti sem stjórnvöld hafa áhrif á og í öðru lagi þætti sem einkenna hagkerfið eða eru til staðar í því. Í fyrra til- fellinu má nefna stefnu stjórnvalda gagnvart erlendri fjár- festingu og það umhverfi sem ríkisvaldið skapar atvinnu- starfsemi. Dæmi um það eru efnahagslegur, stjórnarfars- legur og félagslegur stöðugleiki, skattastefna, alþjóða- samningar, einkavæðing, viðskiptastefna o.s.frv. Dæmi um þætti sem tengjast hagkerfinu sjálfu má hins vegar sjá í meðfylgjandi yfirliti. Í stuttu máli má segja að fyrirtæki fjárfesti beint utan heimalands til að nálgast nauðsynlega framleiðsluþætti og eignir, til að auka skilvirkni með því að nálgast ódýra framleiðsluþætti og loks til að nálgast markaði. Hér fyrir neðan er farið aðeins nánar út í þessa þætti. Markmið fyrirtækja Að nálgast framleiðsluþætti/eignir Að bæta skilvirkni Að nálgast markaði Heimild: World Investment Report 1998. Aðaláhrifaþættir hagkerfis • Hráefni, orka • Ódýrt vinnuafl • Vel menntað vinnuafl • Tækniþekking, nýjungagirni og aðrar áskapaðar eignir (t.d. fræg vöru- merki) hjá einstaklingum og fyrirtækjum • Efnislegir innviðir (samgöngumannvirki, fjarskipti, orkukerfi) • Verð framleiðsluþátta/eigna, leiðrétt fyrir framleiðni • Verð annarra aðfanga • Þátttaka í samstarfi eins og EES/NAFTA • Stærð markaðar og meðaltekjur á íbúa • Hagvöxtur • Aðgangur að svæðisbundnum mörkuðum og alþjóðamörkuðum • Séreinkenni neytendamarkaðar • Uppbygging og gerð markaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.