Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 48
fyrir öllum lánum en að þeim fengnum eru engin tæknileg takmörk fyrir því hversu mikið fé seðla- bankinn getur látið af hendi. Þetta er mjög mikilvægt í greiðslukerfum, sérstaklega þar sem tímabundin lausafjárþörf getur myndast og skjót viðbrögð eru nauðsynleg. Eftirlits- og tilsjónarhlutverk Víðast hvar í heiminum er það talið hlutverk seðla- banka að stuðla að heilbrigðum og öruggum við- skiptum á fjármálamarkaði. Þar sem greiðslumiðlun- in er einn af grunnþáttunum á fjármálamarkaði skipt- ir verulegu máli fyrir öryggi alls hagkerfisins að rekstur hennar sé sem traustastur. Greiðslukerfi sem glatað hefur tiltrú og trausti er nánast ónýtt. Seðla- bankar hafa því víða tekið þátt í mótun greiðslukerfa. Mikilvægt er þó að markaðurinn misskilji ekki hlut- verk seðlabankans og líti á hann sem bjargvætt sem lagfæri allt sem aflaga fer. Slíkt gæti leitt til hegðun- aráhættu sem erfitt getur verið að sjá við. Þótt það sé ekki fyrr en nú á síðari árum að beinlínis hefur verið ætlast til afskipta seðlabanka hafa flestir þeirra fylgst náið með og gripið inn í ef þeim hefur þótt sem greiðslumiðlunin stefndi út af sporinu. Aðgengi að greiðslukerfum Auknu frjálsræði í fjármálageiranum hafa fylgt ýmis vandkvæði. Meðal þeirra er sá munur sem verður á aðstöðu gamalla og gróinna fyrirtækja og hinna nýrri sem eru að brjótast til áhrifa. Greiðslukerfi eru grunnþjónusta sem verður að vera til staðar í öllum fjármálakerfum. Mjög misjafnt er hvernig greiðslu- kerfi hafa þróast í hinum ýmsu löndum. Sums staðar eru starfrækt mörg ólík greiðslukerfi sem tengjast lítt eða ekki en annars staðar er eitt meginkerfi sem allir þátttakendur á fjármálamarkaði hafa aðgang að. Eigið greiðslukerfi þarf ekki að vera óyfirstíganlegur þröskuldur fyrir nýjan aðila á markaði en kostnaður- inn við að koma upp nýju kerfi getur hins vegar verið svo mikill að hann skekki samkeppnisstöðu nýrra aðila miðað við hina sem fyrir eru. Í Lamfalussy- skilyrðunum sem kynnt voru hér að framan er fjallað um aðgengi og þar er mikið lagt upp úr því að að- gengi að fjölhliða greiðslujöfnunarkerfum sé opið og ótálmað. Evrópusambandið gekk lengra í þessu tilliti og gaf út þá túlkun að aðgangur að nauðsynlegum stofnunum yrði að vera opinn fyrir öðrum þátttak- endum (háð því að þeir uppfylltu eðlileg aðgöngu- skilyrði). Heimildir: Greinargerð um greiðslumiðlun, febrúar 1997, Seðlabanki Íslands, peningamálasvið. Skipulag greiðslumiðlunar. Tillögur sameiginlegs vinnuhóps Seðlabanka Íslands og Sambands íslenskra viðskiptabanka, desember 1998, vinnuhópur um skipulag greiðslumiðlunar. Report of the Committee on Interbank Netting Schemes of the Central Banks of the Group of Ten Countries (Lamfalussy- skýrslan), nóvember 1990, BIS. Core Principles for Systematically Important Payment Systems (Trundle-skýrslan), BIS 1999. PENINGAMÁL 2000/1 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.