Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 50

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 50
útvegsfyrirtæki fjárfest nokkuð erlendis. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki fjárfest lítillega í erlendum fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Að undanförnu hefur vægi fjárfestingar í öðrum greinum en nefndar eru hér að framan aukist. Markmið fyrirtækja með því að fjárfesta í atvinnustarfsemi utan heimalands eru að fá aðgang að auðlindum og mörkuðum og að auka skilvirkni. Stærstan hluta erlendrar fjárfestingar Íslendinga má skýra með síðasta þættinum, en um tíunda hluta hennar má rekja til þess að verið sé að nálgast náttúruauðlindir. Þau íslensk fyrirtæki sem hafa fjárfest mest erlendis eru: Hf. Eimskipafélag Íslands, Íslenskar sjávarafurðir hf., Marel hf., Sam- herji hf., Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf. og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. Þessi sex félög áttu um 80% fjármunaeignarinnar í lok ársins 1998. Á tímabilinu 1988-1998 hefur fjármunaeign Íslendinga í atvinnurekstri erlendis aukist jafnt og þétt. Í lok ársins 1998 var hún um 23,5 ma.kr. og jókst um 3,9 ma.kr. á árinu eða um 20%. Í lok ársins 1998 voru um 13,8 ma.kr. af fjármunaeigninni til- komnir vegna lána og 9,7 ma.kr. vegna eigin fjár og hefur þessi skipting verið nokkuð stöðug síðustu árin. Í töflu 1 sést í hvaða geirum Íslendingar hafa fjárfest erlendis og miðast skiptingin við flokkun alþjóðastofnana. Í lok ársins 1998 voru um 74% af fjármunaeign Íslendinga í atvinnurekstri erlendis í sjávarútvegi (sala, vinnsla og veiðar). Samanborið við flestar aðrar OECD-þjóðir er bein fjármunaeign Íslendinga erlendis lítil. Í lok ársins 1998 var hún um 4% af vergri landsframleiðslu. Þetta hlutfall hjá hinum Norðurlandaþjóðunum er yfir 20% og hjá sumum OECD-þjóðum er það yfir 50%. Af einstökum löndum hafa Íslendingar fjárfest mest í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hlutfallslegt vægi fjár- munaeignar í þessum löndum hefur minnkað síðustu árin. Á tímabilinu 1988-1991 var hún á bilinu 80- 94%, í lok ársins 1998 var hún komin í um 42%. Nokkur fylgni er á milli þess hvar Íslendingar hafa fjárfest og hvert vöruútflutningur landsins fer og virðist fylgnin vera að aukast. Í lok ársins 1998 höfðu 72 íslenskir aðilar fjárfest beint í 141 erlendu fyrir- tæki. Þessi fyrirtæki eru í 33 löndum í fimm heims- álfum. Flest fyrirtækjanna eru dótturfélög eða 101. Hlutur dótturfélaga í fjármunastofninum er um 88%. Fjöldi hlutdeildarfélaga er 38 og er hlutur þeirra um 11%. PENINGAMÁL 2000/1 49 Tafla 1 Bein fjármunaeign Íslendinga í atvinnurekstri erlendis flokkuð eftir atvinnuvegum Ma.kr. á verðlagi hvers árs 1995 1996 1997 1998 Matvælaframleiðsla ..................... 6,5 6,4 8,2 8,7 Verslun ......................................... 2,2 3,3 3,5 5,9 Samgöngur ................................... 1,1 2,9 3,3 2,8 Fiskveiðar .................................... 0,8 1,9 2,4 2,7 Annað........................................... 1,1 1,6 2,2 3,4 Samtals......................................... 11,7 16,1 19,6 23,5 Rammi 1 Hugtök skilgreind Tafla 2 Bein fjármunaeign Íslendinga í atvinnurekstri erlendis flokkuð eftir löndum Ma.kr. á verðlagi hvers árs 1995 1996 1997 1998 Bandaríkin.................................... 4,6 4,2 4,9 5,1 Bretland........................................ 2,9 4,1 4,0 4,7 Frakkland ..................................... 1,3 1,9 1,8 2,4 Þýskaland..................................... 0,7 1,3 1,4 1,8 Holland ........................................ 0,7 2,2 2,1 1,4 Spánn ........................................... 0,3 0,3 0,7 1,8 Önnur Evrópulönd ....................... 0,8 1,1 2,9 3,8 Önnur Ameríkulönd..................... 0,4 0,8 1,5 1,9 Önnur lönd................................... 0,1 0,2 0,3 0,5 Samtals......................................... 11,7 16,1 19,6 23,5 Þegar fjárfestir á 10% eða stærri hlut í fyrirtæki er um beina fjárfestingu að ræða. Sé hluturinn minni telst hann til verðbréfaeignar. Flokkun á innlendum og er- lendum aðilum miðast við búsetu (lögheimili), en ekki ríkisborgararétt, þannig að sá sem hefur lögheimili á Íslandi telst vera íslenskur. Bein fjármunaeign í fyrirtæki samanstendur af hlut- deild í bókfærðu eigin fé þess og hreinni lánastöðu gagnvart því. Móðurfyrirtæki sem veitir lán til dóttur- fyrirtækis í öðru landi eykur fjármunaeign sína á sama hátt og um hlutafjárframlag væri að ræða. Til lána- stöðu teljast bæði skammtíma- og langtímalán. Bókfært eigið fé getur hækkað með hlutafjárframlagi eða endurfjárfestingu. Endurfjárfesting er sá hluti hagnaðar sem verður eftir hjá fyrirtækinu eftir að arður hefur verið greiddur út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.