Peningamál - 01.02.2000, Page 22

Peningamál - 01.02.2000, Page 22
stig bendir hins vegar ekki til þess að frávik raun- gengis frá jafnvægisraungengi sé orðið áhyggjuefni frá sjónarhóli fjármálastöðugleika. Peninga- og útlánaþensla. Mikil peninga- og út- lánaþensla er eitt helsta áhyggjuefnið í tengslum við stöðugleika fjármálakerfisins um þessar mundir. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur raunvöxtur útlána innlánsstofnana verið mun meiri en á síðustu upp- gangstímum, sem skýrist þó að hluta af aukinni markaðshlutdeild innlánsstofnana í lánakerfinu. Aðrar peningalegar vísbendingar hníga þó í sömu átt. Raunvöxtur peningamagns hefur verið mikill og hlutfall peningamagns (M3) og gjaldeyrisforða er í hærra lagi. Nánar er fjallað um útlánaþróun síðar. Eignaverð. Verð eigna hefur hækkað umtalsvert á undanförnum misserum. Hækkunin var sérstaklega mikil á síðasta ári en þá hækkaði verð íbúðarhús- næðis á höfuðborgarsvæðinu um 20%, úrvalsvísitala hlutabréfa um nærri 50% og verð á þorskkvóta um 25%. Hætt er við að ofhitnun í hagkerfinu og mikil útlánaþensla hafi kynt verulega undir hækkun eigna- verðs að undanförnu og að einhverju leyti sé um bólur að ræða sem gætu sprungið ef efnahagsáföll verða og væntingar snúast við. Að óbreyttu eru þó ekki líkur á að eignaverð lækki mikið á næstunni, sérstaklega ekki verð íbúðarhúsnæðis. Reyndar er búist við að íbúðaverð hækki eitthvað enn umfram almennar verðlagshækkanir. Í kjölfar töluverðrar hækkunar á liðnu ári hefur verð hlutabréfa hækkað það sem af er þessu ári en áframhaldandi þróun þess er eins og oft áður fremur óviss. Eignaverð virðist hins vegar fremur þanið, eins og nánar er fjallað um síðar, og því aukast líkur á að það sé að nálgast há- mark. Lánastofnanir þurfa því að sýna mikla árvekni á næstunni varðandi lánveitingar og stöðutöku sem byggjast á eignaverði. Fasteignaverð tók að hækka ört á seinni hluta ársins 1997 eftir raunlækkun og síðan stöðnun á tíunda áratugnum. Fermetraverð íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 20% frá fjórða árs- fjórðungi 1998 til jafnlengdar 1999. Gögn eru lakari um verð á atvinnuhúsnæði en um íbúðaverð. Heim- ildum ber þó saman um að verð atvinnuhúsnæðis hafi hækkað talsvert meira en íbúðaverð að undanförnu og eru nefndar tölur á bilinu 30-40% frá ársbyrjun 1999 til þessa dags, en jafnframt að mun meiri verð- lækkun hafi orðið á atvinnuhúsnæði en á íbúðum á samdráttar- og stöðnunarárunum frá 1992 til 1995. Fasteignamat íbúða og atvinnuhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu var hækkað um 18% í ársbyrjun 2000 en heldur minna víðast annars staðar. Meðfylgjandi mynd sýnir íbúðaverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæð- inu síðustu tuttugu árin, staðvirt með lánskjaravísi- tölu. Þann fyrirvara verður að gera að aðferðin við vinnslu gagna sem stuðst er við hefur breyst talsvert á þessu tímabili, þannig að upplýsingarnar eru ekki að fullu sambærilegar. Með þeim fyrirvara virðist íbúðaverð orðið sögulega hátt, um 19% hærra að raungildi en það var að meðaltali á árunum 1990 til 1997. Enn vantar að vísu nokkuð á að hámarki frá 1982 sé náð en gæta verður þess að skuldsetning vegna kaupa á íbúðarhúsnæði er mun meiri nú en þá og að á árunum upp úr 1982 lentu margir íbúðakaup- endur í erfiðleikum. Þeir áttu reyndar flóknari orsakir en verðsveiflurnar einar. Þótt erfiðleikar íbúðakaup- enda hafi ekki leitt til umtalsverðra útlánatapa á þess- PENINGAMÁL 2000/1 21 Raunvöxtur peningamagns (M3) og útlána innlánsstofn- ana og M3 sem hlutfall af gjaldeyrisforða 1986 - 1999 1986 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 0 10 20 30 40 -10 -20 % 4 5 6 7 8 9 10 hlutfall 12 mán. raunvöxtur peningamagns (vinstri ás) 12 mán. raunvöxtur útlána (vinstri ás) M3 sem hlutfall af gjaldeyrisforða (hægri ás) Mynd 1 Raunverð íbúðarhúsnæðis 1981 - 1999 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 60 65 70 75 80 85 90 95 100 105 110 Mynd 2 Íbúðaverð í fjölbýli. Þús.kr. á fermetra á verði 4. ársfjórðungs 1999

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.