Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 22

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 22
stig bendir hins vegar ekki til þess að frávik raun- gengis frá jafnvægisraungengi sé orðið áhyggjuefni frá sjónarhóli fjármálastöðugleika. Peninga- og útlánaþensla. Mikil peninga- og út- lánaþensla er eitt helsta áhyggjuefnið í tengslum við stöðugleika fjármálakerfisins um þessar mundir. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur raunvöxtur útlána innlánsstofnana verið mun meiri en á síðustu upp- gangstímum, sem skýrist þó að hluta af aukinni markaðshlutdeild innlánsstofnana í lánakerfinu. Aðrar peningalegar vísbendingar hníga þó í sömu átt. Raunvöxtur peningamagns hefur verið mikill og hlutfall peningamagns (M3) og gjaldeyrisforða er í hærra lagi. Nánar er fjallað um útlánaþróun síðar. Eignaverð. Verð eigna hefur hækkað umtalsvert á undanförnum misserum. Hækkunin var sérstaklega mikil á síðasta ári en þá hækkaði verð íbúðarhús- næðis á höfuðborgarsvæðinu um 20%, úrvalsvísitala hlutabréfa um nærri 50% og verð á þorskkvóta um 25%. Hætt er við að ofhitnun í hagkerfinu og mikil útlánaþensla hafi kynt verulega undir hækkun eigna- verðs að undanförnu og að einhverju leyti sé um bólur að ræða sem gætu sprungið ef efnahagsáföll verða og væntingar snúast við. Að óbreyttu eru þó ekki líkur á að eignaverð lækki mikið á næstunni, sérstaklega ekki verð íbúðarhúsnæðis. Reyndar er búist við að íbúðaverð hækki eitthvað enn umfram almennar verðlagshækkanir. Í kjölfar töluverðrar hækkunar á liðnu ári hefur verð hlutabréfa hækkað það sem af er þessu ári en áframhaldandi þróun þess er eins og oft áður fremur óviss. Eignaverð virðist hins vegar fremur þanið, eins og nánar er fjallað um síðar, og því aukast líkur á að það sé að nálgast há- mark. Lánastofnanir þurfa því að sýna mikla árvekni á næstunni varðandi lánveitingar og stöðutöku sem byggjast á eignaverði. Fasteignaverð tók að hækka ört á seinni hluta ársins 1997 eftir raunlækkun og síðan stöðnun á tíunda áratugnum. Fermetraverð íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 20% frá fjórða árs- fjórðungi 1998 til jafnlengdar 1999. Gögn eru lakari um verð á atvinnuhúsnæði en um íbúðaverð. Heim- ildum ber þó saman um að verð atvinnuhúsnæðis hafi hækkað talsvert meira en íbúðaverð að undanförnu og eru nefndar tölur á bilinu 30-40% frá ársbyrjun 1999 til þessa dags, en jafnframt að mun meiri verð- lækkun hafi orðið á atvinnuhúsnæði en á íbúðum á samdráttar- og stöðnunarárunum frá 1992 til 1995. Fasteignamat íbúða og atvinnuhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu var hækkað um 18% í ársbyrjun 2000 en heldur minna víðast annars staðar. Meðfylgjandi mynd sýnir íbúðaverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæð- inu síðustu tuttugu árin, staðvirt með lánskjaravísi- tölu. Þann fyrirvara verður að gera að aðferðin við vinnslu gagna sem stuðst er við hefur breyst talsvert á þessu tímabili, þannig að upplýsingarnar eru ekki að fullu sambærilegar. Með þeim fyrirvara virðist íbúðaverð orðið sögulega hátt, um 19% hærra að raungildi en það var að meðaltali á árunum 1990 til 1997. Enn vantar að vísu nokkuð á að hámarki frá 1982 sé náð en gæta verður þess að skuldsetning vegna kaupa á íbúðarhúsnæði er mun meiri nú en þá og að á árunum upp úr 1982 lentu margir íbúðakaup- endur í erfiðleikum. Þeir áttu reyndar flóknari orsakir en verðsveiflurnar einar. Þótt erfiðleikar íbúðakaup- enda hafi ekki leitt til umtalsverðra útlánatapa á þess- PENINGAMÁL 2000/1 21 Raunvöxtur peningamagns (M3) og útlána innlánsstofn- ana og M3 sem hlutfall af gjaldeyrisforða 1986 - 1999 1986 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 0 10 20 30 40 -10 -20 % 4 5 6 7 8 9 10 hlutfall 12 mán. raunvöxtur peningamagns (vinstri ás) 12 mán. raunvöxtur útlána (vinstri ás) M3 sem hlutfall af gjaldeyrisforða (hægri ás) Mynd 1 Raunverð íbúðarhúsnæðis 1981 - 1999 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 60 65 70 75 80 85 90 95 100 105 110 Mynd 2 Íbúðaverð í fjölbýli. Þús.kr. á fermetra á verði 4. ársfjórðungs 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.