Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 10

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 10
ar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga verði ekki til að draga úr afgangi ríkissjóðs. Vöxtur útlána og peningamagns er enn óhóflega mikill þótt farið sé að draga úr honum Nokkuð dró úr vexti útlána og peningamagns á síðari helmingi ársins 1999. Samt sem áður var hann enn mun meiri en samrýmist lítilli verðbólgu. Tólf mán- aða vöxtur útlána innlánsstofnana til ársloka 1999 nam 23,2% og peningamagn (M3) óx um 17,1%. Árstíðaleiðréttur vöxtur útlána síðustu þrjá mánuði ársins 1999 var 13%, þ.e. nokkru minni en 12 mán- aða vöxtur. Mikill vöxtur grunnfjár til ársloka 1999 kann að vekja athygli, en þar er greinilega um tímabundna aukningu að ræða, eins og nánar er vikið að í grein hér á eftir. Í nóvemberhefti Peningamála var fjallað ítarlega um útlánavöxt innlánsstofnana og sýnt fram á að auk venjubundinnar fjármögnunar í gegnum innlán hafi hann að miklu leyti verið fjármagnaður með erlendu lánsfé. Samkvæmt nýjustu tölum var hluti útlána- vaxtarins sem þannig var fjármagnaður á síðasta ári jafnvel enn stærri en ráða mátti af septemberloka- tölum, eða 52½%. Tæpur helmingur var fjármagnað- ur með erlendri lántöku árið 1998. Nettóframlag inn- lána og verðbréfaútgáfu til fjármögnunar útlána virð- ist nú minna en ef miðað er við lokatölur í september. Framlag Seðlabankans til vaxtar útlána er enn nei- kvætt um sem nemur fimm ma.kr. Þróun útlána innlánsstofnana og fjármögnunar þeirra frá því í september breytir ekki fyrri greiningu bankans á ástæðum mikils útlánavaxtar innlánsstofn- ana sem þríþætts samspils eftirspurnar, aukinnar markaðshlutdeildar innlánsstofnana og aukins fram- boðs lánsfjár sem m.a. má rekja til hlutafjáraukningar í ríkisviðskiptabönkunum sem jók útlánagetu þeirra. Aðhaldsstefna Seðlabankans í peningamálum birtist í neikvæðu framlagi bankans til fjármögnunar útlána innlánsstofnana, en segja má að innlánsstofnanir hafi átt greiða undankomuleið fram hjá því aðhaldi með því að auka erlenda lántöku. Seðlabankinn hækkaði vexti til þess að viðhalda aðhaldi peningastefnunnar Frá áramótum hefur Seðlabankinn tvívegis hækkað vexti og 14. febrúar voru vikmörk gengisstefnunnar einnig víkkuð í því skyni að gefa aðhaldssamri pen- ingastefnu aukið svigrúm. Eftir samtals 1,1 prósentu- stigs hækkun vaxta í janúar og febrúar styrktist að- hald peningastefnunnar á flesta mælikvarða, en áður hafði meiri verðbólga en spáð var dregið nokkuð úr aðhaldi. Séu raunvextir reiknaðir út frá verðbólgu- álagi ríkisskuldabréfa, sem felur í sér að markaðs- aðilar geri ráð fyrir hjöðnun verðbólgu á komandi ári, hafa væntir raunvextir Seðlabankans ekki verið hærri frá því fyrir tæpu ári. Skammtímavextir eru einnig nokkru hærri en vextir á óverðtryggðum skuldbindingum til langs tíma og hafa verið það oft- ast frá því um mitt ár 1998. Neikvæður halli ávöxtun- arkúrfunnar er að jafnaði vísbending um aðhalds- sama peningastefnu, tiltrú markaðarins á að peninga- legt aðhald muni bera árangur og að skammtímavext- ir muni lækka á ný þegar fram líða stundir. Vaxta- hækkanir Seðlabankans í janúar og febrúar hafa dug- að til að halda halla ávöxtunarferilsins neikvæðum. Í stuttu máli má segja að allir mælikvarðar á aðhald peningastefnunnar sýni að það sé töluvert, þótt öðru hverju hafi slaknað nokkuð á því. Aðhald peninga- stefnunnar verður hins vegar að skoða í ljósi veru- legrar ofþenslu í þjóðarbúskapnum. PENINGAMÁL 2000/1 9 Tafla VI Aukning útlána innlánsstofnana og fjármögnun þeirra 1998 og 1999 Aukning yfir Hlutfallsleg skipt- ár í ma.kr. ing aukningar 1998 1999 1998 1999 Útlán ................................. 75,9 75,4 100,0 100,0 Innstæður .......................... 29,7 38,5 39,1 51,1 Verðbréf, nettó .................. -6,1 -1,1 -8,0 -1,5 Erlent lánsfé, nettó ........... 37,1 39,6 48,9 52,5 Seðlabanki, nettó .............. 12,8 -4,9 16,9 -6,5 Annað, nettó ..................... 2,4 3,3 3,1 4,4 Tafla V Helstu peninga- og lánastærðir 1998 og 1999 Hlutf.leg aukning (%) yfir tímabil 1997 1998 1999 Grunnfé Seðlabankans.............................. 3,1 4,6 75,8 Erl. skuldir bankakerfisins til endurlána .. 33,2 59,9 49,4 Útlán og markaðssk.bréf bankakerfisins .. 16,4 15,0 34,4 M3............................................................. 8,7 15,8 16,5 M4............................................................. 11,4 17,8 17,0 Útlán innlánsstofnana ............................... 12,8 30,3 23,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.