Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 26
því að meta áhrif hækkunar eignaverðs á atferli heimilanna og hvort hún valdi nokkru um auknar lán- tökur og vöxt einkaneyslu umfram hækkun ráðstöf- unartekna. Ljóst er þó að með hækkandi mati á íbúðarhúsnæði eykst veðhæfi þess óháð greiðslugetu eigendanna. Minna er vitað um hlutabréfaeign heim- ilanna þar sem þau eru að jafnaði talin fram til skatts á nafnverði, en ekki markaðsverði. Þá er óvíst hve ítarlega óskráð og erlend hlutabréf eru talin fram til skatts. Samkvæmt framtölum á árinu 1999 nam hlutabréfaeign einstaklinga 42 ma.kr. í árslok 1998 og miðað við gengi hlutabréfa á Verðbréfaþingi hefur verðmæti þessara hlutabréfa líklega verið á annað hundrað milljarða króna. Gengishagnaður einstakl- inga af hlutabréfum hefur því slagað upp í 70 ma.kr. skuldaaukningu heimilanna á árinu 1999. Helsta hætta sem fjármálakerfinu stafar af háu eignaverði felst í því að eignir eiga það til að lækka mjög skyndilega í verði ef væntingar um framtíðar- tekjustraum af þessum eignum breytast. Þegar í bak- seglin slær fer það oft saman að geta einstaklinga og fyrirtækja til að standa undir afborgunum og vöxtum lána sem þeir hafa tekið til að fjármagna eignakaup þverr á sama tíma og verð eignanna sem lagðar hafa verið að veði lækkar mikið og skyndilega. Til þess að meta þá áhættu sem stafar af núverandi eignaverði skortir upplýsingar. Ljóst er hins vegar að raun- lækkun fasteignaverðs um 15-20% á sér sögulegar hliðstæður. Veð sem eru farin að nálgast 80% af fast- eignaverði gætu því reynst ótraust. IV. Ytri staða þjóðarbúsins Veruleg röskun á ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum getur valdið áraun á fjármálakerfið. Mikil gengis- lækkun af völdum slíkrar þróunar getur bitnað á lána- stofnunum ef erlendar skuldir þeirra eru miklar, einkum ef hlutfall skammtímaskulda er hátt. Jafnvel þótt fjármálastofnanir séu sjálfar varðar gegn gengis- áhættu geta viðskiptavinir þeirra verið óvarðir sem eykur hættu á útlánatöpum. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands Í lögum um Seðlabanka Íslands segir að hlutverk hans sé m.a. að varðveita og efla gjaldeyrisvarasjóð er nægi til þess að tryggja frjáls viðskipti við útlönd og fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar út á við. Gjaldeyr- isforði gegnir m.a. því hlutverki að draga úr líkum á að skyndilegt útstreymi fjármagns leiði til óhóflega mikillar gengislækkunar. Seðlabanki Íslands leitast við að halda gjaldeyrisforðanum yfir ákveðinni lág- marksstærð og tekur í því sambandi mið af umfangi utanríkisviðskipta. Undanfarin sex ár hefur gjaldeyr- isforðinn verið á bilinu 13% til 18% af innflutningi vöru og þjónustu og á bilinu 18% til 25% af vöruinn- flutningi. Hlutföllin voru hærri á fyrstu árum tíunda áratugarins þegar innflutningur var mun minni en á síðustu árum. Þessi hlutföll segja þó núorðið e.t.v. lítið um getu Seðlabanka Íslands til þess að viðhalda stöðugleika í gengismálum á tímum óheftra fjár- magnshreyfinga. Hlutfall gjaldeyrisforða af erlendri skammtímastöðu lánastofnana hefur á undanförnum árum verið á bilinu 0,6 til 0,8. Árin 1994 til 1996 var hlutfallið mun hærra eða á bilinu 1,2 til 2,3. Í nútíma- hagkerfi má gjaldeyrisforði einn og sér sín lítils gegn því fjármagni sem streymt getur úr landi á skömmum tíma bresti traust markaðsaðila á peninga- og gengis- stefnu stjórnvalda. Gengisstöðugleiki í nútímahag- kerfi er því e.t.v. fremur háður getu seðlabanka til að viðhalda trausti á peningastefnuna og pólitísku og lagalegu svigrúmi til þess að beita þeim úrræðum sem þeir hafa yfir að ráða. Líkur þess að reyni á gjaldeyrisforðann ráðast m.a. af því hvernig viðskiptahalli er fjármagnaður. Sé hann fjármagnaður með beinni fjárfestingu erlendra aðila felst í því lítil áhætta. Fjármögnun með lánsfé til langs tíma er einnig tiltölulega áhættulítil. Mest áhætta tengist fjármögnun með erlendum skamm- tímalánum eða verðbréfafjárfestingu. Á kreppu- tímum geta þessar fjármögnunarleiðir lokast eða snúist upp í andhverfu sína. Viðskiptahalla og tölu- verðri fjárfestingu Íslendinga erlendis hefur að nokkru leyti verið mætt með beinni erlendri fjárfest- ingu í atvinnurekstri á Íslandi en þó einkum með er- lendum lánum einkaaðila, aðallega með milligöngu íslenskra banka. Erlendar lántökur hafa nægt til þess að halda gjaldeyrisforðanum í horfinu. Þó hefur Seðlabanki Íslands öðru hverju þurft að taka skamm- tímalán til þess að treysta forðann. Í því skyni og til þess að treysta viðbúnað sinn hefur Seðlabankinn samningsbundinn aðgang að skammtímalánum við erlenda banka. Slíkar lánsheimildir bankans nema nú fjárhæð sem svarar til nærri 500 milljóna Bandaríkja- dala. Auk þess hefur Seðlabankinn aðgang að ósamningsbundinni lánafyrirgreiðslu hjá ýmsum er- lendum fjármálastofnunum. Erlend skammtímastaða þjóðarbúsins getur gefið vísbendingu um yfirvofandi áraun á gjaldeyrisforða PENINGAMÁL 2000/1 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.