Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 42
PENINGAMÁL 2000/1 41
Inngangur
Síðustu 10-15 ár hefur þróun á sviði greiðslumiðl-
unar verið ör. Þótt hagkvæmnirök hafi ráðið miklu
um það hver þróunin hefur orðið hafa augu manna í
síauknum mæli beinst að áhættu í greiðslumiðluninni
og hvernig draga megi úr henni. Á alþjóðavettvangi
hefur Alþjóðagreiðslubankinn (Bank for Internation-
al Settlements, BIS) beitt sér af miklum þunga í mál-
inu ásamt hópi tíu stærstu iðnríkja heimsins (G10) og
Evrópusambandinu. Greiðslumiðlun snýst, eins og
ætla má af orðanna hljóðan, um að koma fé á milli
tveggja eða fleiri aðila. Nú á tímum eru fjármunirnir
að mestu færðir rafrænt á milli reikninga og lítið er
um að áþreifanlegt fé sé flutt á milli staða í þessu
skyni. Bankar og fjármálastofnanir eru lykilaðilar í
þessari starfsemi og víðast hvar hafa þróast ákveðnar
aðferðir við greiðslumiðlunina. Greiðslukerfi eru þær
skipulegu aðferðir sem notaðar eru við greiðslumiðl-
unina. Yfirleitt er talað um tvenns konar greiðslu-
kerfi: Greiðslujöfnunarkerfi og rauntímauppgjörs-
kerfi (sjá má lýsingu á þessum tveim tegundum kerfa
aftar í greininni) en einnig eru til ýmsar útfærslur þar
sem þessum tveimur megingerðum er blandað saman
með einhverjum hætti. Víða tíðkast að seðlabankar
séu vettvangur uppgjörs í greiðslumiðlun þegar ólíkir
bankar eiga í hlut. Nokkrar ástæður eru fyrir þessu,
m.a. hagræði en bankar hafa oftast viðskiptareikn-
inga í seðlabönkum og einnig getur seðlabankinn út-
vegað laust fé án fyrirvara og liðkað þannig til fyrir
greiðslumiðluninni. Seðlabankafé er einnig áhættu-
minna en fjármunir óháðs milliliðar því að milli-
liðnum fylgir óhjákvæmileg greiðslufallsáhætta.
Hérlendis er starfrækt greiðslujöfnunarkerfi á vegum
Seðlabanka Íslands, viðskiptabankanna og Sambands
íslenskra sparisjóða. Þetta kerfi er greiðslujöfnunar-
kerfi að grunngerð en tilteknir þættir í því líkjast þó
rauntímauppgjörskerfi. Til stendur að Seðlabanki Ís-
lands þrói stórgreiðslukerfi sem verður rauntímaupp-
gjörskerfi og munu allar greiðslur yfir tilteknum
mörkum sem fara milli banka og sparisjóða fara um
það í framtíðinni.
Þróunin síðustu ár
Síðustu ár hefur orðið mjög ör þróun í greiðslu-
miðlun. Aukið flæði fjármagns bæði á milli landa og
innan þeirra hefur kallað á hagkvæmari lausnir og
einnig hefur aukinn skilningur á áhættu valdið
áherslubreytingum. Stóráföll af ýmsum toga, t.d.
hrun Baringsbankans 1995, vandræði Drexel Burn-
ham Lamberts 1990 og gjaldþrot BCCI 1991, ýttu ill-
þyrmilega við mönnum. Í vissum tilvikum lá við að
greiðslumiðlunarkerfi yrðu fyrir alvarlegri röskun. Í
allmörgum löndum hafa sérstök rauntímauppgjörs-
kerfi verið sett á laggirnar til að draga sem mest úr
greiðslufallsáhættu. Í stórgreiðslukerfunum eru
stærstu greiðslurnar, sem jafnframt eru þær mikil-
vægustu og mest áhætta fylgir, afgreiddar sérstaklega
og gripið er til áhrifaríkra aðferða til að draga sem
mest úr áhættunni. Í flestum tilfellum eru stór-
greiðslukerfin rauntímauppgjörskerfi (greiðslan er
framkvæmd samstundis ef innstæða er næg eða
tryggð lánsheimild er til staðar), þótt hitt þekkist
einnig að þau séu greiðslujöfnunarkerfi þar sem
miklar kröfur eru gerðar um tryggingasjóði sem ætl-
að er að tryggja lok uppgjörs. Í tengslum við hina
nýju sameiginlegu evrópumynt, evruna, var gerð
krafa um að seðlabankar aðildarríkja myntbandalags-
ins kæmu á fót stórgreiðslukerfum sem síðan voru
tengd saman með sameiginlegu kerfi sem nefnist
TARGET. Þegar evrunni var hrundið úr vör í ársbyrj-
un 1999 hafði farið fram mjög ítarleg prófun á þessu
kerfi og það hefur að mestu virkað án áfalla.
TÓMAS ÖRN KRISTINSSON 1
Greiðslumiðlun – þróun og staða
1. Höfundur starfar á peningamálasviði Seðlabanka Íslands.